ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 16:10 Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræðir við fjölmiðla fyrir fund utanríkisráðherra sambandsins í Brussel, mánudaginn 22. mars 2021. AP/Aris Oikonomou Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. Refsiaðgerðirnar gegn kínversku embættismönnunum eru þær fyrstu sem Evrópusambandið grípur til gegn kínverskum ráðamönnum vegna mannréttindabrota frá því að kommúnistastjórnin barði niður mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Mannréttindasamtök telja að kínversk stjórnvöld hafi sent fleiri en milljón Úígúra og fólk sem tilheyrir öðrum minnihlutahópum sem aðhyllist íslam í sérstakar fangabúðir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta landsins. Ásakanir eru um að þar séu konur gerðar ófrjóar og börn skilin frá foreldrum sínum. Vitni hafa lýst nauðungarvinnu, kerfisbundnum nauðgunum, kynferðismisnotkun og pyntingum á föngum þar fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Kínversk stjórnvöld halda því fram að í búðunum fari fram „endurmenntun“ sem eigi að uppræta hryðjuverk. Eignir embættismannanna í Evrópu eru frystar og þeim bannað að ferðast til sambandsins samkvæmt refsiaðgerðunum. Kínversk stjórnvöld brugðust við með eigin refsiaðgerðum gegn evrópskum embættismönnum. Hörðustu aðgerðir frá valdaráninu í Búrma Þá samþykkti ESB refsiaðgerðir gegn ellefu einstaklingum sem tóku þátt í valdaráninu í Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, 1. febrúar. Vopnasölubann var þegar í gildi og nokkrir meðlimir herforingjastjórnarinnar hafa verið beittir þvingunum frá 2018 en Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar nú séu þær hörðustu frá valdaráninu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri sambandsins, staðfesti að refsiaðgerðirnar verði lagðar á þegar hann mætti til fundar utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Brussel í dag. Búist er við að einstaklingarnir verði nafngreindir þegar greint verður opinberlega frá því hversu aðgerðirnar felast. Herforingjastjórnin rændi lýðræðislega kjörna ríkisstjórn landsins völdum í byrjun febrúar. Síðan þá hefur stjórnin látið skjóta fjölda mótmælenda á götum landsins. Evrópusambandið Mjanmar Kína Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Refsiaðgerðirnar gegn kínversku embættismönnunum eru þær fyrstu sem Evrópusambandið grípur til gegn kínverskum ráðamönnum vegna mannréttindabrota frá því að kommúnistastjórnin barði niður mótmæli á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Mannréttindasamtök telja að kínversk stjórnvöld hafi sent fleiri en milljón Úígúra og fólk sem tilheyrir öðrum minnihlutahópum sem aðhyllist íslam í sérstakar fangabúðir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta landsins. Ásakanir eru um að þar séu konur gerðar ófrjóar og börn skilin frá foreldrum sínum. Vitni hafa lýst nauðungarvinnu, kerfisbundnum nauðgunum, kynferðismisnotkun og pyntingum á föngum þar fyrir breska ríkisútvarpinu BBC. Kínversk stjórnvöld halda því fram að í búðunum fari fram „endurmenntun“ sem eigi að uppræta hryðjuverk. Eignir embættismannanna í Evrópu eru frystar og þeim bannað að ferðast til sambandsins samkvæmt refsiaðgerðunum. Kínversk stjórnvöld brugðust við með eigin refsiaðgerðum gegn evrópskum embættismönnum. Hörðustu aðgerðir frá valdaráninu í Búrma Þá samþykkti ESB refsiaðgerðir gegn ellefu einstaklingum sem tóku þátt í valdaráninu í Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, 1. febrúar. Vopnasölubann var þegar í gildi og nokkrir meðlimir herforingjastjórnarinnar hafa verið beittir þvingunum frá 2018 en Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar nú séu þær hörðustu frá valdaráninu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri sambandsins, staðfesti að refsiaðgerðirnar verði lagðar á þegar hann mætti til fundar utanríkisráðherra aðildarríkjanna í Brussel í dag. Búist er við að einstaklingarnir verði nafngreindir þegar greint verður opinberlega frá því hversu aðgerðirnar felast. Herforingjastjórnin rændi lýðræðislega kjörna ríkisstjórn landsins völdum í byrjun febrúar. Síðan þá hefur stjórnin látið skjóta fjölda mótmælenda á götum landsins.
Evrópusambandið Mjanmar Kína Tengdar fréttir Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. 15. mars 2021 12:15