NBA dagsins: Chris Paul komst í fámennan klúbb með hollí hú sendingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 15:01 Chris Paul fékk flottar móttökur eftir að hann gaf stoðsendingu númer tíu þúsund. AP/Rick Scuteri Chris Paul varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að gefa tíu þúsund stoðsendingar en því náði hann í leik með Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers. „Það er blessun, fyrst og fremst, að hafa spilað svona lengi. Það er eitthvað sem ég tek ekki sem sjálfsögðum hlut. Það að eru fullt af mönnum sem komu með mér inn í deildina en sem eru núna að þjálfa og geta ekki spilað,“ sagði Chris Paul. Einu leikmennirnir sem hafa gefið fleiri stoðsendingar í NBA-deildinni en Chris Paul eru þeir John Stockton, Jason Kidd, Steve Nash, Mark Jackson og Magic Johnson. Monty Williams, þjálfari Phoenix Suns, hrósaði leikstjórnandanum sínum. „Ég er þakklátur fyrir það að vera í kringum Chris og fá að upplifa stund eins og þessa. Þú nærð ekki tíu þúsund stoðsendingum með því bara að mæta,“ sagði Monty Williams. Chris Paul's career assists, by team: NO: 4,228LAC: 4,023HOU: 930OKC: 472PHX: 347 pic.twitter.com/DVfkQRTPoF— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Chris Paul náði tímamótunum með tilþrifasendingu en hann átti þá hollí hú sendingu á miðherjann unga Deandre Ayton sem tróð boltanum viðstöðulaust með tilþrifum. Chris Paul átti alls 13 stoðsendingar í leiknum og er því kominn með 10004 á ferlinum. Næsti maður fyrir ofan hann er Magic Johnson með 10141 stoðsendingu. Paul á eftir 31 leik og gæti því komist upp fyrir Magic. Chris Paul's TOP 10 ASSIST CONNECTIONS in his career!Blake Griffin: 1,157David West: 1,120JJ Redick: 634DeAndre Jordan: 574Peja Stojakovic: 429Rasual Butler: 320Tyson Chandler: 299Jamal Crawford: 260Matt Barnes: 226Caron Butler: 217CP3: 10,000 career assists pic.twitter.com/FH6MHI2kyy— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Paul er að gefa 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með Phoenix Suns á þessu tímabili og hefur átt mikinn þátt í að breyta gengi liðsins sem hefur til þessa unnið 28 leiki en tapað aðeins 13. Á síðustu fimm tímabilum hefur Suns liðið aðeins einu sinni unnið fleiri en 28 leiki. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá sigurleik Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers en einnig eru þar myndir frá sigurleikjum Boston Celtics, Brooklyn Nets og Dallas Mavericks auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 21. mars 2021) NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira
„Það er blessun, fyrst og fremst, að hafa spilað svona lengi. Það er eitthvað sem ég tek ekki sem sjálfsögðum hlut. Það að eru fullt af mönnum sem komu með mér inn í deildina en sem eru núna að þjálfa og geta ekki spilað,“ sagði Chris Paul. Einu leikmennirnir sem hafa gefið fleiri stoðsendingar í NBA-deildinni en Chris Paul eru þeir John Stockton, Jason Kidd, Steve Nash, Mark Jackson og Magic Johnson. Monty Williams, þjálfari Phoenix Suns, hrósaði leikstjórnandanum sínum. „Ég er þakklátur fyrir það að vera í kringum Chris og fá að upplifa stund eins og þessa. Þú nærð ekki tíu þúsund stoðsendingum með því bara að mæta,“ sagði Monty Williams. Chris Paul's career assists, by team: NO: 4,228LAC: 4,023HOU: 930OKC: 472PHX: 347 pic.twitter.com/DVfkQRTPoF— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Chris Paul náði tímamótunum með tilþrifasendingu en hann átti þá hollí hú sendingu á miðherjann unga Deandre Ayton sem tróð boltanum viðstöðulaust með tilþrifum. Chris Paul átti alls 13 stoðsendingar í leiknum og er því kominn með 10004 á ferlinum. Næsti maður fyrir ofan hann er Magic Johnson með 10141 stoðsendingu. Paul á eftir 31 leik og gæti því komist upp fyrir Magic. Chris Paul's TOP 10 ASSIST CONNECTIONS in his career!Blake Griffin: 1,157David West: 1,120JJ Redick: 634DeAndre Jordan: 574Peja Stojakovic: 429Rasual Butler: 320Tyson Chandler: 299Jamal Crawford: 260Matt Barnes: 226Caron Butler: 217CP3: 10,000 career assists pic.twitter.com/FH6MHI2kyy— NBA.com/Stats (@nbastats) March 22, 2021 Paul er að gefa 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með Phoenix Suns á þessu tímabili og hefur átt mikinn þátt í að breyta gengi liðsins sem hefur til þessa unnið 28 leiki en tapað aðeins 13. Á síðustu fimm tímabilum hefur Suns liðið aðeins einu sinni unnið fleiri en 28 leiki. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá sigurleik Phoenix Suns á móti Los Angeles Lakers en einnig eru þar myndir frá sigurleikjum Boston Celtics, Brooklyn Nets og Dallas Mavericks auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 21. mars 2021)
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira