„Ég kom rétt áður en hann dó“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2021 13:30 Auri hefur aðstoðað Sigrúnu Ósk oft í leit hennar að foreldrum ættleiddra Íslendinga. Áhorfendur fengu að kynnast Auri Hinriksson strax í fyrstu þáttaröð af Leitinni að upprunanum og var fjallað ítarlega um þessa mögnuðu konu í þætti gærkvöldsins á Stöð 2. Strax í annarri þáttaröð sáu áhorfendur meira af henni en þá tókst henni það sem þaulreyndu þriggja manna rannsóknarteymi hafði mistekist þegar fann hún líffræðilega fjölskyldu Þorvarðar Andra Haukssonar. Það er margt í fari Auriar sem vakti athygli áhorfenda enda blasir það ekki við í fyrstu hvað fær konu sem verður sjötug á næsta ári til að eyða tíma sínum og orku í að leita að ættingjum barna sem voru ættleidd frá Sri Lanka fyrir margt löngu. Auri er lífsglöð og skemmtileg kona sem endaði fyrir tilviljun á Ísafirði. Auri hefur farið út ellefu sinnum og reynt að finna fjölskyldur fólks í leit. „Mér hefur mistekist oftar en ég mér hefur tekist að finna fólk. Ástæðan er sú að ég fæ rangar upplýsingar. Ættleiðingarskjölin eru gölluð. Það var svo margt óheiðarlegt í gangi,“ segir Auri í samtali við Sigrúnu. Hún segist aldrei hafa tekið greiðslu fyrir leit sína. Hún heitir raunar Aurangasri, en stytti það í Árny eða Auri fyrir okkur Íslendinga. Tekur ekki við neinni greiðslu Hún er komin af nokkuð efnuðu fólki í Sri Lanka, faðir hennar var virtur læknir og sjálf er hún með doktorsgráðu í ensku. Hún hefur verið búsett á Íslandi í tæpa fjóra áratugi eða frá því hún fluttist hingað með eiginmanni sínum heitnum, Þóri Hinrikssyni, en þau hjónin kynntust þegar þau störfuðu bæði fyrir Sameinuðu þjóðirnar en Auri hefur aldrei getað hugsað sér að taka við greiðslum fyrir að aðstoða fólk í upprunaleit. „Ég tók aldrei við greiðslu, þetta er fólkið mitt. Þessi börn eru fólkið mitt.“ En öll þessi ferðalög Auriar hafa ekki alltaf verið hættulaus og fyrir þremur árum munaði minnstu að Auri missti af tækifærinu til að kveðja eiginmann sinn áður en hann lést heima á Ísafirði. „Ég leitaði uppi fjölskyldu og þau hringdu um miðja nótt og hótuðu mér og ég slökkti á símanum. Sonur minn reyndi að hringja í mig því maðurinn minn var orðinn mjög veikur. Ég svaraði ekki í símann því ég var áreitt af fjölskyldunni því ég hafði grafið upp leyndarmál hennar.“ Hættan leið hjá, Auri ákvað að óhætt væri að kveikja á símanum og einkasonur hennar náði loksins sambandi við hana. „Hann sagði mér að taka næstu flugvél heim, maðurinn þinn er mjög veikur. Ég kom rétt áður en hann dó. Ef ég hafði ekki svarað í símann hefði ég ekki verið hjá honum þegar hann dó.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Auri sem var sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Ég kom rétt áður en hann dó Leitin að upprunanum Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Strax í annarri þáttaröð sáu áhorfendur meira af henni en þá tókst henni það sem þaulreyndu þriggja manna rannsóknarteymi hafði mistekist þegar fann hún líffræðilega fjölskyldu Þorvarðar Andra Haukssonar. Það er margt í fari Auriar sem vakti athygli áhorfenda enda blasir það ekki við í fyrstu hvað fær konu sem verður sjötug á næsta ári til að eyða tíma sínum og orku í að leita að ættingjum barna sem voru ættleidd frá Sri Lanka fyrir margt löngu. Auri er lífsglöð og skemmtileg kona sem endaði fyrir tilviljun á Ísafirði. Auri hefur farið út ellefu sinnum og reynt að finna fjölskyldur fólks í leit. „Mér hefur mistekist oftar en ég mér hefur tekist að finna fólk. Ástæðan er sú að ég fæ rangar upplýsingar. Ættleiðingarskjölin eru gölluð. Það var svo margt óheiðarlegt í gangi,“ segir Auri í samtali við Sigrúnu. Hún segist aldrei hafa tekið greiðslu fyrir leit sína. Hún heitir raunar Aurangasri, en stytti það í Árny eða Auri fyrir okkur Íslendinga. Tekur ekki við neinni greiðslu Hún er komin af nokkuð efnuðu fólki í Sri Lanka, faðir hennar var virtur læknir og sjálf er hún með doktorsgráðu í ensku. Hún hefur verið búsett á Íslandi í tæpa fjóra áratugi eða frá því hún fluttist hingað með eiginmanni sínum heitnum, Þóri Hinrikssyni, en þau hjónin kynntust þegar þau störfuðu bæði fyrir Sameinuðu þjóðirnar en Auri hefur aldrei getað hugsað sér að taka við greiðslum fyrir að aðstoða fólk í upprunaleit. „Ég tók aldrei við greiðslu, þetta er fólkið mitt. Þessi börn eru fólkið mitt.“ En öll þessi ferðalög Auriar hafa ekki alltaf verið hættulaus og fyrir þremur árum munaði minnstu að Auri missti af tækifærinu til að kveðja eiginmann sinn áður en hann lést heima á Ísafirði. „Ég leitaði uppi fjölskyldu og þau hringdu um miðja nótt og hótuðu mér og ég slökkti á símanum. Sonur minn reyndi að hringja í mig því maðurinn minn var orðinn mjög veikur. Ég svaraði ekki í símann því ég var áreitt af fjölskyldunni því ég hafði grafið upp leyndarmál hennar.“ Hættan leið hjá, Auri ákvað að óhætt væri að kveikja á símanum og einkasonur hennar náði loksins sambandi við hana. „Hann sagði mér að taka næstu flugvél heim, maðurinn þinn er mjög veikur. Ég kom rétt áður en hann dó. Ef ég hafði ekki svarað í símann hefði ég ekki verið hjá honum þegar hann dó.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Auri sem var sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Ég kom rétt áður en hann dó
Leitin að upprunanum Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira