„Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið“ Atli Arason skrifar 19. mars 2021 23:00 Njarðvíkingar tapa og tapa. vísir/vilhelm Jón Arnór Sverrisson, leikmaður Njarðvíkur, var algjörlega miður sín og hálf orðlaus í viðtali eftir 89-57 tap gegn erkifjendunum í Keflavík. „Ég skammast mín, þetta er það versta sem ég hef á ævinni minni séð. Ég bara veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Aðspurður af því hvers vegna Njarðvík tapaði svona stórt í kvöld svaraði Jón, „Það er erfitt að segja, ég eiginlega bara veit það ekki. Við spiluðum ekki vörn í kvöld og vorum lélegir í sókn. Þetta er alls ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Keflavík var betri aðilinn í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar voru þó ekki langt á eftir en í þriðja leikhluta þá gjörsamlega hrundi leikur gestanna og Keflavík valtaði yfir þá. „Við byrjuðum hræðilega í þriðja leikhluta, ég veit ekki hvort við náðum einu sinni að skora eitthvað á fyrstu mínútunum, þeir tóku eitthvað 13 eða 15-0 áhlaup á okkur.“ Jóni er þá bent á að Njarðvíkingar skoruðu bara tvö stig á fyrstu fimm mínútum þriðja leikhlutans. „Einmitt, það segir bara hversu slappir við vorum sóknarlega. Þetta er búið að vera svolítið svona í vetur. Allt of mikið drippl og hnoð. Við vorum að taka allt of mikið af tveggja stiga skotum sem er eiginlega versta skotið í leiknum, svona 'jumper-ar' á dripplinu.“ „Við vorum inn í leiknum í hálfleik en svo bara mættum við ekki til leiks í seinni hálfleik. Við vorum andlausir og andleysið var of mikið, það er eins og við höfum ekki trú á þessu. Við höfum verið að byrja þessa síðustu tapleiki ágætlega en svo fer einhvern veginn allt alltaf í klessu í seinni hálfleik. Það sama gerðist í dag.“ Jón Arnór og Þröstur Leó lentu eitthvað saman í fjórða leikhluta en það er alltaf mikill hiti í mönnum þegar þessi lið mætast á vellinum. Aðspurður að því hvað fór fram þeirra á milli sagði Jón, „Hann er með einhverja stæla þegar þeir eru 30 stigum yfir. Það er tilgangslaust og algjör óþarfi hjá honum. Hann sagðist þurfa að vera leiðinlegur, hann ræður hvernig hann hefur þetta en hann er samt toppmaður.“ Njarðvíkingar eru komnir í bullandi vesen í deildinni og eru farnir að daðra við falldrauginn. Einar Árni þjálfari Njarðvíkur kvartaði yfir því eftir tapið gegn Tindastól í síðasta leik liðsins að ósanngjarnt væri að mótherjar Njarðvíkur fái ítrekað auka dag í hvíld. Það truflar Jón Arnór þó ekki mikið. „Nei mér finnst þetta bara gaman. Færri æfingar og fleiri leikir en það er ógeðslega erfitt að vera tapa endalaust, það tekur á þegar maður þarf að mæta í vinnuna daginn eftir. Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið og sérstaklega eftir svona leik þar sem við spiluðum eins og aumingjar.“ „Við erum allavega ekkert hættir, langt því frá. Það jákvæða við þetta er að við getum nánast bara farið upp á við eftir þetta,“ sagði Jón Arnór Sverrisson að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
„Ég skammast mín, þetta er það versta sem ég hef á ævinni minni séð. Ég bara veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Aðspurður af því hvers vegna Njarðvík tapaði svona stórt í kvöld svaraði Jón, „Það er erfitt að segja, ég eiginlega bara veit það ekki. Við spiluðum ekki vörn í kvöld og vorum lélegir í sókn. Þetta er alls ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Keflavík var betri aðilinn í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar voru þó ekki langt á eftir en í þriðja leikhluta þá gjörsamlega hrundi leikur gestanna og Keflavík valtaði yfir þá. „Við byrjuðum hræðilega í þriðja leikhluta, ég veit ekki hvort við náðum einu sinni að skora eitthvað á fyrstu mínútunum, þeir tóku eitthvað 13 eða 15-0 áhlaup á okkur.“ Jóni er þá bent á að Njarðvíkingar skoruðu bara tvö stig á fyrstu fimm mínútum þriðja leikhlutans. „Einmitt, það segir bara hversu slappir við vorum sóknarlega. Þetta er búið að vera svolítið svona í vetur. Allt of mikið drippl og hnoð. Við vorum að taka allt of mikið af tveggja stiga skotum sem er eiginlega versta skotið í leiknum, svona 'jumper-ar' á dripplinu.“ „Við vorum inn í leiknum í hálfleik en svo bara mættum við ekki til leiks í seinni hálfleik. Við vorum andlausir og andleysið var of mikið, það er eins og við höfum ekki trú á þessu. Við höfum verið að byrja þessa síðustu tapleiki ágætlega en svo fer einhvern veginn allt alltaf í klessu í seinni hálfleik. Það sama gerðist í dag.“ Jón Arnór og Þröstur Leó lentu eitthvað saman í fjórða leikhluta en það er alltaf mikill hiti í mönnum þegar þessi lið mætast á vellinum. Aðspurður að því hvað fór fram þeirra á milli sagði Jón, „Hann er með einhverja stæla þegar þeir eru 30 stigum yfir. Það er tilgangslaust og algjör óþarfi hjá honum. Hann sagðist þurfa að vera leiðinlegur, hann ræður hvernig hann hefur þetta en hann er samt toppmaður.“ Njarðvíkingar eru komnir í bullandi vesen í deildinni og eru farnir að daðra við falldrauginn. Einar Árni þjálfari Njarðvíkur kvartaði yfir því eftir tapið gegn Tindastól í síðasta leik liðsins að ósanngjarnt væri að mótherjar Njarðvíkur fái ítrekað auka dag í hvíld. Það truflar Jón Arnór þó ekki mikið. „Nei mér finnst þetta bara gaman. Færri æfingar og fleiri leikir en það er ógeðslega erfitt að vera tapa endalaust, það tekur á þegar maður þarf að mæta í vinnuna daginn eftir. Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið og sérstaklega eftir svona leik þar sem við spiluðum eins og aumingjar.“ „Við erum allavega ekkert hættir, langt því frá. Það jákvæða við þetta er að við getum nánast bara farið upp á við eftir þetta,“ sagði Jón Arnór Sverrisson að lokum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52