Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2021 16:13 Heilbrigðisstarfsmaður í Belgíu undirbýr bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Getty/Jean Christophe Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. Þrettán Evrópusambandsríki, samkvæmt talningu BBC, hafa hætt notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki eftir bólusetningar. Ísland og Noregur hafa einnig hætt notkun bóluefnisins tímabundið. Emer Cooke, yfirmaður EMA, sagði á blaðamannafundi í dag að rannsókn stofnunarinnar hefði leitt í ljós að ekki væri hægt að útiloka tengsl á milli blóðtappa og bóluefnisins. Hins vegar þyrfti að rannsaka það frekar og ítrekaði hún að bóluefnið væri öruggt og virkaði gegn Covid-19 í minnst 60 prósenta tilfella. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Dr Sabina Strauss, yfirmaður bóluefnaöryggisdeildar EMA, sagði engar vísbendingar um galla eða gæðaskort hafa fundist við rannsókn stofnunarinnar. Einstaka tilfelli blóðtappa hefðu verið skoðuð og heilt yfir væru ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu. Þvert á móti væru vísbendingar um andstæðuna. Að líkur á blóðtappa minnkuðu. Strauss sagði hins vegar að í einstaka tilfellum hefðu fundist vísbendingar um blóðstorknun sem hefði dregið blóð frá heila viðkomandi. Þó væri útlit fyrir að það tengist undirliggjandi skorti á storknunarefnum í blóði. Þessi tilfelli væru þó einkar sjaldgæf eða um 1 af hverjum tuttugu milljónum. Á þessari stundu sagði hún að engar vísbendingar væru um að bóluefnið sjálft hefði valdið þessu. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja blóðtappana heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtöppum í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappana. 18. mars 2021 12:30 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa. 17. mars 2021 16:03 Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þrettán Evrópusambandsríki, samkvæmt talningu BBC, hafa hætt notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki eftir bólusetningar. Ísland og Noregur hafa einnig hætt notkun bóluefnisins tímabundið. Emer Cooke, yfirmaður EMA, sagði á blaðamannafundi í dag að rannsókn stofnunarinnar hefði leitt í ljós að ekki væri hægt að útiloka tengsl á milli blóðtappa og bóluefnisins. Hins vegar þyrfti að rannsaka það frekar og ítrekaði hún að bóluefnið væri öruggt og virkaði gegn Covid-19 í minnst 60 prósenta tilfella. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Dr Sabina Strauss, yfirmaður bóluefnaöryggisdeildar EMA, sagði engar vísbendingar um galla eða gæðaskort hafa fundist við rannsókn stofnunarinnar. Einstaka tilfelli blóðtappa hefðu verið skoðuð og heilt yfir væru ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu. Þvert á móti væru vísbendingar um andstæðuna. Að líkur á blóðtappa minnkuðu. Strauss sagði hins vegar að í einstaka tilfellum hefðu fundist vísbendingar um blóðstorknun sem hefði dregið blóð frá heila viðkomandi. Þó væri útlit fyrir að það tengist undirliggjandi skorti á storknunarefnum í blóði. Þessi tilfelli væru þó einkar sjaldgæf eða um 1 af hverjum tuttugu milljónum. Á þessari stundu sagði hún að engar vísbendingar væru um að bóluefnið sjálft hefði valdið þessu.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja blóðtappana heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtöppum í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappana. 18. mars 2021 12:30 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa. 17. mars 2021 16:03 Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Telja blóðtappana heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtöppum í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappana. 18. mars 2021 12:30
WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50
ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa. 17. mars 2021 16:03
Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43