Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 08:02 Sumarkomuna á norðurhvelinu ætti ekki að nota til að færa rök fyrir afléttingu sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum, að mati skýrsluhöfunda Alþjóðaveðurfræðistofunarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að útbreiðsla nýs afbrigðis kórónuveirunnar drægist saman að sumri til líkt og þekkt er með sumar aðrar veirusýkingar allt frá upphafi heimsfaraldursins í fyrra. Í nýrri skýrslu starfshóps Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að ríki ættu ekki að láta sóttvarnaaðgerðir sínar ráðast af veðri og vindum. Sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda og ferðatakmarkanir hafi þannig verið stærsti áhrifaþátturinn á útbreiðslu veirunnar og þær vegi mun þyngra en veðurfræðilegir þættir. Útbreiðslan stýrist einnig af hegðun fólks, lýðfræðilegum þáttum auk stökkbreytinga í veirunni sjálfri. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum í jarðvísindum, læknisfræði og lýðheilsu. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að þó að rannsóknir á SARS-CoV-2 veirunni á tilraunastofum hafi gefið einhverjar vísbendingar um að hún lifi lengur í köldu og þurru umhverfi þar sem útfjólublá geislun er lítil hafi ekki verið sýnt fram á að veður hafi merkjanleg áhrif á dreifingu hennar í raunheiminum. Enn sé lítið vitað um hvaða þættir hafi áhrif á árstíðarsveiflur öndunarfærasýkinga. Sambland beinna áhrifa svalara veðurs á veiruna, á varnir manna gegn sýkingu og óbein áhrif veðurs og árstíða á hegðun manna sé líklega á ferðinni. Líkön bendi til þess að nýja afbrigði kórónuveirunnar gæti orðið árstíðarbundið þegar fram líða stundir og þannig geti veður og loftgæði nýst til að fylgjast með og spá fyrir um framgang hennar. Skýrsluhöfundar telja að eins og sakir standa sé ekki hægt að byggja aðgerðir gegn faraldrinum á veðurfræðilegum þáttum eða loftgæðum. Ekki vísbendingar um að mengun hafi áhrif á útbreiðslu veirunnar Þá eru gögn um áhrif loftgæða á dreifingu veirunnar ekki afgerandi enn sem komið er. Einhverjar vísbendingar eru um að dánartíðni af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, aukist þar sem loftmengun er mikil líkt og þekkt er um aðra öndunarfærasjúkdóma. Ekki eru hins vegar vísbendingar um að mengunin hafi bein áhrif á dreifingu veirunnar í lofti. „Á þessu stigi styðja vísbendingar ekki að veðurfræðilegir þættir og loftgæði séu grundvöllur fyrir því að ríkisstjórnir slaki á inngripum sínum sem er ætlað að draga úr smitum,“ segir Ban Zaitchik, varaformaður hópsins frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þannig hafi veiran breiðst út þar sem hlýtt var í veðri og í hlýjum heimshlutum á fyrsta ári heimsfaraldursins. Ekkert bendi til annars að það sama gæti verið uppi á teningnum í ár. Skýrslan tók aðeins til veðurs og loftgæða utandyra og snerti ekki á hvernig loftflæði innandyra hefur áhrif á dreifingu veirunnar. Talið hefur verið að meiri hætta sé á að veiran berist á milli fólks innandyra en utan. Veður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að útbreiðsla nýs afbrigðis kórónuveirunnar drægist saman að sumri til líkt og þekkt er með sumar aðrar veirusýkingar allt frá upphafi heimsfaraldursins í fyrra. Í nýrri skýrslu starfshóps Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að ríki ættu ekki að láta sóttvarnaaðgerðir sínar ráðast af veðri og vindum. Sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda og ferðatakmarkanir hafi þannig verið stærsti áhrifaþátturinn á útbreiðslu veirunnar og þær vegi mun þyngra en veðurfræðilegir þættir. Útbreiðslan stýrist einnig af hegðun fólks, lýðfræðilegum þáttum auk stökkbreytinga í veirunni sjálfri. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum í jarðvísindum, læknisfræði og lýðheilsu. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að þó að rannsóknir á SARS-CoV-2 veirunni á tilraunastofum hafi gefið einhverjar vísbendingar um að hún lifi lengur í köldu og þurru umhverfi þar sem útfjólublá geislun er lítil hafi ekki verið sýnt fram á að veður hafi merkjanleg áhrif á dreifingu hennar í raunheiminum. Enn sé lítið vitað um hvaða þættir hafi áhrif á árstíðarsveiflur öndunarfærasýkinga. Sambland beinna áhrifa svalara veðurs á veiruna, á varnir manna gegn sýkingu og óbein áhrif veðurs og árstíða á hegðun manna sé líklega á ferðinni. Líkön bendi til þess að nýja afbrigði kórónuveirunnar gæti orðið árstíðarbundið þegar fram líða stundir og þannig geti veður og loftgæði nýst til að fylgjast með og spá fyrir um framgang hennar. Skýrsluhöfundar telja að eins og sakir standa sé ekki hægt að byggja aðgerðir gegn faraldrinum á veðurfræðilegum þáttum eða loftgæðum. Ekki vísbendingar um að mengun hafi áhrif á útbreiðslu veirunnar Þá eru gögn um áhrif loftgæða á dreifingu veirunnar ekki afgerandi enn sem komið er. Einhverjar vísbendingar eru um að dánartíðni af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, aukist þar sem loftmengun er mikil líkt og þekkt er um aðra öndunarfærasjúkdóma. Ekki eru hins vegar vísbendingar um að mengunin hafi bein áhrif á dreifingu veirunnar í lofti. „Á þessu stigi styðja vísbendingar ekki að veðurfræðilegir þættir og loftgæði séu grundvöllur fyrir því að ríkisstjórnir slaki á inngripum sínum sem er ætlað að draga úr smitum,“ segir Ban Zaitchik, varaformaður hópsins frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þannig hafi veiran breiðst út þar sem hlýtt var í veðri og í hlýjum heimshlutum á fyrsta ári heimsfaraldursins. Ekkert bendi til annars að það sama gæti verið uppi á teningnum í ár. Skýrslan tók aðeins til veðurs og loftgæða utandyra og snerti ekki á hvernig loftflæði innandyra hefur áhrif á dreifingu veirunnar. Talið hefur verið að meiri hætta sé á að veiran berist á milli fólks innandyra en utan.
Veður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira