Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2021 20:55 Hjónin Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson eru bændur í Borgum í Kollavík. Arnar Halldórsson Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er farið um afskekktar slóðir við vestanverðan Þistilfjörð. Heilsað er upp á fólk í dagsins önnum en einnig rifjaðar upp minningar frá fyrri tíð. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll Árnason.Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík hittum við feðgana Árna Gunnarsson bónda og þrettán ára son hans, Heimi Sigurpál Árnason, sem er orðinn ágætlega fær í harmonikkuleik, þótt hann hafi aðeins stundað hljóðfæranámið í eitt ár. Í Krossavík heimsækjum við tvö eyðibýli þar sem fólk dvelur yfir sumartímann um lengri eða skemmri tíma. Þau Birgir Sveinbjörnsson og Rósbjörg Halldóra Jónasdóttir í Krossavík 2 rifja upp minningar frá síldarævintýrinu á Raufarhöfn.Arnar Halldórsson Í Krossavík tvö hittum við þau Birgi Sveinbjörnsson og Rósbjörgu Halldóru Jónasdóttur en þar var hennar æskuheimili. Hún ólst upp við tilveru án rafmagns og þangað kom fyrst vegur þegar hún fermdist. Í Krossavík eitt hittum við þau Felix Högnason og Báru Denný Ívarsdóttur og nítján ára dóttur þeirra, Þyrí Stellu Felixdóttur. Þar var nýting rekaviðar einn helsti þáttur búskaparins. Felix Högnason lektor sýnir minjar frá þeim tíma sem afi hans og amma voru bændur í Krossavík við Þistilfjörð.Arnar Halldórsson Á bænum Borgum í Kollavík segja þau Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir frá byggðinni og ákvörðun sinni um að hætta sauðfjárbúskap. Einnig hittum við tvö af börnum þeirra, þau Sigurð og Önnu Maríu, og tvö af barnabörnunum. Á hlaðinu í Borgum. Eiríkur og Vigdís með tveimur barna sinna, Sigurði til vinstri og Önnu Maríu til hægri, og tveimur barnabarna, Valgerði Ósk Kjaran Janusdóttur og Halldóri Kjaran Janussyni.Arnar Halldórsson Þá ræðum við um rómantíkina á Raufarhöfn og hjónaböndin sem þar urðu til, ekki bara í síldinni heldur einnig löngu eftir að hún var horfin. Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Svalbarðshreppur Norðurþing Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er farið um afskekktar slóðir við vestanverðan Þistilfjörð. Heilsað er upp á fólk í dagsins önnum en einnig rifjaðar upp minningar frá fyrri tíð. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll Árnason.Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík hittum við feðgana Árna Gunnarsson bónda og þrettán ára son hans, Heimi Sigurpál Árnason, sem er orðinn ágætlega fær í harmonikkuleik, þótt hann hafi aðeins stundað hljóðfæranámið í eitt ár. Í Krossavík heimsækjum við tvö eyðibýli þar sem fólk dvelur yfir sumartímann um lengri eða skemmri tíma. Þau Birgir Sveinbjörnsson og Rósbjörg Halldóra Jónasdóttir í Krossavík 2 rifja upp minningar frá síldarævintýrinu á Raufarhöfn.Arnar Halldórsson Í Krossavík tvö hittum við þau Birgi Sveinbjörnsson og Rósbjörgu Halldóru Jónasdóttur en þar var hennar æskuheimili. Hún ólst upp við tilveru án rafmagns og þangað kom fyrst vegur þegar hún fermdist. Í Krossavík eitt hittum við þau Felix Högnason og Báru Denný Ívarsdóttur og nítján ára dóttur þeirra, Þyrí Stellu Felixdóttur. Þar var nýting rekaviðar einn helsti þáttur búskaparins. Felix Högnason lektor sýnir minjar frá þeim tíma sem afi hans og amma voru bændur í Krossavík við Þistilfjörð.Arnar Halldórsson Á bænum Borgum í Kollavík segja þau Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir frá byggðinni og ákvörðun sinni um að hætta sauðfjárbúskap. Einnig hittum við tvö af börnum þeirra, þau Sigurð og Önnu Maríu, og tvö af barnabörnunum. Á hlaðinu í Borgum. Eiríkur og Vigdís með tveimur barna sinna, Sigurði til vinstri og Önnu Maríu til hægri, og tveimur barnabarna, Valgerði Ósk Kjaran Janusdóttur og Halldóri Kjaran Janussyni.Arnar Halldórsson Þá ræðum við um rómantíkina á Raufarhöfn og hjónaböndin sem þar urðu til, ekki bara í síldinni heldur einnig löngu eftir að hún var horfin. Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Svalbarðshreppur Norðurþing Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira
Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30
Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13