Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 23:39 Hjólför eftir Perseverance í sandinum á Mars 4. mars 2021. NASA/JPL-Caltech/AP Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. Tvær vikur eru liðnar frá því að Perseverance lenti heilu og höldnu í Jezero-gígnum nærri miðbaugi Mars. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að ummerkjum um lífverur sem kunna að hafa þrifist á Mars þegar þar var lífvænlegra í fyrndinni. Jeppinn fór ekki langt í, aðeins um sex og hálfan metra í heildina. Hann ók áfram, sneri sér við á staðnum 150 gráður og bakkað svo aðeins. Ökuferðin tók alls um 33 mínútur, að sögn AP-fréttastofunnar. Engu að síður segja leiðangursstjórarnir um að merkan áfanga sé að ræða. Könnun Mars sé nú formlega hafin. „Maður getur séð hjólförin sem við höfum skilið eftir okkur á Mars. Ég held að ég hafi aldrei verið svo glaður að sjá hjólför,“ segir Anais Zarifian, verkfræðingur við Perseverance-leiðangurinn. Enn er verið að skoða hvaða leið jeppanum verður ekið til að koma að jarðmyndunum sem vísindamennirnir hafa áhuga á að kanna nánar. Þeir vonast til þess að finna jarðlög sem gætu haft að geyma leifar af lífverum. Næsta stóra verkefni Perseverance er þó að senda á loft litla þyrlu sem á verða fyrsta vélmennið til þess að fljúga á öðrum hnetti í sólkerfinu. Jeppanum verður ekið að hentugu svæði næstu vikurnar áður en þyrlan Ingenuity hefur sig á loft í fyrsta skipti. Áætlað er að Perseverance aki um fimmtán kílómetra næsta Marsárið sem er um það tvö tvö jarðár. Jeppinn er sá hraðskreiðasta sem sendur hefur verið til Mars, fyrst og fremst vegna framfara sem hafa orðið í sjálfstýringu frá því að sá síðasta var hannaður og lent á reikistjörnunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Tvær vikur eru liðnar frá því að Perseverance lenti heilu og höldnu í Jezero-gígnum nærri miðbaugi Mars. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að ummerkjum um lífverur sem kunna að hafa þrifist á Mars þegar þar var lífvænlegra í fyrndinni. Jeppinn fór ekki langt í, aðeins um sex og hálfan metra í heildina. Hann ók áfram, sneri sér við á staðnum 150 gráður og bakkað svo aðeins. Ökuferðin tók alls um 33 mínútur, að sögn AP-fréttastofunnar. Engu að síður segja leiðangursstjórarnir um að merkan áfanga sé að ræða. Könnun Mars sé nú formlega hafin. „Maður getur séð hjólförin sem við höfum skilið eftir okkur á Mars. Ég held að ég hafi aldrei verið svo glaður að sjá hjólför,“ segir Anais Zarifian, verkfræðingur við Perseverance-leiðangurinn. Enn er verið að skoða hvaða leið jeppanum verður ekið til að koma að jarðmyndunum sem vísindamennirnir hafa áhuga á að kanna nánar. Þeir vonast til þess að finna jarðlög sem gætu haft að geyma leifar af lífverum. Næsta stóra verkefni Perseverance er þó að senda á loft litla þyrlu sem á verða fyrsta vélmennið til þess að fljúga á öðrum hnetti í sólkerfinu. Jeppanum verður ekið að hentugu svæði næstu vikurnar áður en þyrlan Ingenuity hefur sig á loft í fyrsta skipti. Áætlað er að Perseverance aki um fimmtán kílómetra næsta Marsárið sem er um það tvö tvö jarðár. Jeppinn er sá hraðskreiðasta sem sendur hefur verið til Mars, fyrst og fremst vegna framfara sem hafa orðið í sjálfstýringu frá því að sá síðasta var hannaður og lent á reikistjörnunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03