Gummi Ben um City: „Eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2021 09:01 City fagna í Búdapest, þar sem fyrri leikurinn fór fram. Manchester City FC/Getty Guðmundur Benediktsson, knattspyrnulýsandi og -spekingur, segir að yfirburðir Manchester City gegn Borussia Mönchengladbach í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í vikunni hafi verið rosalegir. Gummi Ben var gestur þeirra Henry og Rikka Gje í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag þar sem strákarnir gerðu upp Meistaradeildinni í vikku. Rikki sá ekki leik City og Borussia og Gummi lýsti honum á þennan hátt: „Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þessi leikur var því ég horfði á þennan leik líka. Þetta var í alvöru eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu í að halda bolta og það væri ekki mörk,“ sagði Gummi og hélt áfram. „Yfirburðirnir voru svo miklir. Þeir héldu boltanum út í eitt og þeir skoruðu þetta mark í fyrri hálfleik. Þeir voru léttir. Þetta var eins þægilegt og það verður en þeir voru stálheppnir hins vegar að fá ekki á sig mark með síðustu spyrnu leiksins þar sem Borussia hefði getað minnkað muninn. Ekki að það hefði skipt neinu máli fyrir síðari hálfleikinn.“ „Ég er sammála þér Rikki að City þurfti ekki að gera allt sitt en þeir gerðu alveg nóg og tilfinning var að ef Mönchengladbach myndi vera með einhverja stæla þá myndu City finna þrjá til fjóra gíra í viðbót og búmm, búmm, búmm.“ Gummi segir að hann hafi þrjú lið í huga hvað varðar að vinna Meistaradeildina. „Við töluðum um Bayern áðan sem að enginn skal afskrifa. Það er eitt af þessum liðum sem maður myndi nefna. París, ég held að þeir hafi leikmennina í þetta - en þeir þekkja það ekki að vinna með þessa leikmenn. Þeir fara til Barcelona og vinna 4-1, þó að Barcelona sé ekki sama Barcelona og við höfum séð. Þeir senda ákveðinn skilaboð.“ „Þetta eru þessi þrjú lið sem maður lítur til. Það er Bayern, PSG og City eins og staðan er í dag,“ bætti Gummi við. Umræðuna má heyra eftir rúmar þrettán mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Meistaradeild Evrópu Sportið í dag Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Gummi Ben var gestur þeirra Henry og Rikka Gje í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag þar sem strákarnir gerðu upp Meistaradeildinni í vikku. Rikki sá ekki leik City og Borussia og Gummi lýsti honum á þennan hátt: „Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þessi leikur var því ég horfði á þennan leik líka. Þetta var í alvöru eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu í að halda bolta og það væri ekki mörk,“ sagði Gummi og hélt áfram. „Yfirburðirnir voru svo miklir. Þeir héldu boltanum út í eitt og þeir skoruðu þetta mark í fyrri hálfleik. Þeir voru léttir. Þetta var eins þægilegt og það verður en þeir voru stálheppnir hins vegar að fá ekki á sig mark með síðustu spyrnu leiksins þar sem Borussia hefði getað minnkað muninn. Ekki að það hefði skipt neinu máli fyrir síðari hálfleikinn.“ „Ég er sammála þér Rikki að City þurfti ekki að gera allt sitt en þeir gerðu alveg nóg og tilfinning var að ef Mönchengladbach myndi vera með einhverja stæla þá myndu City finna þrjá til fjóra gíra í viðbót og búmm, búmm, búmm.“ Gummi segir að hann hafi þrjú lið í huga hvað varðar að vinna Meistaradeildina. „Við töluðum um Bayern áðan sem að enginn skal afskrifa. Það er eitt af þessum liðum sem maður myndi nefna. París, ég held að þeir hafi leikmennina í þetta - en þeir þekkja það ekki að vinna með þessa leikmenn. Þeir fara til Barcelona og vinna 4-1, þó að Barcelona sé ekki sama Barcelona og við höfum séð. Þeir senda ákveðinn skilaboð.“ „Þetta eru þessi þrjú lið sem maður lítur til. Það er Bayern, PSG og City eins og staðan er í dag,“ bætti Gummi við. Umræðuna má heyra eftir rúmar þrettán mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Meistaradeild Evrópu Sportið í dag Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira