Brynja og Sara semja við Universal: „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2021 14:31 Brynja og Sara elska að vinna saman. Þær eru fimmtán ára og sautján ára. „Þetta gaf mér heimsathygli, frábæra lífsreynslu og æðislegt að fá að kynnast íslensku tónlistarfólki,“ segir Brynja Mary sem er nýorðin sautján ára og stundar nám við Wisseloord Academy í heimsfrægu stúdíoi í Amsterdam. Hún tók þátt í Söngvakeppninni á síðasta ári þá aðeins 16 ára gömul og var töluvert fjallað um hennar þátttöku þá. Brynja hefur nú gert samning við Universial Music í Danmörku og það ásamt yngri systur sinni, Söru Victoriu sem er að klára síðasta árið í grunnskóla í tónlistar heimavistarskóla í Danmörku á tónlistarbraut. Hún segist hafa gaman af því að vinna með eldri systur sinni. „Gæti ekki hugsað mér neitt betra þar sem við erum mjög tengdar og bestu vinkonur og höfum alltaf verið. Við höfum alltaf gert allt saman, hvort sem það er dans, leiklist eða tónlist. Við erum skemmtilega ólíkar, en vinnum mjög vel saman þar sem við vegum hvora aðra upp,“ segir Sara. Í dag gefa þær út lagið Don't forget about me. „Lagið fjallar um ótta við að missa vini sína. Fjölskylda okkar hefur flutt oft á lífsleiðinni og þrátt fyrir að það hafi verið mikil reynsla fyrir okkur, þá hefur það líka verið mjög erfitt að yfirgefa vini okkar. Við erum hræddar um að gamlir vinir okkar muni gleyma okkur þegar við erum fluttar í burtu og við getum ekki hist. Við erum hræddar um að minningar okkar dugi ekki til, til að halda vináttu okkar á lofti,“ segir Brynja. Fyrsta lagið þeirra saman kemur út í dag. Brynja hefur í raun verið í samstarfi við plötufyrirtæki frá því að hún var þrettán ára. „Plötuútgáfufyrirtækið í Kaupmannahöfn bauð okkur að koma í fimm daga að skrifa tónlist saman sem systra dúett með mismunandi fólki og frábærum pródúsentum úr bransanum. Það gekk svona rosalega vel og úr urðu fimm góð lög og Don´t forget about me var eitt af þeim. Þeir voru yfir sig ánægðir með okkur og útkomuna og buðust til að gera kynningarpakka um okkur og sendu á stóru plötuútgáfufyrirtækin og Universal Music Denmark var eitt af þeim. Universal féllu alveg fyrir okkur og laginu, okkar einstaka stíl, raddir okkar saman, okkar persónuleikum og sögu, bæði sem listamenn og systur,“ segir Brynja en þær voru boðaðar á fund og fengu um leið samningstilboð. Vilja verða fyrirmyndir. „Þetta er allt yndislegt og fólk sem lætur okkur líða vel, alveg eins og heima hjá okkur. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Tilfinningin okkar sagði okkur að þetta væri rétt ákvörðun og við hlökkum mikið til að vinna með þeim, og framtíðarinnar,“ segir Brynja. „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir fyrir bæði yngri og eldri. Við viljum að fólk viti að það getur gert allt sem það vill, sama á hvaða aldri, kyn og þjóðerni. Svo dreymir okkur líka um að vera þekktir listamenn sem fólk lítur upp til, standa á stórum sviðum og verða frægar. Það væri verið fullkominn draumur,“ segir Sara. Tónlist Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Brynja hefur nú gert samning við Universial Music í Danmörku og það ásamt yngri systur sinni, Söru Victoriu sem er að klára síðasta árið í grunnskóla í tónlistar heimavistarskóla í Danmörku á tónlistarbraut. Hún segist hafa gaman af því að vinna með eldri systur sinni. „Gæti ekki hugsað mér neitt betra þar sem við erum mjög tengdar og bestu vinkonur og höfum alltaf verið. Við höfum alltaf gert allt saman, hvort sem það er dans, leiklist eða tónlist. Við erum skemmtilega ólíkar, en vinnum mjög vel saman þar sem við vegum hvora aðra upp,“ segir Sara. Í dag gefa þær út lagið Don't forget about me. „Lagið fjallar um ótta við að missa vini sína. Fjölskylda okkar hefur flutt oft á lífsleiðinni og þrátt fyrir að það hafi verið mikil reynsla fyrir okkur, þá hefur það líka verið mjög erfitt að yfirgefa vini okkar. Við erum hræddar um að gamlir vinir okkar muni gleyma okkur þegar við erum fluttar í burtu og við getum ekki hist. Við erum hræddar um að minningar okkar dugi ekki til, til að halda vináttu okkar á lofti,“ segir Brynja. Fyrsta lagið þeirra saman kemur út í dag. Brynja hefur í raun verið í samstarfi við plötufyrirtæki frá því að hún var þrettán ára. „Plötuútgáfufyrirtækið í Kaupmannahöfn bauð okkur að koma í fimm daga að skrifa tónlist saman sem systra dúett með mismunandi fólki og frábærum pródúsentum úr bransanum. Það gekk svona rosalega vel og úr urðu fimm góð lög og Don´t forget about me var eitt af þeim. Þeir voru yfir sig ánægðir með okkur og útkomuna og buðust til að gera kynningarpakka um okkur og sendu á stóru plötuútgáfufyrirtækin og Universal Music Denmark var eitt af þeim. Universal féllu alveg fyrir okkur og laginu, okkar einstaka stíl, raddir okkar saman, okkar persónuleikum og sögu, bæði sem listamenn og systur,“ segir Brynja en þær voru boðaðar á fund og fengu um leið samningstilboð. Vilja verða fyrirmyndir. „Þetta er allt yndislegt og fólk sem lætur okkur líða vel, alveg eins og heima hjá okkur. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Tilfinningin okkar sagði okkur að þetta væri rétt ákvörðun og við hlökkum mikið til að vinna með þeim, og framtíðarinnar,“ segir Brynja. „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir fyrir bæði yngri og eldri. Við viljum að fólk viti að það getur gert allt sem það vill, sama á hvaða aldri, kyn og þjóðerni. Svo dreymir okkur líka um að vera þekktir listamenn sem fólk lítur upp til, standa á stórum sviðum og verða frægar. Það væri verið fullkominn draumur,“ segir Sara.
Tónlist Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira