Hvíta húsið heitir ríkjunum 70 prósent fleiri skömmtum á viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 23:34 Víða í Bandaríkjunum hafa svokallar „pop-up“ bólusetningamiðstöðvar verið opnaðar til að þjóna ákveðnum samfélögum. epa/Justin Lane Til stendur að opna gríðarstóra bólusetningamiðstöð í Houston þar sem gefa á 126 þúsund bóluefnaskammta á næstu þremur vikum. Þá vinna heilbrigðisyfirvöld í Nevada að því nótt sem nýtan dag að framkvæmda bólusetningar sem hafa tafist. Á Rhode Island er verið að endurskipuleggja bólusetningar sem frestuðust þegar skammtar bárust ekki á réttum tíma. Allt er þetta til marks um það mikla átak sem stendur nú yfir til að komu bólusetningum í Bandaríkjunum aftur á áætlun eftir að miklir vetrarstormar leiddu til lokana á heilbrigðisstofnunum, tafa á afhendingu bóluefna og frestun bólusetninga. Áætlað er að notkun um 6 milljón skammta hafi frestast vegna veðursins en áður en það gekk yfir var þegar komið hikst í bólusetningavélina vegna takmarkaðs framboðs. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins greindi hins vegar frá því í dag að á næstu vikum yrði gefið í. Ríki gætu átt von á 14,5 milljón skömmtum á viku í stað 8,6 milljón skömmtum líkt og í janúar. Miklar vetrarhörkur hafa gert usla víða í Bandaríkjunum. Í Round Lake í Illinois féllu 40 sentimetrar af snjó aðfaranótt 16. febrúar.epa/Tannen Maury Biden lofar öllum bóluefni fyrir júlílok Fleiri en 44 milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefnum Pfizer og Moderna og um 1,4 milljónir fengu annað hvort fyrsta eða annan skammt hvern dag síðustu sjö daga. Jafnvel þótt smitum og dauðsföllum virðist vera að fækka í Bandaríkjunum segja sérfræðingar ólíklegt að það megi rekja til bólusetninganna. Ástæðan sé frekar sú að jólahátíðin sé yfirstaðin, að fólk sé að halda sig heima vegna veðurs og að fleiri sinni nú grímuskyldu og öðrum sóttvarnaráðstöfunum. Þá vara þeir við því að þróunin gæti snúist við vegna nýrra afbrigða SARS-CoV-2. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að allir þeir sem vilja þiggja bólusetningu ættu að hafa fengið hana fyrir áður en júlí er á enda. Eins og fyrr segir hefur eftirspurnin eftir bóluefnum verið langt umfram framboðið en Pfizer og Moderna gera ráð fyrir að hafa afhent 300 milljón skammta hvort í sumar og þá gerir Johnson & Johnson ráð fyrir að vera búin að afhenda 100 milljón skammta. Það nægir til að bólusetja bandarísku þjóðina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Á Rhode Island er verið að endurskipuleggja bólusetningar sem frestuðust þegar skammtar bárust ekki á réttum tíma. Allt er þetta til marks um það mikla átak sem stendur nú yfir til að komu bólusetningum í Bandaríkjunum aftur á áætlun eftir að miklir vetrarstormar leiddu til lokana á heilbrigðisstofnunum, tafa á afhendingu bóluefna og frestun bólusetninga. Áætlað er að notkun um 6 milljón skammta hafi frestast vegna veðursins en áður en það gekk yfir var þegar komið hikst í bólusetningavélina vegna takmarkaðs framboðs. Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins greindi hins vegar frá því í dag að á næstu vikum yrði gefið í. Ríki gætu átt von á 14,5 milljón skömmtum á viku í stað 8,6 milljón skömmtum líkt og í janúar. Miklar vetrarhörkur hafa gert usla víða í Bandaríkjunum. Í Round Lake í Illinois féllu 40 sentimetrar af snjó aðfaranótt 16. febrúar.epa/Tannen Maury Biden lofar öllum bóluefni fyrir júlílok Fleiri en 44 milljónir Bandaríkjamanna hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefnum Pfizer og Moderna og um 1,4 milljónir fengu annað hvort fyrsta eða annan skammt hvern dag síðustu sjö daga. Jafnvel þótt smitum og dauðsföllum virðist vera að fækka í Bandaríkjunum segja sérfræðingar ólíklegt að það megi rekja til bólusetninganna. Ástæðan sé frekar sú að jólahátíðin sé yfirstaðin, að fólk sé að halda sig heima vegna veðurs og að fleiri sinni nú grímuskyldu og öðrum sóttvarnaráðstöfunum. Þá vara þeir við því að þróunin gæti snúist við vegna nýrra afbrigða SARS-CoV-2. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að allir þeir sem vilja þiggja bólusetningu ættu að hafa fengið hana fyrir áður en júlí er á enda. Eins og fyrr segir hefur eftirspurnin eftir bóluefnum verið langt umfram framboðið en Pfizer og Moderna gera ráð fyrir að hafa afhent 300 milljón skammta hvort í sumar og þá gerir Johnson & Johnson ráð fyrir að vera búin að afhenda 100 milljón skammta. Það nægir til að bólusetja bandarísku þjóðina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira