Tannlaus Eva Laufey grætur úr hlátri: „Ég kem bara inn til að laga tennurnar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. febrúar 2021 11:56 „Ég er ekkert feimin við þetta, þetta eru bara tennur,“ segir Eva Laufey í samtali við Vísi. Skjáskot „Nú er Instagram aðeins að blekkja. Ég er núna búin að vera að setja inn myndir af tökunum, ofboðsleg skvís, ofboðsleg skvís!“ segir dagskrágerðarkonan Eva Laufey Kjaran í nýjust færslu sinni á Instagram. Eva situr við spegil, uppstríluð og fín þar sem hún er að gera sig tilbúna fyrir tökur á nýjasta þætti sínum Blindur Bakstur. Hún byrjar á því að útskýra að hún hafi lent í tannveseni þegar hún var yngri og má þá sjá að hún á mjög erfitt með að halda í sér hlátrinum. „Ég datt og tönnin, hún dó og svo var hún löguð,“ segir Eva þá komin í hláturskast. Svo fer hún úr mynd og tekur út úr sér góminn. „Ég er rosa fín frú hérna frammi og svo kem ég bara hér inn til að laga tennurnar," segir hún og grætur hreinlega úr hlátri. Hér má sjá Instagram myndbandið í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) Þegar blaðamaður náði tali af Evu rétt áðan var hún á leið sinni í tökur og var afar stutt í hláturskastið þegar erindið var borið upp. Blaðamaður átti í mesta basli við að spyrja um söguna á bak við tannvesenið sökum hláturs en fékk þó þessar upplýsingar á endanum. „Ég er ekkert feimin við þetta, þetta eru bara tennur,“ segir Eva og útskýrir að hún hafi nýlega fengið sýkingu í tönnina, þessa sem skaddaðist þegar hún var yngri, og í kjölfarið hafi þurft að fjarlæga hana. „Ég datt þegar ég var ung og tönnin var bara rótarfyllt en hún er bara búin að virka vel í öll þessi ár. Svo núna tuttugu árum síðar var ekkert annað í stöðunni en að fjarlægja hana eftir þetta sýkingarvesen allt. En í millitíðinni, áður en ég fæ nýja tönn, þá fæ ég að vera með svona líka fínan góm,“ segir Eva og hlær sínum mjög svo smitandi hlátri. „Þetta hentar allavega mjög vel í sjónvarpi, það er nokkuð víst,“ segir Eva svo að lokum. Bíó og sjónvarp Eva Laufey Grín og gaman Tengdar fréttir Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00 Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 „Þakklát fyrir það í dag að hafa lent á þessum vegg“ Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er matarbloggari, sjónvarpskokkur, útvarpskona, samfélagsmiðlastjarna og margt annað en hún ræddi við Snæbjörn Ragnarsson og allt á milli himins og jarðar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. 29. desember 2020 07:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Hún byrjar á því að útskýra að hún hafi lent í tannveseni þegar hún var yngri og má þá sjá að hún á mjög erfitt með að halda í sér hlátrinum. „Ég datt og tönnin, hún dó og svo var hún löguð,“ segir Eva þá komin í hláturskast. Svo fer hún úr mynd og tekur út úr sér góminn. „Ég er rosa fín frú hérna frammi og svo kem ég bara hér inn til að laga tennurnar," segir hún og grætur hreinlega úr hlátri. Hér má sjá Instagram myndbandið í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) Þegar blaðamaður náði tali af Evu rétt áðan var hún á leið sinni í tökur og var afar stutt í hláturskastið þegar erindið var borið upp. Blaðamaður átti í mesta basli við að spyrja um söguna á bak við tannvesenið sökum hláturs en fékk þó þessar upplýsingar á endanum. „Ég er ekkert feimin við þetta, þetta eru bara tennur,“ segir Eva og útskýrir að hún hafi nýlega fengið sýkingu í tönnina, þessa sem skaddaðist þegar hún var yngri, og í kjölfarið hafi þurft að fjarlæga hana. „Ég datt þegar ég var ung og tönnin var bara rótarfyllt en hún er bara búin að virka vel í öll þessi ár. Svo núna tuttugu árum síðar var ekkert annað í stöðunni en að fjarlægja hana eftir þetta sýkingarvesen allt. En í millitíðinni, áður en ég fæ nýja tönn, þá fæ ég að vera með svona líka fínan góm,“ segir Eva og hlær sínum mjög svo smitandi hlátri. „Þetta hentar allavega mjög vel í sjónvarpi, það er nokkuð víst,“ segir Eva svo að lokum.
Bíó og sjónvarp Eva Laufey Grín og gaman Tengdar fréttir Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00 Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 „Þakklát fyrir það í dag að hafa lent á þessum vegg“ Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er matarbloggari, sjónvarpskokkur, útvarpskona, samfélagsmiðlastjarna og margt annað en hún ræddi við Snæbjörn Ragnarsson og allt á milli himins og jarðar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. 29. desember 2020 07:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00
Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00
„Þakklát fyrir það í dag að hafa lent á þessum vegg“ Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er matarbloggari, sjónvarpskokkur, útvarpskona, samfélagsmiðlastjarna og margt annað en hún ræddi við Snæbjörn Ragnarsson og allt á milli himins og jarðar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. 29. desember 2020 07:00