Ætla að lenda á Mars í kvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2021 14:01 Hér má sjá Þrautseigju á Mars. Eða öllu heldur tölvuteikningu af jeppanum enda er hann ekki kominn niður á plánetuna. AP/NASA Þrautseigja, nýjasti Mars-jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, á að lenda á Mars stuttu fyrir klukkan níu í kvöld. Hálft ár er frá því jeppanum var skotið á loft. Lendingin er erfiðasti áfangi ferðarinnar. Jeppinn þarf að hægja allsvakalega á sér, en þegar hann fer sem hraðast fer hann um tuttugu þúsund kílómetra á klukkustund. Á þeim hraða gæti maður keyrt frá Reykjavík til Akureyrar á rúmri mínútu. Þrautseigja, eða Perserverance á ensku, á að komast inn í lofthjúp rauðu plánetunnar klukkan 20.48. Sjö mínútum síðar er áætluð lending í Jezero-gígnum. Hvað finnur jeppinn? Það sem er einna áhugaverðast við lendinguna er annars vegar hversu miklum búnaði jeppinn er útbúinn og hins vegar það hvar hann lendir. Þetta er þróaðasta tækið sem NASA hefur sent á Mars. Jeppinn er útbúinn fjölda myndavéla, borvéla og hljóðnema. Þessi tæki munu öll nýtast vel við að skila upplýsingum aftur heim til jarðar. Og það er nóg af áhugaverðum upplýsingum sem gætu fundist í Jezero-gígnum. Gervihnattarmyndir benda til þess að þar hafi áður verið stærðarinnar stöðuvatn. Eins og blaðamaður breska ríkisútvarpsins orðar það þá getur það vel verið að þar sem vatn var í miklu magni hafi líf verið líka. Þrautseigja mun því skoða jarðveginn í von um að finna ummerki um fornar örverur. Erfitt verkefni Breska ríkisútvarpið hafði eftir Matt Wallace, einum af stjórnendum verkefnisins, að lendingar á Mars séu eitt það allra erfiðasta sem geimvísindamenn fengist við. „Næstum helmingur allra lendinga á Mars hefur mistekist. Þannig það verður ansi strembið að komast niður á plánetuna á öruggan hátt.“ NASA hefur náð átta sinnum að lenda á rauðu plánetunni. Mars Vísindi Geimurinn Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Lendingin er erfiðasti áfangi ferðarinnar. Jeppinn þarf að hægja allsvakalega á sér, en þegar hann fer sem hraðast fer hann um tuttugu þúsund kílómetra á klukkustund. Á þeim hraða gæti maður keyrt frá Reykjavík til Akureyrar á rúmri mínútu. Þrautseigja, eða Perserverance á ensku, á að komast inn í lofthjúp rauðu plánetunnar klukkan 20.48. Sjö mínútum síðar er áætluð lending í Jezero-gígnum. Hvað finnur jeppinn? Það sem er einna áhugaverðast við lendinguna er annars vegar hversu miklum búnaði jeppinn er útbúinn og hins vegar það hvar hann lendir. Þetta er þróaðasta tækið sem NASA hefur sent á Mars. Jeppinn er útbúinn fjölda myndavéla, borvéla og hljóðnema. Þessi tæki munu öll nýtast vel við að skila upplýsingum aftur heim til jarðar. Og það er nóg af áhugaverðum upplýsingum sem gætu fundist í Jezero-gígnum. Gervihnattarmyndir benda til þess að þar hafi áður verið stærðarinnar stöðuvatn. Eins og blaðamaður breska ríkisútvarpsins orðar það þá getur það vel verið að þar sem vatn var í miklu magni hafi líf verið líka. Þrautseigja mun því skoða jarðveginn í von um að finna ummerki um fornar örverur. Erfitt verkefni Breska ríkisútvarpið hafði eftir Matt Wallace, einum af stjórnendum verkefnisins, að lendingar á Mars séu eitt það allra erfiðasta sem geimvísindamenn fengist við. „Næstum helmingur allra lendinga á Mars hefur mistekist. Þannig það verður ansi strembið að komast niður á plánetuna á öruggan hátt.“ NASA hefur náð átta sinnum að lenda á rauðu plánetunni.
Mars Vísindi Geimurinn Tækni Bandaríkin Tengdar fréttir Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31