Sportið í dag: Liverpool á heima í íslensku deildunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 13:32 Mohamed Salah fagnar marki sínu á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Salah kom Liverpool í 1-0 en Leicester vann leikinn 3-1. Getty/Carl Recine Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld og strákarnir í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag ræddu leiki kvöldsins í þætti dagsins. Það eru margir að velta fyrir sér hvernig Liverpool lið menn fá að sjá í kvöld. Liverpool og Barcelona hafa bæði verið í basli á þessu tímabili og þau eru bæði í eldlínunni í kvöld. Liverpool heimsækir þá þýska liðið RB Leipzig en Börsungar frá Paris Saint Germain í heimsókn. Það var tilvalið fyrir þá Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgi Gunnarsson að ræða leikina í kvöld sem verða báðir sýndir beint á sportstöðvunum. „Ég held að Liverpool fari áfram úr þessu einvígi en ég held að Liverpool vinni ekki leikinn í kvöld. Það er rosaleg jafnteflislykt af þessum leik. 1-1 er rosalega líkleg úrslit,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég hugsa um síðustu leiki Leipzig gegn enskum liðum. Þeir pökkuðu United saman í leiknum sem skipti máli en steinlágu á Old Trafford. Svo mættu þeir Tottenham rétt áður en öllu var lokað. Þeir tóku Tottenham og þetta er ofboðslega skemmtilegt lið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þeir eru búnir að vera að spila með falskar níur og eru með marga leikmenn sem geta dottið niður á völlinn. Þetta er fyrst og fremst óútreiknanlegt taktískt undur sem Julian Nagelsmann stillir oft upp,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að þetta verði mjög áhugavert og það sé von á hverju sem er. Eins og takturinn er upp og niður hjá Liverpool þá á Liverpool liggur við heima í íslensku deildunum því maður veit ekkert hvað maður fær frá þeim,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Það má finna allt spjallið þeirra og allan þáttinn hér fyrir ofan. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir „Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Liverpool og Barcelona hafa bæði verið í basli á þessu tímabili og þau eru bæði í eldlínunni í kvöld. Liverpool heimsækir þá þýska liðið RB Leipzig en Börsungar frá Paris Saint Germain í heimsókn. Það var tilvalið fyrir þá Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgi Gunnarsson að ræða leikina í kvöld sem verða báðir sýndir beint á sportstöðvunum. „Ég held að Liverpool fari áfram úr þessu einvígi en ég held að Liverpool vinni ekki leikinn í kvöld. Það er rosaleg jafnteflislykt af þessum leik. 1-1 er rosalega líkleg úrslit,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég hugsa um síðustu leiki Leipzig gegn enskum liðum. Þeir pökkuðu United saman í leiknum sem skipti máli en steinlágu á Old Trafford. Svo mættu þeir Tottenham rétt áður en öllu var lokað. Þeir tóku Tottenham og þetta er ofboðslega skemmtilegt lið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þeir eru búnir að vera að spila með falskar níur og eru með marga leikmenn sem geta dottið niður á völlinn. Þetta er fyrst og fremst óútreiknanlegt taktískt undur sem Julian Nagelsmann stillir oft upp,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að þetta verði mjög áhugavert og það sé von á hverju sem er. Eins og takturinn er upp og niður hjá Liverpool þá á Liverpool liggur við heima í íslensku deildunum því maður veit ekkert hvað maður fær frá þeim,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Það má finna allt spjallið þeirra og allan þáttinn hér fyrir ofan. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir „Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
„Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00