Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 23:29 Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. Getty/Isaac Wong Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. Dominic Dwyer, örverufræðingur hjá WHO, staðfesti þetta í samtali við Reuters, en teymi hans rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins. Teymið hafði óskað eftir frumgögnum um fyrstu staðfestu tilfelli kórónuveirunnar sem hann segir eitthvað sem alltaf sé gert. Þá segir hann að teymið hafi aðeins fengið samantekt um fyrstu tilfellin. Kínversk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en þau hafa áður sagt að þau hafi ekki falið neitt frá stofnuninni. Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Kína til þess að afhenda gögnin sem eru talin mjög mikilvæg í rannsókninni. Í síðustu viku greindi WHO frá því að mjög ólíklegt sé að veiran hafi smitast út úr tilraunastofu í borginni Wuhan, en kenningar þess efnis fóru á flug á síðasta ári. Rekja helming tilfellanna í desember 2019 til fiskmarkaðs Upptök faraldursins má rekja til Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst síðla árs 2019. Síðan þá hafa rúmlega 106 milljón manns greinst með veiruna um allan heim og 2,3 milljónir manna látist af völdum veirunnar. Gögnin sem WHO hefur óskað eftir varð fyrstu 174 tilfelli kórónuveirunnar sem greindust í desember 2019 í Wuhan. Aðeins helmingur þeirra 174 höfðu verið í tengslum við fiskmarkað þar sem veiran er talin hafa smitast fyrst. „Það er ástæðan fyrir því að við höfum óskað eftir þessum gögnum,“ segir Dwyer. „Hvers vegna við fáum þessi gögn ekki afhent, get ég ekki tjáð mig um. Hvort það sé pólitískt, tengist tímanum sem er liðinn eða hvort það sé flókið… hvort það sé af einhverri annarri ástæðu sem við fáum þessi gögn ekki afhent veit ég ekki.“ Skýrslan gæti verið birt í næstu viku Annar meðlimur teymisins, Thea Kolsen Fischer, danskur ónæmisfræðingur, sagði í samtali við The New York Times að hún teldi ástæðuna hápólitíska. „Það vita allir að Kína er undir mjög miklum þrýstingi að rannsaka þetta og það vita líka allir hvað þeim yrði kennt mikið um,“ sagði hún. Dwyer sagði að tregi kínverskra yfirvalda við að afhenda gögnin yrði nefndur í skýrslu teymisins, sem er við það að verða tilbúin. Talið er líklegt að skýrslan birtist í næstu viku. Teymið varði fjórum vikum í Kína, fyrstu tveimur í sóttkví, til þess að rannsaka upptök faraldursins. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Dominic Dwyer, örverufræðingur hjá WHO, staðfesti þetta í samtali við Reuters, en teymi hans rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins. Teymið hafði óskað eftir frumgögnum um fyrstu staðfestu tilfelli kórónuveirunnar sem hann segir eitthvað sem alltaf sé gert. Þá segir hann að teymið hafi aðeins fengið samantekt um fyrstu tilfellin. Kínversk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en þau hafa áður sagt að þau hafi ekki falið neitt frá stofnuninni. Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Kína til þess að afhenda gögnin sem eru talin mjög mikilvæg í rannsókninni. Í síðustu viku greindi WHO frá því að mjög ólíklegt sé að veiran hafi smitast út úr tilraunastofu í borginni Wuhan, en kenningar þess efnis fóru á flug á síðasta ári. Rekja helming tilfellanna í desember 2019 til fiskmarkaðs Upptök faraldursins má rekja til Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst síðla árs 2019. Síðan þá hafa rúmlega 106 milljón manns greinst með veiruna um allan heim og 2,3 milljónir manna látist af völdum veirunnar. Gögnin sem WHO hefur óskað eftir varð fyrstu 174 tilfelli kórónuveirunnar sem greindust í desember 2019 í Wuhan. Aðeins helmingur þeirra 174 höfðu verið í tengslum við fiskmarkað þar sem veiran er talin hafa smitast fyrst. „Það er ástæðan fyrir því að við höfum óskað eftir þessum gögnum,“ segir Dwyer. „Hvers vegna við fáum þessi gögn ekki afhent, get ég ekki tjáð mig um. Hvort það sé pólitískt, tengist tímanum sem er liðinn eða hvort það sé flókið… hvort það sé af einhverri annarri ástæðu sem við fáum þessi gögn ekki afhent veit ég ekki.“ Skýrslan gæti verið birt í næstu viku Annar meðlimur teymisins, Thea Kolsen Fischer, danskur ónæmisfræðingur, sagði í samtali við The New York Times að hún teldi ástæðuna hápólitíska. „Það vita allir að Kína er undir mjög miklum þrýstingi að rannsaka þetta og það vita líka allir hvað þeim yrði kennt mikið um,“ sagði hún. Dwyer sagði að tregi kínverskra yfirvalda við að afhenda gögnin yrði nefndur í skýrslu teymisins, sem er við það að verða tilbúin. Talið er líklegt að skýrslan birtist í næstu viku. Teymið varði fjórum vikum í Kína, fyrstu tveimur í sóttkví, til þess að rannsaka upptök faraldursins.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15
Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21