Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2021 11:54 Félagarnir Kalli Örvars og Kári Stefáns. Á föstudagskvöldi fyrir viku var bankað uppá hjá Kára, þar var mættur nágranni og afhenti honum klósettrúllu. Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. Upp kom upp sú hugdetta í hópnum að gera grín. Eins og ýmsir vita er Kalli sérfræðingur í að herma eftir Kára Stefánssyni. Þeir félagar fundu til símanúmer nágranna Kára og hringdu. Það var svo tekið upp á myndband sem sjá má hér neðar. Vísir ræddi við Kalla en honum brá nokkuð í brún þegar hann áttaði sig á því að myndbandið væri komið í hendurnar á grjóthörðum rannsóknarblaðamanni en náði sér skjótt af því enda um græskulaust gaman að ræða. Hann segir að þeir hafi fyrst lent á nágranna sem bara hló að honum og skellti á. Betur hafi gengið með þann næsta, Svein. Sem brást skjótt við. Sjón er sögu ríkari. Klippa: Símaat Kalla Örvarssonar „Ég er búinn að tala við Kára. Þannig var að hann hefur talað um að ég sé hans innra sjálf. Þannig að ég sendi honum skilaboð þess efnis að hugsanlega hafi það farið á stjá og orðið á axarskaft,“ segir Kalli. Þetta var á þriðjudaginn en þá var Kalli búinn að sveiflast á milli þess að hafa móral yfir hrekknum og þess að telja, eða vona öllu heldur, að þetta væri í lagi. En það komu upp efasemdir þannig að hann ákvað að gefa sig fram. Hefndin kemur þegar Kalli á sér einskis ills von „Þú skalt ekki halda það, Karl Örvarsson,“ segir Kalli og hermir eftir Kára og samtali þeirra, „að þú komist upp með þetta án þess að fá eitthvað til baka. Og það verður þegar þú átt síst von á.“ Kári sem sagt hyggur á hefndir en Kalli segir að hann hafi að öðru leyti tekið þessu vel og haft húmor fyrir uppátækinu. Og enginn hafi meiðst. Kalli segir að í sjónvarpinu á sínum tíma hafi verið þáttur sem heitir Tekinn. Þá hafi einn verið að atast í öðrum. Nú hafi þetta verið þannig að hvorugur sem tók þátt hafi vitað af þessu og því megi þetta heita Tvítekinn. „Það er sem sagt bankað uppá hjá Kára, honum rétt rúlla og sagt: Vonandi batnar þér í maganum. Og fengið svarið: Það er ekkert að mér í maganum… eða, ég veit ekki alveg hvernig það samtal fór fram.“ Þeir félagar hittust fyrr í vetur í Bítinu og fór þá vel á með þeim. Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Upp kom upp sú hugdetta í hópnum að gera grín. Eins og ýmsir vita er Kalli sérfræðingur í að herma eftir Kára Stefánssyni. Þeir félagar fundu til símanúmer nágranna Kára og hringdu. Það var svo tekið upp á myndband sem sjá má hér neðar. Vísir ræddi við Kalla en honum brá nokkuð í brún þegar hann áttaði sig á því að myndbandið væri komið í hendurnar á grjóthörðum rannsóknarblaðamanni en náði sér skjótt af því enda um græskulaust gaman að ræða. Hann segir að þeir hafi fyrst lent á nágranna sem bara hló að honum og skellti á. Betur hafi gengið með þann næsta, Svein. Sem brást skjótt við. Sjón er sögu ríkari. Klippa: Símaat Kalla Örvarssonar „Ég er búinn að tala við Kára. Þannig var að hann hefur talað um að ég sé hans innra sjálf. Þannig að ég sendi honum skilaboð þess efnis að hugsanlega hafi það farið á stjá og orðið á axarskaft,“ segir Kalli. Þetta var á þriðjudaginn en þá var Kalli búinn að sveiflast á milli þess að hafa móral yfir hrekknum og þess að telja, eða vona öllu heldur, að þetta væri í lagi. En það komu upp efasemdir þannig að hann ákvað að gefa sig fram. Hefndin kemur þegar Kalli á sér einskis ills von „Þú skalt ekki halda það, Karl Örvarsson,“ segir Kalli og hermir eftir Kára og samtali þeirra, „að þú komist upp með þetta án þess að fá eitthvað til baka. Og það verður þegar þú átt síst von á.“ Kári sem sagt hyggur á hefndir en Kalli segir að hann hafi að öðru leyti tekið þessu vel og haft húmor fyrir uppátækinu. Og enginn hafi meiðst. Kalli segir að í sjónvarpinu á sínum tíma hafi verið þáttur sem heitir Tekinn. Þá hafi einn verið að atast í öðrum. Nú hafi þetta verið þannig að hvorugur sem tók þátt hafi vitað af þessu og því megi þetta heita Tvítekinn. „Það er sem sagt bankað uppá hjá Kára, honum rétt rúlla og sagt: Vonandi batnar þér í maganum. Og fengið svarið: Það er ekkert að mér í maganum… eða, ég veit ekki alveg hvernig það samtal fór fram.“ Þeir félagar hittust fyrr í vetur í Bítinu og fór þá vel á með þeim.
Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira