Eyddi meira en mínútu í að laga hárið áður en hann hitaði upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 13:00 Isco hefur varla tekið þátt i þessu tímabili hjá Real Madrid og var líklega að senda Zinedine Zidane skilaboð. Getty/Jose Breton Real Madrid leikmaðurinn Isco náði að hneyksla marga þegar hann hitaði upp fyrir síðasta leik spænska stórliðsins. Þetta hefur ekki verið merkilegt tímabil fyrir hinn 28 ára gamla Isco sem hefur enn ekki skorað mark á tímabilinu og þarf oftast að sætta sig við það að dúsa á varamannabekknum hjá Real Madrid. Zinedine Zidane sendi hann út að hita upp í leik Real Madrid og Getafe í spænsku deildinni í vikunni. Real vann leikinn 2-0 en Isco fékk ekki nema fjórtán mínútur. Isco var hins vegar búinn að hneyksla stóran hluta stuðningsmanna Real Madrid löngu áður en hann kom inn á völlinn. Það hefur nefnilega mikið verið gert úr hegðun hans eftir að Zidane sendi hann út að hita. Fans tear into Isco for taking well over a minute to sort out his HAIR before warming up https://t.co/3tGEFBxMvL— MailOnline Sport (@MailSport) February 11, 2021 Isco eyddi nefnilega einni mínútu og tuttugu sekúndum í það að laga hárið á sér áður en hann byrjaði upphitun sína á hliðarlínunni. Stuðningsmenn Real Madrid saka leikmanninn um að hafa sýnt Zinedine Zidane vanvirðingu með þessu háttalagi sínu. Isco er hárprúður maður og eyddi öllum þessum tíma í að setja hárið í tagl. Það á ekki að taka eina mínútu og tuttugu sekúndur. Isco bleytti hárið margoft og dundaði sér við þetta fyrir framan augun á þjálfara sínum. Hann kom loksins inn á völlinn á 76. mínútu og leysti af Marco Asensio. Karim Benzema og Ferland Mendy höfðu þá þegar komið Real Madrid í 2-0 sem urðu svo úrslit leiksins. Þetta var í ellefta skiptið sem Isco kemur inn á sem varamaður á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki. Isco átti síðast þátt í marki hjá Real Madrid í 2-0 sigri á Granada á Þorláksmessu. Hann átti þá stoðsendingu á Karim Benzema í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 78. mínútu. Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú getur sungið í sturtunni heima hjá þér en það er ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira
Þetta hefur ekki verið merkilegt tímabil fyrir hinn 28 ára gamla Isco sem hefur enn ekki skorað mark á tímabilinu og þarf oftast að sætta sig við það að dúsa á varamannabekknum hjá Real Madrid. Zinedine Zidane sendi hann út að hita upp í leik Real Madrid og Getafe í spænsku deildinni í vikunni. Real vann leikinn 2-0 en Isco fékk ekki nema fjórtán mínútur. Isco var hins vegar búinn að hneyksla stóran hluta stuðningsmanna Real Madrid löngu áður en hann kom inn á völlinn. Það hefur nefnilega mikið verið gert úr hegðun hans eftir að Zidane sendi hann út að hita. Fans tear into Isco for taking well over a minute to sort out his HAIR before warming up https://t.co/3tGEFBxMvL— MailOnline Sport (@MailSport) February 11, 2021 Isco eyddi nefnilega einni mínútu og tuttugu sekúndum í það að laga hárið á sér áður en hann byrjaði upphitun sína á hliðarlínunni. Stuðningsmenn Real Madrid saka leikmanninn um að hafa sýnt Zinedine Zidane vanvirðingu með þessu háttalagi sínu. Isco er hárprúður maður og eyddi öllum þessum tíma í að setja hárið í tagl. Það á ekki að taka eina mínútu og tuttugu sekúndur. Isco bleytti hárið margoft og dundaði sér við þetta fyrir framan augun á þjálfara sínum. Hann kom loksins inn á völlinn á 76. mínútu og leysti af Marco Asensio. Karim Benzema og Ferland Mendy höfðu þá þegar komið Real Madrid í 2-0 sem urðu svo úrslit leiksins. Þetta var í ellefta skiptið sem Isco kemur inn á sem varamaður á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki. Isco átti síðast þátt í marki hjá Real Madrid í 2-0 sigri á Granada á Þorláksmessu. Hann átti þá stoðsendingu á Karim Benzema í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 78. mínútu.
Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú getur sungið í sturtunni heima hjá þér en það er ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira
„Þú getur sungið í sturtunni heima hjá þér en það er ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“