Ásdís fórnaði Ólympíuleikunum fyrir móðurhlutverkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Ásdís Hjálmsdóttir sést hér kasta spjótinu á Ólympíuleikinum í Ríó í Brasilíu árið 2016. Getty/Shaun Botterill Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppir ekki á Ólympíuleikunum í Tókýó en hefur ástæðu til að fagna öðrum sigri á sama tíma og leikarnir fara fram. „Nú þegar sannleikurinn er kominn fram í dagsljósið þá get ég sagt ykkur alla söguna,“ byrjar nýjasti pistill íslensku afrekskonunnar Ásdísar Hjálmsdóttir. Hún fer nánar yfir ástæður þess að hún frestaði ekki að setja skóna upp á hilluna þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er ófrísk og á að eignast sitt fyrsta barn um það leiti og Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í ágúst. Ásdís sagði ekki frá barnaplönum sínum síðasta haust þegar hún setti skóna upp á hillu en núna er hún tilbúin að segja alla söguna. „Svo margir trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar ég skipti ekki um skoðun um að hætta þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Hvernig getur þú hætt minna en einu ári fyrir leikana?,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud í færslu á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Ef ég segi alveg eins og er þá voru allar ástæðurnar sem ég gaf upp í haust réttar en ég sagði samt ekki frá aðalástæðunni,“ skrifaði Ásdís og hélt áfram. „Við viljum eignast börn og ég var að verða 35 ára og eggin mín eru ekki að verða ferskari. Það var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka áhættu með,“ skrifaði Ásdís. „Í stað þess að stíga út á hlaupabrautina í ágúst þá verð ég í staðinn að eignast barn og ég myndi ekki skipta á því fyrir neitt annað í heiminum,“ skrifaði Ásdís en það má sjá færslu hennar hér fyrir ofan. Ásdís Hjálmsdóttir ætlaði að enda ferilinn með því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikunum í röð en hún tók einnig þátt á ÓL í Peking 2008, ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016. Ásdís keppti alls á fjórtán stórmótum fyrir Íslands hönd því auk Ólympíuleikanna þá fór hún á sex Evrópumót og fimm heimsmeistaramót. Ásdís á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,43 metrar en hún er eina íslenska konan sem hefur kastað yfir 56 metra. Ásdís kastaði tuttugu sinnum yfir sextíu metra á ferlinum og á 83 bestu köstin í sögu íslenskra spjótkastskvenna. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
„Nú þegar sannleikurinn er kominn fram í dagsljósið þá get ég sagt ykkur alla söguna,“ byrjar nýjasti pistill íslensku afrekskonunnar Ásdísar Hjálmsdóttir. Hún fer nánar yfir ástæður þess að hún frestaði ekki að setja skóna upp á hilluna þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er ófrísk og á að eignast sitt fyrsta barn um það leiti og Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í ágúst. Ásdís sagði ekki frá barnaplönum sínum síðasta haust þegar hún setti skóna upp á hillu en núna er hún tilbúin að segja alla söguna. „Svo margir trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar ég skipti ekki um skoðun um að hætta þegar Ólympíuleikunum var frestað um eitt ár. Hvernig getur þú hætt minna en einu ári fyrir leikana?,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud í færslu á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Ef ég segi alveg eins og er þá voru allar ástæðurnar sem ég gaf upp í haust réttar en ég sagði samt ekki frá aðalástæðunni,“ skrifaði Ásdís og hélt áfram. „Við viljum eignast börn og ég var að verða 35 ára og eggin mín eru ekki að verða ferskari. Það var bara eitthvað sem ég var ekki tilbúin að taka áhættu með,“ skrifaði Ásdís. „Í stað þess að stíga út á hlaupabrautina í ágúst þá verð ég í staðinn að eignast barn og ég myndi ekki skipta á því fyrir neitt annað í heiminum,“ skrifaði Ásdís en það má sjá færslu hennar hér fyrir ofan. Ásdís Hjálmsdóttir ætlaði að enda ferilinn með því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikunum í röð en hún tók einnig þátt á ÓL í Peking 2008, ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016. Ásdís keppti alls á fjórtán stórmótum fyrir Íslands hönd því auk Ólympíuleikanna þá fór hún á sex Evrópumót og fimm heimsmeistaramót. Ásdís á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,43 metrar en hún er eina íslenska konan sem hefur kastað yfir 56 metra. Ásdís kastaði tuttugu sinnum yfir sextíu metra á ferlinum og á 83 bestu köstin í sögu íslenskra spjótkastskvenna.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira