Aftur stórmót í golfi í Garðabæ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2021 17:31 EM stúlkna í golfi fer fram á Urriðavelli í Heiðmörk. mynd/GSÍ Sumarið 2022 verður haldið stórmót í golfi á Íslandi þegar Evrópumót stúlknalandsliða fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ. Í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands kemur fram að undirbúningur fyrir mótið, sem er í höndum GSÍ, Odds og Golfsambands Evrópu, sé nú þegar hafinn. Einu sinni áður hefur stórmót í golfi farið fram hér á landi en það var einnig á Urriðavelli, þegar EM kvenna var haldið þar sumarið 2016. Búast má við því að vel á annað hundrað keppendur, þjálfarar og fylgdarlið mæti á mótið þarnæsta sumar, frá 20 löndum. Keppendur verða fremstu áhugakylfingar Evrópu, úr hópi 18 ára kvenna og yngri. Evrópumót stúlknalandsliða fór fyrst fram árið 1991 og var haldið á tveggja ára fresti til ársins 1999 en hefur síðan verið haldið árlega. Mótið á Ísland verður númer 27 í röðinni. Síðast fór mótið fram í Slóvakíu og þar fögnuðu Þjóðverjar sigri. „Hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland“ Haukur Örn Birgisson er forseti Golfsambands Íslands sem og Golfsambands Evrópu. Í tilkynningu frá GSÍ segist hann meðal annars hlakka til að geta gefið erlendum keppendum færi á að heimsækja Íslands: „Við erum afar stolt af því að Ísland hafi verið valið sem áfangastaður fyrir Evrópumót í golfi. Evrópska golfsambandið var mjög ánægt með framkvæmdina árið 2016 og það sama má segja um keppendur í því móti. Evrópumót landsliða eru stærstu mót sem EGA stendur fyrir ár hvert og þessi mót eru ávallt haldin á bestu golfvöllum Evrópu. Í þessu vali felst því mikil viðurkenning fyrir Urriðavöll og félagsmenn í Golfklúbbnum Oddi. Með GSÍ-hattinn á mér hlakka ég mikið til áskorunarinnar sem felst í því að halda svona merkilegt golfmót og með EGA-hattinn á mér get ég ekki annað sagt en að ég hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland af þessu tilefni,“ segir Haukur Örn. Golf Garðabær Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands kemur fram að undirbúningur fyrir mótið, sem er í höndum GSÍ, Odds og Golfsambands Evrópu, sé nú þegar hafinn. Einu sinni áður hefur stórmót í golfi farið fram hér á landi en það var einnig á Urriðavelli, þegar EM kvenna var haldið þar sumarið 2016. Búast má við því að vel á annað hundrað keppendur, þjálfarar og fylgdarlið mæti á mótið þarnæsta sumar, frá 20 löndum. Keppendur verða fremstu áhugakylfingar Evrópu, úr hópi 18 ára kvenna og yngri. Evrópumót stúlknalandsliða fór fyrst fram árið 1991 og var haldið á tveggja ára fresti til ársins 1999 en hefur síðan verið haldið árlega. Mótið á Ísland verður númer 27 í röðinni. Síðast fór mótið fram í Slóvakíu og þar fögnuðu Þjóðverjar sigri. „Hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland“ Haukur Örn Birgisson er forseti Golfsambands Íslands sem og Golfsambands Evrópu. Í tilkynningu frá GSÍ segist hann meðal annars hlakka til að geta gefið erlendum keppendum færi á að heimsækja Íslands: „Við erum afar stolt af því að Ísland hafi verið valið sem áfangastaður fyrir Evrópumót í golfi. Evrópska golfsambandið var mjög ánægt með framkvæmdina árið 2016 og það sama má segja um keppendur í því móti. Evrópumót landsliða eru stærstu mót sem EGA stendur fyrir ár hvert og þessi mót eru ávallt haldin á bestu golfvöllum Evrópu. Í þessu vali felst því mikil viðurkenning fyrir Urriðavöll og félagsmenn í Golfklúbbnum Oddi. Með GSÍ-hattinn á mér hlakka ég mikið til áskorunarinnar sem felst í því að halda svona merkilegt golfmót og með EGA-hattinn á mér get ég ekki annað sagt en að ég hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland af þessu tilefni,“ segir Haukur Örn.
Golf Garðabær Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira