Skipulagði flóttann í hálft annað ár Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2021 13:26 Peter Madsen var handtekinn á stað um 400 og 500 metrum utan veggja fangelsisins. EPA/Nils Meilvang Dómstóll í Danmörku dæmdi í morgun danska morðingjann og uppfinningamanninn Peter Madsen í 21 mánaða fangelsi fyrir tilraun sína til að flýja úr Herstedvester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í október í fyrra. Hann afplánar nú þegar lífstíðardóm fyrir kynferðisbrot og morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Danskir fjölmiðlar segja frá því að fram hafi komið að Madsen hafi verið í á hálft annað ár að skipuleggja flóttann. Dómarinn í málinu sagði við uppkvaðningu dómsins að Madsen hafi í flóttatilraun sinni beitt annað fólk grófu ofbeldi, burtséð frá því hverjar fyrirætlanir hans hafi verið. Hann hafi skipulagt flóttann í lengri tíma og misnotað þær undanþágur sem hann hafi fengið, meðal annars til að búa til gervibyssu og gervisprengibelti. Madsen sagði við meðferð málsins að ástæða þess að hann fór að skipuleggja flótta hafi verið þá að á vordögum 2019 hafi fangelsismálayfirvöld takmarkað möguleika hans á að fá heimsóknir í fangelsið. Í flóttatilrauninni tók hann fangelsissálfræðing í gíslingu og hótaði honum og fangavörðum ofbeldi. Honum tókst að komast úr út fangelsinu en var handtekinn fimm mínútum síðar, milli 400 og 500 metrum frá veggjum fangelsisins. Saksóknari fór fram á tveggja til tveggja og hálfs árs fangelsi í málinu. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á Wall. Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Aðkoma að sjónvarpsþáttum um leitina að Wall bjargaði foreldrum hennar Foreldrar blaðamannsins Kim Wall segja að aðkoma þeirra að sjónvarpsþáttaröð um morðið á dóttur þeirra hafi verið það eina sem kom í veg fyrir að þau féllu ofan í djúpan og dimman pytt. 7. febrúar 2021 22:09 Lögregla segir Madsen hafa fengið aðstoð við flóttann Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. 21. október 2020 10:19 Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Danskir fjölmiðlar segja frá því að fram hafi komið að Madsen hafi verið í á hálft annað ár að skipuleggja flóttann. Dómarinn í málinu sagði við uppkvaðningu dómsins að Madsen hafi í flóttatilraun sinni beitt annað fólk grófu ofbeldi, burtséð frá því hverjar fyrirætlanir hans hafi verið. Hann hafi skipulagt flóttann í lengri tíma og misnotað þær undanþágur sem hann hafi fengið, meðal annars til að búa til gervibyssu og gervisprengibelti. Madsen sagði við meðferð málsins að ástæða þess að hann fór að skipuleggja flótta hafi verið þá að á vordögum 2019 hafi fangelsismálayfirvöld takmarkað möguleika hans á að fá heimsóknir í fangelsið. Í flóttatilrauninni tók hann fangelsissálfræðing í gíslingu og hótaði honum og fangavörðum ofbeldi. Honum tókst að komast úr út fangelsinu en var handtekinn fimm mínútum síðar, milli 400 og 500 metrum frá veggjum fangelsisins. Saksóknari fór fram á tveggja til tveggja og hálfs árs fangelsi í málinu. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á Wall. Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Aðkoma að sjónvarpsþáttum um leitina að Wall bjargaði foreldrum hennar Foreldrar blaðamannsins Kim Wall segja að aðkoma þeirra að sjónvarpsþáttaröð um morðið á dóttur þeirra hafi verið það eina sem kom í veg fyrir að þau féllu ofan í djúpan og dimman pytt. 7. febrúar 2021 22:09 Lögregla segir Madsen hafa fengið aðstoð við flóttann Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. 21. október 2020 10:19 Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Aðkoma að sjónvarpsþáttum um leitina að Wall bjargaði foreldrum hennar Foreldrar blaðamannsins Kim Wall segja að aðkoma þeirra að sjónvarpsþáttaröð um morðið á dóttur þeirra hafi verið það eina sem kom í veg fyrir að þau féllu ofan í djúpan og dimman pytt. 7. febrúar 2021 22:09
Lögregla segir Madsen hafa fengið aðstoð við flóttann Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. 21. október 2020 10:19
Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12
Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09