Hlynur fimm sóknarfráköstum frá því að eiga öll frákastametin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 14:01 Hlynur Bæringsson sést hér vera búinn að taka eitt frákast til viðbótar í Domino´s deildinni. Vísir/Vilhelm Hlynur Bæringsson er aðeins fimm sóknarfráköstum frá því að jafna met Guðmundar Bragasonar yfir flest sóknarfráköst í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta. Guðmundur Bragason tók á sínum tíma 1243 sóknarfráköst í 348 leikjum í úrvalsdeildinni en Hlynur er núna kominn með 1238 sóknarfráköst í 331 leik. Hlynur hefur tekið sautján sóknafráköst í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar eða 2,1 að meðaltali í leik. Það gæti því tekið hann meira en tvo leiki til viðbótar að ná metinu en Hlynur hefur tekið sjö sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum og er því að hækka meðaltali sitt á þeim vígstöðvum. Guðmundur Bragason átti öll frákastametin í langan tíma en Hlynur hefur þegar komust upp fyrir hann í heildarfráköstum og í varnarfráköstum. Nú gæti síðasta metið hans Guðmundar fallið í næstu leikjum Stjörnumanna. Guðmundur Bragason hefur átt metið yfir flest sóknarfráköst nær samfellt í meira þrjá áratugi þó að John Kevin Rhodes hafi komist upp fyrir hann um tíma á miðjum tíunda áratugnum. Guðmundur komst aftur í efsta sætið tímabilið 1999-2000 eftir að hafa komið aftur heim úr atvinnumennsku. Hann hefur því átt metið síðan haustið 1999 eða í meira en 21 ár. Guðmundur getur reyndar komið því að það var ekki tekin frákastatölfræði á hans fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni sem var veturinn 1987-1988 en það voru reyndar bara sextán deildarleikir spilaðir þann veturinn. Hlynur Bæringsson er þegar búinn að ná 284 fleiri heildarfráköstum en Guðmundur Bragason en hér eru aðeins tekin til fráköst í deildarleikjum þeirra. Hlynur er nú kominn með 3544 fráköst i 331 leik eða 10,7 að meðaltali í leik. Guðmundur var með 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Friðrik Erlendur Stefánsson var aðeins 48 fráköstum frá því að ná frákastameti Guðmundar þegar hann setti skóna sína upp á hillu en Hlynur eignaðist metið yfir flest heildarfráköst í úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Næstu á eftir Hlyni á listanum yfir sóknafráköst af núverandi leikmönnum Domino´s deildarinnar eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson en þeir hafa allir aðeins tekið um helminginn af sóknafráköstum Hlyns. Næsti leikur Hlyns Bæringssonar og félaga í Stjörnunni er á móti ÍR á heimavelli í kvöld en Stjarnan spilar síðan við KR á fimmtudaginn. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sjá meira
Guðmundur Bragason tók á sínum tíma 1243 sóknarfráköst í 348 leikjum í úrvalsdeildinni en Hlynur er núna kominn með 1238 sóknarfráköst í 331 leik. Hlynur hefur tekið sautján sóknafráköst í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar eða 2,1 að meðaltali í leik. Það gæti því tekið hann meira en tvo leiki til viðbótar að ná metinu en Hlynur hefur tekið sjö sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum og er því að hækka meðaltali sitt á þeim vígstöðvum. Guðmundur Bragason átti öll frákastametin í langan tíma en Hlynur hefur þegar komust upp fyrir hann í heildarfráköstum og í varnarfráköstum. Nú gæti síðasta metið hans Guðmundar fallið í næstu leikjum Stjörnumanna. Guðmundur Bragason hefur átt metið yfir flest sóknarfráköst nær samfellt í meira þrjá áratugi þó að John Kevin Rhodes hafi komist upp fyrir hann um tíma á miðjum tíunda áratugnum. Guðmundur komst aftur í efsta sætið tímabilið 1999-2000 eftir að hafa komið aftur heim úr atvinnumennsku. Hann hefur því átt metið síðan haustið 1999 eða í meira en 21 ár. Guðmundur getur reyndar komið því að það var ekki tekin frákastatölfræði á hans fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni sem var veturinn 1987-1988 en það voru reyndar bara sextán deildarleikir spilaðir þann veturinn. Hlynur Bæringsson er þegar búinn að ná 284 fleiri heildarfráköstum en Guðmundur Bragason en hér eru aðeins tekin til fráköst í deildarleikjum þeirra. Hlynur er nú kominn með 3544 fráköst i 331 leik eða 10,7 að meðaltali í leik. Guðmundur var með 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Friðrik Erlendur Stefánsson var aðeins 48 fráköstum frá því að ná frákastameti Guðmundar þegar hann setti skóna sína upp á hillu en Hlynur eignaðist metið yfir flest heildarfráköst í úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Næstu á eftir Hlyni á listanum yfir sóknafráköst af núverandi leikmönnum Domino´s deildarinnar eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson en þeir hafa allir aðeins tekið um helminginn af sóknafráköstum Hlyns. Næsti leikur Hlyns Bæringssonar og félaga í Stjörnunni er á móti ÍR á heimavelli í kvöld en Stjarnan spilar síðan við KR á fimmtudaginn. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum