Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni Benedikt Grétarsson skrifar 7. febrúar 2021 21:51 Finnur Freyr Stefánsson var ekki sáttur eftir tapið fyrir Haukum. vísir/hulda margrét „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum bara of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. Finnur hafði nokkrar skýringar á tapinu. „Við vorum daprir sóknarlega á löngum köflum og fengum aðallega líf frá Miguel Cardoso sem náði að skora og skapa eitthvað fyrir okkur. Vörnin þeirra hertist og við náum bara ekki að búa okkur til nógu góð skot undir lokin.“ Er óhætt að nota „arfaslakt“ til að lýsa frammistöðu Vals í fyrsta leikhluta? „Arfaslakt er hárrétt orð fyrir þessa frammistöðu.“ sagði Finnur hreinskilinn og bætti við að meiðsli Kristófers Acox hefðu svo sannarlega ekki hjálpað í þessum slag. „Hann er bara búinn að vera tæpur og gat ekki spilað síðasta leik. Við gerðum okkur vonir að hann gæti spilað þennan leik en hann fær verk í kálfann stuttu fyrir leik. Við ákváðum að prófa hann en það sást bara strax í byrjun að hann var ekki leikfær og kannski vitleysa hjá okkur að reyna að þjösnast á honum. Kannski hafði þetta einhver áhrif á byrjunina hjá okkur, það var vont að missa hann út.“ Valsmenn blésu í herlúðra fyrir tímabil en gengið hefur ekki verið gott. Er staða liðsins áhyggjuefni? „Já, að sjálfsögðu. Það er fyrst og fremst spilamennskan sem er áhyggjuefni myndi ég segja. Deildin er gríðarlega jöfn og við erum bara búnir að vera slakir í alltof mörgum leikjum, Það er stóra áhyggjuefnið og við þurfum að nýta landsleikjahléið mjög vel. Fyrst þurfum við samt að byrja á því að mæta stemmdari í næsta leik, gegn Keflavík á föstudaginn,“ sagði Finnur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Dominos-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Finnur hafði nokkrar skýringar á tapinu. „Við vorum daprir sóknarlega á löngum köflum og fengum aðallega líf frá Miguel Cardoso sem náði að skora og skapa eitthvað fyrir okkur. Vörnin þeirra hertist og við náum bara ekki að búa okkur til nógu góð skot undir lokin.“ Er óhætt að nota „arfaslakt“ til að lýsa frammistöðu Vals í fyrsta leikhluta? „Arfaslakt er hárrétt orð fyrir þessa frammistöðu.“ sagði Finnur hreinskilinn og bætti við að meiðsli Kristófers Acox hefðu svo sannarlega ekki hjálpað í þessum slag. „Hann er bara búinn að vera tæpur og gat ekki spilað síðasta leik. Við gerðum okkur vonir að hann gæti spilað þennan leik en hann fær verk í kálfann stuttu fyrir leik. Við ákváðum að prófa hann en það sást bara strax í byrjun að hann var ekki leikfær og kannski vitleysa hjá okkur að reyna að þjösnast á honum. Kannski hafði þetta einhver áhrif á byrjunina hjá okkur, það var vont að missa hann út.“ Valsmenn blésu í herlúðra fyrir tímabil en gengið hefur ekki verið gott. Er staða liðsins áhyggjuefni? „Já, að sjálfsögðu. Það er fyrst og fremst spilamennskan sem er áhyggjuefni myndi ég segja. Deildin er gríðarlega jöfn og við erum bara búnir að vera slakir í alltof mörgum leikjum, Það er stóra áhyggjuefnið og við þurfum að nýta landsleikjahléið mjög vel. Fyrst þurfum við samt að byrja á því að mæta stemmdari í næsta leik, gegn Keflavík á föstudaginn,“ sagði Finnur að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Dominos-deild karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira