Aðkoma að sjónvarpsþáttum um leitina að Wall bjargaði foreldrum hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 22:09 Peter Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Foreldrar blaðamannsins Kim Wall segja að aðkoma þeirra að sjónvarpsþáttaröð um morðið á dóttur þeirra hafi verið það eina sem kom í veg fyrir að þau féllu ofan í djúpan og dimman pytt. Wall var myrt þegar hún hugðist taka viðtal við uppfinningamanninn Peter Madsen um borð í heimasmíðuðum kafbát hans í Kaupmannahöfn árið 2017. Joachim og Ingrid Wall, sem bæði eru sænskir blaðamenn, tóku virkan þátt í leitinni að dóttur sinni. Kafbáturinn fannst hálfsokkinn daginn eftir að hin 30 ára Wall fór og hitti Madsen en Madsen var handtekinn og síðar ákærður eftir að líkamshlutar Wall fundust á nokkrum stöðum í Køge-flóa. Madsen varð margsaga um hvað hafði átt sér stað og hélt því fram á tímabili að um slys hefði verið að ræða. Foreldrar Wall gáfust hins vegar aldrei upp en sjónvarpsþáttaröðin The Investigation fjallar um bæði um leitina að dóttur þeirra og ástríðu hennar fyrir blaðamennsku. „Hún var stórkostleg ung kona“ „Þetta var eina leiðin til að komast í gegnum þetta; að gera eitthvað gott úr þessu,“ sögðu foreldrar Wall í viðtali við Sky News. Fyrir þau hefði verið afar mikilvægt að þættirnir snérust ekki um Madsen. „Það gefur okkur tilgang að segja umheiminum frá því hver Kim var, að minnast hennar ekki sem fórnarlambs glæps heldur sem dótturinnar, unnustunnar, systurinnar, blaðamannsins, vinarins sem hún var,“ segja þau. „Hún var hæfileikarík, stórkostleg ung kona. Við vonum að hennar verði minnst á þann veg.“ Joachim og Ingrid hafa stofnað sjóð til minningar um Kim, sem mun styðja við ungar blaðakonur sem vilja ferðast um heiminn og flytja þaðan fregnir. Frétt Sky News. Morðið á Kim Wall Danmörk Svíþjóð Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Wall var myrt þegar hún hugðist taka viðtal við uppfinningamanninn Peter Madsen um borð í heimasmíðuðum kafbát hans í Kaupmannahöfn árið 2017. Joachim og Ingrid Wall, sem bæði eru sænskir blaðamenn, tóku virkan þátt í leitinni að dóttur sinni. Kafbáturinn fannst hálfsokkinn daginn eftir að hin 30 ára Wall fór og hitti Madsen en Madsen var handtekinn og síðar ákærður eftir að líkamshlutar Wall fundust á nokkrum stöðum í Køge-flóa. Madsen varð margsaga um hvað hafði átt sér stað og hélt því fram á tímabili að um slys hefði verið að ræða. Foreldrar Wall gáfust hins vegar aldrei upp en sjónvarpsþáttaröðin The Investigation fjallar um bæði um leitina að dóttur þeirra og ástríðu hennar fyrir blaðamennsku. „Hún var stórkostleg ung kona“ „Þetta var eina leiðin til að komast í gegnum þetta; að gera eitthvað gott úr þessu,“ sögðu foreldrar Wall í viðtali við Sky News. Fyrir þau hefði verið afar mikilvægt að þættirnir snérust ekki um Madsen. „Það gefur okkur tilgang að segja umheiminum frá því hver Kim var, að minnast hennar ekki sem fórnarlambs glæps heldur sem dótturinnar, unnustunnar, systurinnar, blaðamannsins, vinarins sem hún var,“ segja þau. „Hún var hæfileikarík, stórkostleg ung kona. Við vonum að hennar verði minnst á þann veg.“ Joachim og Ingrid hafa stofnað sjóð til minningar um Kim, sem mun styðja við ungar blaðakonur sem vilja ferðast um heiminn og flytja þaðan fregnir. Frétt Sky News.
Morðið á Kim Wall Danmörk Svíþjóð Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira