Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 15:16 Úígúrar í Tyrklandi árið 2018 að mótmæla framferði yfirvalda í Kían gagnvart þjóðflokknum. AP/Lefteris Pitarakis Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. AP fréttaveitan segir þingmenn stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi hafa vakið athygli á málinu en engar sannanir hafi þó litið dagsins ljós. Þingmennirnir og Úígúrar óttast þó að ráðamenn í Kína séu að nota sendingar bóluefna til Tyrklands til að fá yfirvöld í Tyrklandi til að samþykkja framsalssamning á milli ríkjanna. Samningur þessi var saminn fyrir mörgum árum en hefur ekki verið staðfestur. Kínverjar staðfestu hann þó óvænt í desember og er búist við því að hann fari fyrir tyrkneska þingið í næsta mánuði. Úígúrar eru þjóðflokkur múslima í Xinjiang héraði í Kína sem á rætur sínar að rekja til Tyrklands. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að konur hafi verið beytta kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í þessum búðum. Í desember fóru sendingar bóluefna frá Kína til Tyrklands að dragast aftur úr áætlun og nú hefur um þriðjungur þess bóluefnis sem Tyrkjum var lofað að fyrir lok janúar borist. Yildirim Kaya, þingmaður í stærsta stjórnarandstöðuflokk Tyrklands, hefur spurt opinberlega hvort yfirvöld í Kína séu að kúga Tyrki til að flytja Úígúra sem hafa flúið Kína aftur til landsins. Hann hefur lagt fram formlega fyrirspurn til ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta, en ekki fengið svar. Ráðamenn í Kína hafa sagt þessar vangaveltur ærumeiðandi og ekkert sé til í þeim. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði sömuleiðis í desember að tafir á bóluefnasendingum tengdust málefni Úígúra ekkert. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Handtökum fjölgað AP segir að Tyrkir hafi enn sem komið er ekki framselt marga Úígúra til Kína. Hins vegar hafi fjöldi handtaka á undanförnum vikum vakið óhug meðal þeirra um 50 þúsund Úígúra sem búa í Tyrklandi. Þá sagði sendiherra Tyrklands í Kína nýverið að Tyrkir kynnu að meta samvinnu ríkjanna á sviði dómsmála. Lögmenn þeirra Úígúra sem hafa verið handteknir í Tyrklandi segja handtökurnar pólitískar. Ráðamenn í Tyrklandi voru á árum áður harðorðir í garð Kína vegna þess hvernig komið hefur verið fram við Úígúra þar í landi. Erdogan lýsti meðferðinni fyrst sem þjóðarmorði fyrir rúmum áratug. Sá tónn hefur þó breyst verulega á undanförnum árum. Samhliða versnandi sambandi Tyrklands og vesturlanda, hefur samband Tyrklands og Kína skánað mjög og efnahagssamstarf ríkjanna aukist. Kína Tyrkland Tengdar fréttir Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
AP fréttaveitan segir þingmenn stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi hafa vakið athygli á málinu en engar sannanir hafi þó litið dagsins ljós. Þingmennirnir og Úígúrar óttast þó að ráðamenn í Kína séu að nota sendingar bóluefna til Tyrklands til að fá yfirvöld í Tyrklandi til að samþykkja framsalssamning á milli ríkjanna. Samningur þessi var saminn fyrir mörgum árum en hefur ekki verið staðfestur. Kínverjar staðfestu hann þó óvænt í desember og er búist við því að hann fari fyrir tyrkneska þingið í næsta mánuði. Úígúrar eru þjóðflokkur múslima í Xinjiang héraði í Kína sem á rætur sínar að rekja til Tyrklands. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að konur hafi verið beytta kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í þessum búðum. Í desember fóru sendingar bóluefna frá Kína til Tyrklands að dragast aftur úr áætlun og nú hefur um þriðjungur þess bóluefnis sem Tyrkjum var lofað að fyrir lok janúar borist. Yildirim Kaya, þingmaður í stærsta stjórnarandstöðuflokk Tyrklands, hefur spurt opinberlega hvort yfirvöld í Kína séu að kúga Tyrki til að flytja Úígúra sem hafa flúið Kína aftur til landsins. Hann hefur lagt fram formlega fyrirspurn til ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan, forseta, en ekki fengið svar. Ráðamenn í Kína hafa sagt þessar vangaveltur ærumeiðandi og ekkert sé til í þeim. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði sömuleiðis í desember að tafir á bóluefnasendingum tengdust málefni Úígúra ekkert. Sjá einnig: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Handtökum fjölgað AP segir að Tyrkir hafi enn sem komið er ekki framselt marga Úígúra til Kína. Hins vegar hafi fjöldi handtaka á undanförnum vikum vakið óhug meðal þeirra um 50 þúsund Úígúra sem búa í Tyrklandi. Þá sagði sendiherra Tyrklands í Kína nýverið að Tyrkir kynnu að meta samvinnu ríkjanna á sviði dómsmála. Lögmenn þeirra Úígúra sem hafa verið handteknir í Tyrklandi segja handtökurnar pólitískar. Ráðamenn í Tyrklandi voru á árum áður harðorðir í garð Kína vegna þess hvernig komið hefur verið fram við Úígúra þar í landi. Erdogan lýsti meðferðinni fyrst sem þjóðarmorði fyrir rúmum áratug. Sá tónn hefur þó breyst verulega á undanförnum árum. Samhliða versnandi sambandi Tyrklands og vesturlanda, hefur samband Tyrklands og Kína skánað mjög og efnahagssamstarf ríkjanna aukist.
Kína Tyrkland Tengdar fréttir Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent