Veðjaði 452 milljónum á sigur Tom Brady í SuperBowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 10:01 Jim McIngvale er tilbúinn að veðja hundruðum milljóna á íþróttakappleiki en ekki er vitað hvaða skoðun eiginkonan Linda McIngvale hefur á því. Getty/Bob Levey Það er einn maður sem hefur mikla trú á því að hinn 43 ára gamli Tom Brady vinni sinn sjöunda NFL-titil í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Þótt að flestir telji Tom Brady vera besta leikmann sögunnar og hafi mikla trú á honum í SuperBowl leiknum á móti Kansas City Chiefs þá er verkefnið afar erfitt. Kansas City Chiefs liðið er ríkjandi meistari og hefur nánast verið óstöðvandi með Patrick Mahomes í leikstjórnendastöðunni. Mahomes virðist eiga lausnir við flestu því sem varnir mótherjanna bjóða honum upp á og með hann innanborðs þá hefur Chiefs unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum þar af fimm leiki í röð í úrslitakeppni. Það er samt einn maður í Bandaríkjunum sem er tilbúinn að veðja stórum fjárhæðum á sigur Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. The Man. The Myth. The Legend. Houston-based furniture chain owner Jim McIngvale, otherwise known as "Mattress Mack," has wagered $3.46 million on the Tampa Bay Buccaneers +3.5 for #SuperBowl. The bet would have a total payout of about $6.18 million. ( : @DKSportsbook) pic.twitter.com/EcrzEY3eXM— Front Office Sports (@FOS) February 4, 2021 Sá heitir Jim McIngvale og er mun þekktari undir nafninu „Mattress Mack“ en hann rekur risa húsgangavöruverslunarkeðju í Texas. Mattress Mack er einnig þekktur fyrir að veðja miklu á stærstu íþróttakappleikina í Bandaríkjunum og Super Bowl í ár er þar engin undantekning. Jim McIngvale ákvað að setja 3,46 milljónir Bandaríkjadala á sigur Tampa Bay Buccaneers í leiknum sem og að liðið vinni upp 3,5 stiga forskotið sem þeim er gefið fyrir leikinn. Jim "Mattress Mack" McIngvale, who is known for making giant sports bets, has placed the largest wager on Super Bowl LV so far $3.46 million on the underdog Buccaneers at +3.5 pic.twitter.com/rwGPmXkHED— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 3,46 milljónir dollara eru 452 milljónir íslenskra króna. Vinni Tom Brady og Tampa Bay Buccaneers liðið leikinn þá mun Jim McIngvale hafa 807 milljónir króna upp úr krafsinu. Hann mun því hagnast um 355 milljónir króna. Mattress Mack hefur reynda tapað miklum peningi á því að veðja á lið sem hefur tapað. Hann veðjaði sem dæmi mörgum milljónum á sigur Houston Astros í úrslitum hafnaboltans árið 2019 en liðið tapaði þá í oddaleik á móti Washington Nationals. Það má búast við því að Mattress Mack fylgist spenntur með leiknum eins og milljónir manna út um allan heim. Hér á Íslandi verður Super Bowl leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL Ofurskálin Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Þótt að flestir telji Tom Brady vera besta leikmann sögunnar og hafi mikla trú á honum í SuperBowl leiknum á móti Kansas City Chiefs þá er verkefnið afar erfitt. Kansas City Chiefs liðið er ríkjandi meistari og hefur nánast verið óstöðvandi með Patrick Mahomes í leikstjórnendastöðunni. Mahomes virðist eiga lausnir við flestu því sem varnir mótherjanna bjóða honum upp á og með hann innanborðs þá hefur Chiefs unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum þar af fimm leiki í röð í úrslitakeppni. Það er samt einn maður í Bandaríkjunum sem er tilbúinn að veðja stórum fjárhæðum á sigur Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. The Man. The Myth. The Legend. Houston-based furniture chain owner Jim McIngvale, otherwise known as "Mattress Mack," has wagered $3.46 million on the Tampa Bay Buccaneers +3.5 for #SuperBowl. The bet would have a total payout of about $6.18 million. ( : @DKSportsbook) pic.twitter.com/EcrzEY3eXM— Front Office Sports (@FOS) February 4, 2021 Sá heitir Jim McIngvale og er mun þekktari undir nafninu „Mattress Mack“ en hann rekur risa húsgangavöruverslunarkeðju í Texas. Mattress Mack er einnig þekktur fyrir að veðja miklu á stærstu íþróttakappleikina í Bandaríkjunum og Super Bowl í ár er þar engin undantekning. Jim McIngvale ákvað að setja 3,46 milljónir Bandaríkjadala á sigur Tampa Bay Buccaneers í leiknum sem og að liðið vinni upp 3,5 stiga forskotið sem þeim er gefið fyrir leikinn. Jim "Mattress Mack" McIngvale, who is known for making giant sports bets, has placed the largest wager on Super Bowl LV so far $3.46 million on the underdog Buccaneers at +3.5 pic.twitter.com/rwGPmXkHED— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 3,46 milljónir dollara eru 452 milljónir íslenskra króna. Vinni Tom Brady og Tampa Bay Buccaneers liðið leikinn þá mun Jim McIngvale hafa 807 milljónir króna upp úr krafsinu. Hann mun því hagnast um 355 milljónir króna. Mattress Mack hefur reynda tapað miklum peningi á því að veðja á lið sem hefur tapað. Hann veðjaði sem dæmi mörgum milljónum á sigur Houston Astros í úrslitum hafnaboltans árið 2019 en liðið tapaði þá í oddaleik á móti Washington Nationals. Það má búast við því að Mattress Mack fylgist spenntur með leiknum eins og milljónir manna út um allan heim. Hér á Íslandi verður Super Bowl leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25.
NFL Ofurskálin Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira