Ægir Þór: Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin Atli Arason skrifar 4. febrúar 2021 23:15 Ægir Þór var frábær í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, átti enn einn frábæran leik á þessum tímabili þegar Stjarnan sótti tvö stig í Njarðvík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Lokatölur 96-88 Stjörnunni í vil. Ægir gerði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar, 49% stoðsendinga Stjörnunnar fóru í gegnum hendur Ægis. Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, minntist sérstaklega á það í viðtali fyrir leik að Njarðvíkingar yrðu að stöðva Ægi til að stöðva Stjörnuna. Einar sagði Ægi vera prímus mótor liðsins. Aðspurður um ummæli Einars var Ægir hógvær. „Við erum með það gott lið að sama hvað ég geri, þá opnast fyrir alla. Það er enginn aukin pressa á mér. Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin, þannig þetta er engin flókin uppskrift af því sem ég er að gera. Við erum bara jafnir og við höfum sýnt það í vetur að sumir geta skorað og sumir þurfa ekki að skora, eins og við sjáum út alla leikina þá er jafnt skorað,“ svaraði Ægir. „Fyrst og fremst þá náðum við að byrja þetta að krafti og það setur tóninn út leikinn en svo dettur einhvern veginn dampurinn úr okkur þegar það líður á. Þeir breyta um taktík og það hefur áhrif á vörnina okkar fannst mér, frekar en sóknina. Fráköst og 50/50 boltar komu Njarðvík aftur inn í leikinn en svo siglum við sigrinum heim.“ Ægir fór oft á eintal með Kristni Óskarssyni dómara í leiknum og virtist Ægir alls ekki sáttur á tímabili. Ægir vildi þó ekkert gefa upp hvað fór fram í þessum samtölum. „Það er bara samtal okkar á milli. Maður er alltaf að leita af einhverjum villum, sérstaklega þegar maður er að keyra á körfuna þá finnst maður eiga rétt á því að fá eitthvað. Ég held að ég hafi svolítið misst mig í leiknum hvað það varðar og ég þarf að fókusa meira á að klára sterkt á körfuna frekar en að vera að væla yfir einhverjum villum,“ sagði Ægir Þór. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍR núna strax eftir helgi. Ægir segir aðalmál þessa tímabils sé að endurheimta rétt á milli leikja og tengja saman sigra. „Ég held það sé rauði þráðurinn í gegnum tímabilið, að tengja tvo sigurleiki. Eins og við sjáum, þú getur átt góðan leik og svo þarftu virkilega að rembast til að vinna þann næsta. Það sem þarf að gerast núna er að við þurfum að læra hvernig á að recover-a, hvernig við ætlum að undirbúa okkur, hvernig við ætlum að spila. Áskorunin er að reyna að tengja saman leiki og vinna þann næsta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar að lokum Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Ægir gerði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar, 49% stoðsendinga Stjörnunnar fóru í gegnum hendur Ægis. Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, minntist sérstaklega á það í viðtali fyrir leik að Njarðvíkingar yrðu að stöðva Ægi til að stöðva Stjörnuna. Einar sagði Ægi vera prímus mótor liðsins. Aðspurður um ummæli Einars var Ægir hógvær. „Við erum með það gott lið að sama hvað ég geri, þá opnast fyrir alla. Það er enginn aukin pressa á mér. Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin, þannig þetta er engin flókin uppskrift af því sem ég er að gera. Við erum bara jafnir og við höfum sýnt það í vetur að sumir geta skorað og sumir þurfa ekki að skora, eins og við sjáum út alla leikina þá er jafnt skorað,“ svaraði Ægir. „Fyrst og fremst þá náðum við að byrja þetta að krafti og það setur tóninn út leikinn en svo dettur einhvern veginn dampurinn úr okkur þegar það líður á. Þeir breyta um taktík og það hefur áhrif á vörnina okkar fannst mér, frekar en sóknina. Fráköst og 50/50 boltar komu Njarðvík aftur inn í leikinn en svo siglum við sigrinum heim.“ Ægir fór oft á eintal með Kristni Óskarssyni dómara í leiknum og virtist Ægir alls ekki sáttur á tímabili. Ægir vildi þó ekkert gefa upp hvað fór fram í þessum samtölum. „Það er bara samtal okkar á milli. Maður er alltaf að leita af einhverjum villum, sérstaklega þegar maður er að keyra á körfuna þá finnst maður eiga rétt á því að fá eitthvað. Ég held að ég hafi svolítið misst mig í leiknum hvað það varðar og ég þarf að fókusa meira á að klára sterkt á körfuna frekar en að vera að væla yfir einhverjum villum,“ sagði Ægir Þór. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn ÍR núna strax eftir helgi. Ægir segir aðalmál þessa tímabils sé að endurheimta rétt á milli leikja og tengja saman sigra. „Ég held það sé rauði þráðurinn í gegnum tímabilið, að tengja tvo sigurleiki. Eins og við sjáum, þú getur átt góðan leik og svo þarftu virkilega að rembast til að vinna þann næsta. Það sem þarf að gerast núna er að við þurfum að læra hvernig á að recover-a, hvernig við ætlum að undirbúa okkur, hvernig við ætlum að spila. Áskorunin er að reyna að tengja saman leiki og vinna þann næsta,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar að lokum
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. 4. febrúar 2021 22:00