„Verðum að læra af liðum sem hafa unnið og KR er eitt af þessum liðum“ Atli Arason skrifar 1. febrúar 2021 21:01 Milka var öflugur, sem fyrr, í kvöld. vísir/vilhelm Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, var mjög ánægður með 86-79 sigur sinna gegn ÍR-ingum í kvöld en sérstaklega í ljósi þess að Keflavík tapaði stórt gegn Stjörnunni í síðasta leik sínum. „Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
„Við vildum ná sigri eftir tapið á föstudag. Við vildum sýna hærra orkustig í dag en við gerðum þá. Fyrir okkur snýst þetta bara um að vera betri með hverjum degi. Ég, Hössi og Deane verðum sýna að við séum leiðtogar og leiða liðið áfram að reyna að verða betri í vörn og sókn,” sagði Milka í viðtali strax eftir leik. Keflavík byrjaði leik liðanna töluvert betur í kvöld og náði strax yfirburða forskoti áður en þeir hleyptu ÍR aftur inn í leikinn og gestirnir náðu að jafna í 67-67 snemma í fjórða leikhluta. „Við eigum enn þá eftir að læra hvernig á að drepa leikinn, það vantar aðeins í drápseðlið hjá okkur. Við náðum 19 stiga forskoti og þá fórum við að reyna að taka snögg skot og þvinga leikinn aðeins. ÍR er með sterkt lið, þeir gáfu okkur ákveðin “match-up” vandamál því þeir eru með snögga leikmenn og marga góða skorara. Þeir náðu fyrir rest að finna taktinn sinn og ná mörgum góðum skotum í röð.” Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í kvöld með 34 stig, 10 fráköst og eina stoðsendingu. Alls 36 framlagspunktar frá Litháanum knáa. Aðspurður um frammistöðu sína í kvöld var Milka þó hógvær „Ég er bara að reyna að spila eins vel og ég get. Reyna að leiða liðið með því að sýna ákveðið fordæmi. Strákarnir voru að finna mig vel í kvöld. Ég er bara að reyna mitt besta,” svaraði Milka. Næsti leikur Keflavíkur er í Vesturbænum gegn núverandi Íslandsmeisturum í KR. Milka er mjög spenntur fyrir þeim leik. „Síðan ég kom til Íslands þá er KR eina liðið sem við höfum ekki unnið enn þá, eða eina liðið sem ég hef ekki unnið enn þá. Við töpuðum tvisvar fyrir þeim í fyrra. Núna er frábært tækifæri fyrir okkur að mæta þeim. Þrátt fyrir að þeir hafa misst marga góða leikmenn þá eru þeir með meistara ættbókina. Þeir eru með leikmenn sem hafa farið í gegnum margt. Ég held að þessi leikur verði frábært próf fyrir okkur sem lið. Ef við viljum vinna titla þá verðum við að læra af liðum sem hafa verið þar og KR er eitt af þessum liðum,” sagði Dominykas Milka að lokum.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Keflavík er aftur komið á sigurbraut, eftir að liðinu var skellt rækilega niður á jörðina gegn Stjörnunni í síðustu umferð. 1. febrúar 2021 19:51
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn