NBA dagsins: LeBron og félagar drápu á sér í bílaborginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2021 14:30 Mason Plumlee beitir öllum brögðum til að stöðva LeBron James. getty/Gregory Shamus Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, áttu ólíku gengi að fagna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar Lakers töpuðu mjög óvænt fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Detriot Pistons, 107-92. Þetta var annað tap Lakers í röð. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Lakers en aðeins tvö þeirra komu í seinni hálfleik. Þá gekk lítið í sóknarleik meistaranna sem skoruðu aðeins 34 stig. Anthony Davis var fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Blake Griffin skoraði 23 stig fyrir Detroit og Wayne Ellington tuttugu. Mason Plumlee skoraði sautján stig og tók tíu fráköst. Þetta var aðeins fimmti sigur Detroit á tímabilinu. Liðið er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar. Aðeins Washington Wizards hefur unnið færri leiki en Detroit. Clippers gerði góða ferð til Flórída og vann silfurlið síðasta tímabils, Miami Heat, 105-109. Fjölmarga leikmenn vantaði í bæði lið. Hjá Clippers voru til dæmis Kawhi Leonard og Paul George fjarverandi og Jimmy Butler lék ekki með Miami. Nicolas Batum skoraði átján stig fyrir Clippers og Lou Williams sautján. Reggie Jackson og Marcus Morris gerðu sextán stig hvor. Clippers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Utah Jazz. Miami er hins vegar í 13. sæti Austurdeildarinnar og hefur aðeins unnið sex leiki í vetur. Tapið í nótt var það fimmta í röð hjá liðinu. Tyler Herro og Bam Adebayo voru bestu menn Miami í nótt. Herro skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, þrettán fráköst og sjö stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Detroit og Lakers og Miami og Clippers auk fimm flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 29. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Meistarar Lakers töpuðu mjög óvænt fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Detriot Pistons, 107-92. Þetta var annað tap Lakers í röð. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Lakers en aðeins tvö þeirra komu í seinni hálfleik. Þá gekk lítið í sóknarleik meistaranna sem skoruðu aðeins 34 stig. Anthony Davis var fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Blake Griffin skoraði 23 stig fyrir Detroit og Wayne Ellington tuttugu. Mason Plumlee skoraði sautján stig og tók tíu fráköst. Þetta var aðeins fimmti sigur Detroit á tímabilinu. Liðið er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar. Aðeins Washington Wizards hefur unnið færri leiki en Detroit. Clippers gerði góða ferð til Flórída og vann silfurlið síðasta tímabils, Miami Heat, 105-109. Fjölmarga leikmenn vantaði í bæði lið. Hjá Clippers voru til dæmis Kawhi Leonard og Paul George fjarverandi og Jimmy Butler lék ekki með Miami. Nicolas Batum skoraði átján stig fyrir Clippers og Lou Williams sautján. Reggie Jackson og Marcus Morris gerðu sextán stig hvor. Clippers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Utah Jazz. Miami er hins vegar í 13. sæti Austurdeildarinnar og hefur aðeins unnið sex leiki í vetur. Tapið í nótt var það fimmta í röð hjá liðinu. Tyler Herro og Bam Adebayo voru bestu menn Miami í nótt. Herro skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, þrettán fráköst og sjö stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Detroit og Lakers og Miami og Clippers auk fimm flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 29. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00