Lífið orðið eins og það var fyrir Covid Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. janúar 2021 20:31 Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi. SKjáskot/Stöð 2 Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna. Myndin hér fyrir neðan gefur nokkra innsýn inn í nýsjálenskan veruleika þessa dagana. Tugir þúsunda saman komnir til að hlusta á sveitina SIX60. Engin tveggja metra regla. Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi og segir daglegt líf orðið eins og það var fyrir faraldurinn. „Það eru tónlistarhátíðir og tónleikar. Það eru allir farnir að faðmast og kyssast aftur. Eina sem er er að landamærin eru lokuð og fólk getur ekki ferðast erlendis.“ Afar fáir smitast Þeir sem koma þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Í gær komu upp smit á farsóttarhúsi í Auckland en fá sem engin innanlandssmit hafa greinst í landinu síðustu vikur. Rúna segir landsmenn ekki hafa miklar áhyggjur af því að faraldurinn blossi upp aftur. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika. Engin tveggja metra regla og allt eins og það var fyrir faraldurinn.Getty/Kerry Marshall „Það kemur alveg upp en þá kannski aðallega upp á það að gera að við verðum sett aftur í lockdown. Það eru svo harðar aðgerðir að það þarf ekki mörg smit til að við gætum farið aftur í lockdown,“ segir Rúna. Hagkerfið á siglingu Þrátt fyrir lokun landamæranna virðast Nýsjálendingar vera að ná ágætis viðspyrnu í efnahagslífinu. Landsframleiðsla fer vaxandi og neysla hefur aukist töluvert. Horfur eru nokkuð góðar jafnvel þótt Jacinda Ardern forsætisráðherra sagði fyrr í vikunni að landamærin gætu jafnvel verið lokuð út árið. Rúna segir að fyrir sig, útlending á Nýja-Sjálandi, sé lokun landamærana erfið en þrátt fyrir erfiðleika beri aðgerðirnar árangur. Ágætur gangur sé í ferðaþjónustu, líkt og hér heima í sumar. „Nýsjálendingar eru bara búnir að vera að ferðast alveg rosalega mikið um landið enda komast þeir ekki til útlanda. Það myndi þá væntanlega geta gerst líka á Íslandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Íslendingar erlendis Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Myndin hér fyrir neðan gefur nokkra innsýn inn í nýsjálenskan veruleika þessa dagana. Tugir þúsunda saman komnir til að hlusta á sveitina SIX60. Engin tveggja metra regla. Rúna Lind Kuru Kristjónsdóttir býr á Nýja-Sjálandi og segir daglegt líf orðið eins og það var fyrir faraldurinn. „Það eru tónlistarhátíðir og tónleikar. Það eru allir farnir að faðmast og kyssast aftur. Eina sem er er að landamærin eru lokuð og fólk getur ekki ferðast erlendis.“ Afar fáir smitast Þeir sem koma þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttarhúsi. Í gær komu upp smit á farsóttarhúsi í Auckland en fá sem engin innanlandssmit hafa greinst í landinu síðustu vikur. Rúna segir landsmenn ekki hafa miklar áhyggjur af því að faraldurinn blossi upp aftur. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika. Engin tveggja metra regla og allt eins og það var fyrir faraldurinn.Getty/Kerry Marshall „Það kemur alveg upp en þá kannski aðallega upp á það að gera að við verðum sett aftur í lockdown. Það eru svo harðar aðgerðir að það þarf ekki mörg smit til að við gætum farið aftur í lockdown,“ segir Rúna. Hagkerfið á siglingu Þrátt fyrir lokun landamæranna virðast Nýsjálendingar vera að ná ágætis viðspyrnu í efnahagslífinu. Landsframleiðsla fer vaxandi og neysla hefur aukist töluvert. Horfur eru nokkuð góðar jafnvel þótt Jacinda Ardern forsætisráðherra sagði fyrr í vikunni að landamærin gætu jafnvel verið lokuð út árið. Rúna segir að fyrir sig, útlending á Nýja-Sjálandi, sé lokun landamærana erfið en þrátt fyrir erfiðleika beri aðgerðirnar árangur. Ágætur gangur sé í ferðaþjónustu, líkt og hér heima í sumar. „Nýsjálendingar eru bara búnir að vera að ferðast alveg rosalega mikið um landið enda komast þeir ekki til útlanda. Það myndi þá væntanlega geta gerst líka á Íslandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Íslendingar erlendis Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira