Segir samsæriskenningar um sig vera klikkaðar og illar Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 10:16 Bill Gates er ekki sáttur við þann aragrúa samsæriskenninga sem hafa verið myndaðar í tengslum við hann en vill skilja hvernig slíkt gerist. Getty/Hou Yu Auðjöfurinn Bill Gates segir magn „klikkaðra“ og „illra“ samsæriskenninga um hann hafa komið sér á óvart. Hann vonast til þess að kenningarnar, sem snúa margar að faraldri nýju kórónuveirunnar og bóluefnum, hverfi á endanum. Gates segist þó vilja skoða þessar samsæriskenningar og það hvernig þær urðu til. Í viðtali við Reuters segir Gates að samsæriskenningar um hann og sóttvarnasérfræðinga eins og Anthony Fauci sé líklega til komnar vegna ótta fólks við faraldurinn og vegna samfélagsmiðla. „Enginn hefði getað spáð fyrir að ég og Dr. Fauci myndum verða svo fyrirferðamiklir í þessum virkilega illu kenningum,“ sagði Gates. Hann steig til hliðar sem formaður stjórnar Microsoft árið 2014 og hefur verið miklu af auði sínum til góðgerðamála. Gates hefur til að mynda varið minnst 1,75 milljarði dala í viðbrögð við faraldrinum á heimsvísu. Þar á meðal í þróun bóluefna og annarra meðferða. Frá and-bóluefnamótmælum í London í vetur. Takið eftir myndinni af Bill Gates á sprautunni.Getty/Ray Tang Mikið af samsæriskenningum um hann snúa að nýju kórónuveirunni. Til að mynda að Gates og Fauci hafi í raun þróað veiruna með því markmiðið að stjórna fólki, þeir séu að græða á faraldrinum og að þeir vilji nota bóluefni til að koma örflögum í fólk. Þó Gates segi þetta ógeðfelldar samsæriskenningar, er hann forvitinn um þær og vill komast að því hvort fólk trúi þessu í alvörunni. Hann vill sömuleiðis skoða hvernig samsæriskenningar breyta hegðun fólks og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir myndun þeirra. Þá fékk Gates fyrsta skammt bóluefnis í síðustu viku. Hann deildi mynd af því á Twitter en samsæriskenningar mynduðust fljótt í tengslum við þá mynd. Gates leyfir fólki ekki að setja athugasemdir við færslur sínar en aðrir geta deilt þeim og samsæringar gera mikið af því. Meðal annars voru einhverjir netverjar sannfærðir um að myndin væri ekki af Bill Gates í alvörunni. One of the benefits of being 65 is that I m eligible for the COVID-19 vaccine. I got my first dose this week, and I feel great. Thank you to all of the scientists, trial participants, regulators, and frontline healthcare workers who got us to this point. pic.twitter.com/67SIfrG1Yd— Bill Gates (@BillGates) January 22, 2021 Aragrúi samsæriskenninga um Gates leiddi til sérstakrar umfjöllunar hjá BBC í fyrra. Þar var fjallað um það af hverju hann væri svo vinsæll skotspónn samsæringa. Var það sett sérstaklega í samhengi við það að árið 2015 hélt Gates ræðu þar sem hann varaði við því að ef eitthvað myndi drepa yfir tíu milljónir manna á næstu áratugum, væri það ekki stríð, heldur veirufaraldur. Samsæringar segja þessa ræðu sanna að einn af heimsins ríkustu mönnum hafi skipulagt að nota faraldur til að ná frekari tökum á heiminum. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ekki flókið af hverju Gates hafi orðið fyrir þessari holskeflu samsæriskenninga. Hann hafi lengi beitt sér í málefnum heilbrigðiskerfa, sé frægur og mjög ríkur. „Samsæriskenningar snúast um að saka valdamikið fólk um að gera hræðilega hluti. Kenningarnar eru í grunninn alltaf þær sömu, nöfnin breytast bara,“ sagði einn sérfræðingur. „Fyrir Bill Gates, var það George Soros og Koch bræðurnir og Rothchild og Rockefeller ættirnar.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Gates segist þó vilja skoða þessar samsæriskenningar og það hvernig þær urðu til. Í viðtali við Reuters segir Gates að samsæriskenningar um hann og sóttvarnasérfræðinga eins og Anthony Fauci sé líklega til komnar vegna ótta fólks við faraldurinn og vegna samfélagsmiðla. „Enginn hefði getað spáð fyrir að ég og Dr. Fauci myndum verða svo fyrirferðamiklir í þessum virkilega illu kenningum,“ sagði Gates. Hann steig til hliðar sem formaður stjórnar Microsoft árið 2014 og hefur verið miklu af auði sínum til góðgerðamála. Gates hefur til að mynda varið minnst 1,75 milljarði dala í viðbrögð við faraldrinum á heimsvísu. Þar á meðal í þróun bóluefna og annarra meðferða. Frá and-bóluefnamótmælum í London í vetur. Takið eftir myndinni af Bill Gates á sprautunni.Getty/Ray Tang Mikið af samsæriskenningum um hann snúa að nýju kórónuveirunni. Til að mynda að Gates og Fauci hafi í raun þróað veiruna með því markmiðið að stjórna fólki, þeir séu að græða á faraldrinum og að þeir vilji nota bóluefni til að koma örflögum í fólk. Þó Gates segi þetta ógeðfelldar samsæriskenningar, er hann forvitinn um þær og vill komast að því hvort fólk trúi þessu í alvörunni. Hann vill sömuleiðis skoða hvernig samsæriskenningar breyta hegðun fólks og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir myndun þeirra. Þá fékk Gates fyrsta skammt bóluefnis í síðustu viku. Hann deildi mynd af því á Twitter en samsæriskenningar mynduðust fljótt í tengslum við þá mynd. Gates leyfir fólki ekki að setja athugasemdir við færslur sínar en aðrir geta deilt þeim og samsæringar gera mikið af því. Meðal annars voru einhverjir netverjar sannfærðir um að myndin væri ekki af Bill Gates í alvörunni. One of the benefits of being 65 is that I m eligible for the COVID-19 vaccine. I got my first dose this week, and I feel great. Thank you to all of the scientists, trial participants, regulators, and frontline healthcare workers who got us to this point. pic.twitter.com/67SIfrG1Yd— Bill Gates (@BillGates) January 22, 2021 Aragrúi samsæriskenninga um Gates leiddi til sérstakrar umfjöllunar hjá BBC í fyrra. Þar var fjallað um það af hverju hann væri svo vinsæll skotspónn samsæringa. Var það sett sérstaklega í samhengi við það að árið 2015 hélt Gates ræðu þar sem hann varaði við því að ef eitthvað myndi drepa yfir tíu milljónir manna á næstu áratugum, væri það ekki stríð, heldur veirufaraldur. Samsæringar segja þessa ræðu sanna að einn af heimsins ríkustu mönnum hafi skipulagt að nota faraldur til að ná frekari tökum á heiminum. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ekki flókið af hverju Gates hafi orðið fyrir þessari holskeflu samsæriskenninga. Hann hafi lengi beitt sér í málefnum heilbrigðiskerfa, sé frægur og mjög ríkur. „Samsæriskenningar snúast um að saka valdamikið fólk um að gera hræðilega hluti. Kenningarnar eru í grunninn alltaf þær sömu, nöfnin breytast bara,“ sagði einn sérfræðingur. „Fyrir Bill Gates, var það George Soros og Koch bræðurnir og Rothchild og Rockefeller ættirnar.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira