Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2021 13:33 Það er útlit fyrir að Mitch McConnell og Charles Schumer muni eiga í miklum deilum næstu árin. Getty/Drew Angerer Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. Deilurnar hafa svo gott sem fryst starf þingdeildarinnar í viku og vegna þeirra hafa Repúblikanar haldið stjórn sinni á þingnefndum. Deilurnar snerust að mestu um þann aukna meirihluta sem þarf til að staðfesta mest öll frumvörp öldungadeildarinnar. Reglurnar segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað en meðlimir Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að sú regla verði lögð til hliðar, eins og hefur áður verið gert. Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. McConnell hefur krafist þess að Schumer heiti því að leggja regluna um aukna meirihlutann ekki til hliðar. Þingsæti öldungadeildarinnar skiptast jafnt milli flokka, 50-50, og varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, á úrslitaatkvæðið. Schumer hefur ítrekað sagt að hann muni ekki samþykkja kröfu McConnell. Demókratar hafa viljað byggja störf deildarinnar á samkomulagi sem gert var árið 2001, þegar þingið deildist síðast jafnt milli flokka. Samkvæmt því stýrði sá flokkur sem sem varaforsetinn tilheyrir dagskrá þingdeildarinnar. Charles Schumer er formlega leiðtogi meirihluta öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Scott Applewhite Tveir Demókratar vilja halda reglunni McConnell sagði í gærkvöldi að hann væri tilbúinn til að fara eftir því samkomulagi. Það var eftir að minnst tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sögðust alfarið andvígir því að fella niður regluna um aukna meirihlutann. Joe Biden hefur heitið því að vinna með Repúblikönum og ítrekaði talskona hans það nýverið. Forsetinn er ekki hlynntur því að fella niður umrædda reglu en hefur sagt að honum gæti snúist hugur ef Repúblikanar verði of „óstýrilátir“. Í frétt Washington Post segir að það gæti liði margir mánuðir þar til reglan um aukinn meirihluta muni leiða til frekari deilna. Fyrsta áhersluverk Bidens og Demókrata sé að koma mjög stórum neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í gegnum þingið og þegar séu þeir byrjaðir að leita að stuðningi Repúblikana. Reynist það erfitt eru Demókratar þó tilbúnir til að beita sérstökum hliðarleiðum til að koma peningunum sem um ræðir út í hagkerfið án þess að fara í gegnum þingið. Þær reglur er þó eingöngu hægt að nota varðandi fjárveitingar. Ekki annars konar frumvörp sem Demókratar vonast til að koma í gegnum þingið. Þau snúa meðal annars að réttindum borgara, veðurfarsbreytingum og breytingum á löggæslu í Bandaríkjunum. Þrýstingur frá vinstrinu Þingmennirnir sem lýstu sig andsnúna því að leggja umrædda reglu til hliðar eru þau Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Vinstri aðgerðahópar hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að beita þá þingmenn þrýstingi og krefjast þess að þeir skipti um skoðun. Bandaríkin Tengdar fréttir Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Deilurnar hafa svo gott sem fryst starf þingdeildarinnar í viku og vegna þeirra hafa Repúblikanar haldið stjórn sinni á þingnefndum. Deilurnar snerust að mestu um þann aukna meirihluta sem þarf til að staðfesta mest öll frumvörp öldungadeildarinnar. Reglurnar segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað en meðlimir Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að sú regla verði lögð til hliðar, eins og hefur áður verið gert. Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. McConnell hefur krafist þess að Schumer heiti því að leggja regluna um aukna meirihlutann ekki til hliðar. Þingsæti öldungadeildarinnar skiptast jafnt milli flokka, 50-50, og varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, á úrslitaatkvæðið. Schumer hefur ítrekað sagt að hann muni ekki samþykkja kröfu McConnell. Demókratar hafa viljað byggja störf deildarinnar á samkomulagi sem gert var árið 2001, þegar þingið deildist síðast jafnt milli flokka. Samkvæmt því stýrði sá flokkur sem sem varaforsetinn tilheyrir dagskrá þingdeildarinnar. Charles Schumer er formlega leiðtogi meirihluta öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Scott Applewhite Tveir Demókratar vilja halda reglunni McConnell sagði í gærkvöldi að hann væri tilbúinn til að fara eftir því samkomulagi. Það var eftir að minnst tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sögðust alfarið andvígir því að fella niður regluna um aukna meirihlutann. Joe Biden hefur heitið því að vinna með Repúblikönum og ítrekaði talskona hans það nýverið. Forsetinn er ekki hlynntur því að fella niður umrædda reglu en hefur sagt að honum gæti snúist hugur ef Repúblikanar verði of „óstýrilátir“. Í frétt Washington Post segir að það gæti liði margir mánuðir þar til reglan um aukinn meirihluta muni leiða til frekari deilna. Fyrsta áhersluverk Bidens og Demókrata sé að koma mjög stórum neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í gegnum þingið og þegar séu þeir byrjaðir að leita að stuðningi Repúblikana. Reynist það erfitt eru Demókratar þó tilbúnir til að beita sérstökum hliðarleiðum til að koma peningunum sem um ræðir út í hagkerfið án þess að fara í gegnum þingið. Þær reglur er þó eingöngu hægt að nota varðandi fjárveitingar. Ekki annars konar frumvörp sem Demókratar vonast til að koma í gegnum þingið. Þau snúa meðal annars að réttindum borgara, veðurfarsbreytingum og breytingum á löggæslu í Bandaríkjunum. Þrýstingur frá vinstrinu Þingmennirnir sem lýstu sig andsnúna því að leggja umrædda reglu til hliðar eru þau Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Vinstri aðgerðahópar hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að beita þá þingmenn þrýstingi og krefjast þess að þeir skipti um skoðun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38
Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07
Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51
Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57