NBA dagsins: Boston bauð til sóknarveislu gegn Cleveland Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 15:01 Jaylen Brown héldu engin bönd gegn Cleveland Cavaliers. getty/Maddie Meyer Eftir þrjú töp í röð vann Boston Celtics stórsigur á Cleveland Cavaliers, 141-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Boston-manna virkilega góður. Þeir hittu úr 55,9 prósent skota sinna í leiknum og helmingur þriggja stiga skota þeirra rötuðu rétta leið. Sex leikmenn Boston skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum í nótt. Jaylen Brown var stigahæstur heimamanna með 33 stig þrátt fyrir að spila aðeins í nítján mínútur. Frá því skotklukkan var tekin upp timabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður í NBA skorað jöfn mörg stig á jafn fáum mínútum og Brown í nótt. Jaylen Brown scored 33 points in fewer than 20 minutes played tonight. According to @EliasSports that's the most by any player in a game they played fewer than 20 minutes since 1954-55 (shot-clock era). pic.twitter.com/t1Fg0Pm79R— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 25, 2021 Brown hefur verið í stuði að undanförnu og skorað 25 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Boston. Hann er sjötti stigahæsti leikmaður NBA með 27,3 stig að meðaltali í leik. Aðalskorari Cleveland, Colin Sexton, fann sig ekki í leiknum í nótt, tók bara átta skot og skoraði aðeins þrettán stig. Andre Drummond, frákastahæsti leikmaður NBA, hafði einnig hægt um sig með ellefu stig og fimm fráköst. Fyrrverandi leikmaður Boston, Gordon Hayward, var hetja Charlotte Hornets þegar liðið sigraði Orlando Magic, 104-107. Hayward skoraði sigurkörfu Charlotte þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann skoraði alls 39 stig og tók níu fráköst. Los Angeles Clippers er óstöðvandi þessa dagana og vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Oklahoma City Thunder, 108-100. Clippers er á toppi Vesturdeildarinnar. Allt það helsta úr ofannefndum leikjum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 25. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Boston-manna virkilega góður. Þeir hittu úr 55,9 prósent skota sinna í leiknum og helmingur þriggja stiga skota þeirra rötuðu rétta leið. Sex leikmenn Boston skoruðu ellefu stig eða meira í leiknum í nótt. Jaylen Brown var stigahæstur heimamanna með 33 stig þrátt fyrir að spila aðeins í nítján mínútur. Frá því skotklukkan var tekin upp timabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður í NBA skorað jöfn mörg stig á jafn fáum mínútum og Brown í nótt. Jaylen Brown scored 33 points in fewer than 20 minutes played tonight. According to @EliasSports that's the most by any player in a game they played fewer than 20 minutes since 1954-55 (shot-clock era). pic.twitter.com/t1Fg0Pm79R— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 25, 2021 Brown hefur verið í stuði að undanförnu og skorað 25 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Boston. Hann er sjötti stigahæsti leikmaður NBA með 27,3 stig að meðaltali í leik. Aðalskorari Cleveland, Colin Sexton, fann sig ekki í leiknum í nótt, tók bara átta skot og skoraði aðeins þrettán stig. Andre Drummond, frákastahæsti leikmaður NBA, hafði einnig hægt um sig með ellefu stig og fimm fráköst. Fyrrverandi leikmaður Boston, Gordon Hayward, var hetja Charlotte Hornets þegar liðið sigraði Orlando Magic, 104-107. Hayward skoraði sigurkörfu Charlotte þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann skoraði alls 39 stig og tók níu fráköst. Los Angeles Clippers er óstöðvandi þessa dagana og vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Oklahoma City Thunder, 108-100. Clippers er á toppi Vesturdeildarinnar. Allt það helsta úr ofannefndum leikjum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og tíu flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins 25. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum