Fimmtíu handteknir og hald lagt á rúmlega 300 milljónir evra Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 14:16 Saksóknarinnar Nicola Gratteri ræðir við blaðamenn. Hann segir 'Ndrangheta-mafíuna leitast eftir pólitískum áhrifum. AP/Valeria Ferraro Fimmtíu hafa verið handteknir og rannsókn hafin á stjórnmálamanni í áhlaupi lögreglunnar á Ítalíu gegn ‘Ndrangheta-mafíunni. Saksóknarar segja áhlaupið varpa ljósi á viðleitni mafíunnar til að þvætta fé og kaupa pólitísk áhrif. ‘Ndrangheta-mafían á höfuðstöðvar í Calabria-héraði, sem er táin á stígvéli Ítalíu, og hefur tekið fram úr Cosa Nostra varðandi völd. Mafían er talin meðal stærstu glæpasamtaka í heimi. Reuters hefur eftir saksóknaranum Nicola Gratteri, sem hófst ein stærstu mafíuréttarhöld Ítalíu í síðustu viku, að núverandi rannsókn lögreglunnar staðfesti það sem saksóknarar hafa sagt í áratugi. „‘Ndrangheta-mafían skýtur minna en hefur meiri tengsl við viðskiptalífið og stjórnmálin.“ Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að Lorenzo Cesa, formanns UDC flokksins. Sá naut mikillar athygli á landsvísu í síðustu viku þegar hann neitað að koma ríkisstjórn Giuseppe Conte til aðstoðar og ganga til liðs við ríkisstjórnina sem hefur tapað meirihluta sínum. Hann situr einnig á Evrópuþinginu og var gerð húsleit á heimili hans samkvæmt ANSA fréttaveitunni. Gratteri sagði Cesa grunaðan um að útvega ‘Ndrangheta-mafíunni opinbera samninga í stað greiða. Cesa neitar sök en segist ætla að láta af formennsku UDC. Fundu mikið reiðufé Minnst einn annar meðlimur flokksins, sem starfar sem embættismaður í Calabria var handtekinn. Þá lagði lögreglan hald á minnst 300 milljónir evra við rannsókn sína, samkvæmt ANSA. Í krónum talið eru það rúmlega 47 milljarðar, gróflega reiknað. Reuters segir að rannsóknin hafi að mestu leiti snúist um peningaþvætti og að lögreglan hafi hlerað rúmlega 250 þúsund símtöl. Lögreglan segir mafíuna hafa notað fjölmörg félög til að þvætta fé og svíkja fé úr skattinum. Fölsk starfsemi þessara félaga hafi gengið svo langt að vöruskemmur hafi verið leigðar en tómar og að bílstjórar flutningabíla hafi verið sendir til að þykjast skila af sér og taka við vörum. Ítalía Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
‘Ndrangheta-mafían á höfuðstöðvar í Calabria-héraði, sem er táin á stígvéli Ítalíu, og hefur tekið fram úr Cosa Nostra varðandi völd. Mafían er talin meðal stærstu glæpasamtaka í heimi. Reuters hefur eftir saksóknaranum Nicola Gratteri, sem hófst ein stærstu mafíuréttarhöld Ítalíu í síðustu viku, að núverandi rannsókn lögreglunnar staðfesti það sem saksóknarar hafa sagt í áratugi. „‘Ndrangheta-mafían skýtur minna en hefur meiri tengsl við viðskiptalífið og stjórnmálin.“ Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að Lorenzo Cesa, formanns UDC flokksins. Sá naut mikillar athygli á landsvísu í síðustu viku þegar hann neitað að koma ríkisstjórn Giuseppe Conte til aðstoðar og ganga til liðs við ríkisstjórnina sem hefur tapað meirihluta sínum. Hann situr einnig á Evrópuþinginu og var gerð húsleit á heimili hans samkvæmt ANSA fréttaveitunni. Gratteri sagði Cesa grunaðan um að útvega ‘Ndrangheta-mafíunni opinbera samninga í stað greiða. Cesa neitar sök en segist ætla að láta af formennsku UDC. Fundu mikið reiðufé Minnst einn annar meðlimur flokksins, sem starfar sem embættismaður í Calabria var handtekinn. Þá lagði lögreglan hald á minnst 300 milljónir evra við rannsókn sína, samkvæmt ANSA. Í krónum talið eru það rúmlega 47 milljarðar, gróflega reiknað. Reuters segir að rannsóknin hafi að mestu leiti snúist um peningaþvætti og að lögreglan hafi hlerað rúmlega 250 þúsund símtöl. Lögreglan segir mafíuna hafa notað fjölmörg félög til að þvætta fé og svíkja fé úr skattinum. Fölsk starfsemi þessara félaga hafi gengið svo langt að vöruskemmur hafi verið leigðar en tómar og að bílstjórar flutningabíla hafi verið sendir til að þykjast skila af sér og taka við vörum.
Ítalía Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira