Fyrsta konan til að dæma í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 15:30 Sarah Thomas er að klára sitt sjötta tímabil í NFL-deildinni. Getty/Wesley Hitt Super Bowl leikurinn í ár er þegar orðinn sögulegur þrátt fyrir að við vitum ekki enn hvaða lið muni mætast á Raymond James leikvanginum í Tampa í febrúar. NFL-deildin gaf út sögulega tilkynningu í gær þegar hún staðfesti hverjir munu dæma Super Bowl leikinn sem fer fram á Flórída 2. febrúar næstkomandi. Einn af þessum dómurum verður Sarah Thomas en hún er um leið fyrsta konan í sögunni til að dæma í Super Bowl. Aðaldómari leiksins verður Carl Cheffers en Sarah er í hópi þeirra sem munu aðstoða hann við dómgæsluna. Sarah Thomas will become the first woman ever to officiate a Super Bowl.Another barrier broken. @brgridiron pic.twitter.com/WVUuv8Qzrq— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 Troy Vincent hjá NFL deildinni talaði um að Sarah Thomas muni enn á ný skrifa sögu NFL-deildarinnar. Sarah Thomas er 47 ára gömul en fyrir fimm árum varð hún fyrsta konan til að dæma leik í NFL-deildinni. Hún hafði áður skrifað söguna í háskólafótboltanum sem og með að dæma enn af úrslitaleikjum hans. Þetta er því hennar sjötta tímabil í NFL-deildinni og hún endar það með að taka þetta stóra og sögulega skref. Áður en Sarah Thomas fékk tækifærið í NFL-deildinni og braut þennan kynjamúr dómara þá hafði hún verið að dæma í æfingabúðum hjá bæði New Orleans Saints og Indianapolis Colts. Hún dæmdi líka leik Saints og Oakland Raiders á undirbúningstímabilinu 2013. Sarah fékk upphaflega áhuga á dómgæslunni þegar hún fór með eldri bróður sínum á dómararáðstefnu árið 1996. Sarah Thomas already made history when she was named the first permanent female NFL official in 2015, and became the first female to officiate an NFL playoff game in 2019. Now, she's been selected to be part of the officiating crew for Super Bowl LV. https://t.co/cxEHhJKEy8— CNN (@CNN) January 19, 2021 Carl Cheffers hefur dæmt í NFL-deildinni í 21 tímabil en þetta verður hans annar Super Bowl leikur sem aðaldómari. Cheffers dæmdi líka leikinn þegar New England Patriots vann 34-28 sigur á Atlanta Falcons árið 2017. Þar fagnaði Tom Brady sigri og hann gæti líka mætt í Super Bowl í ár. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru eitt af fjórum liðum sem eru eftir í keppninni. Um næstu helgi fara fram úrslitin í deildunum þar sem Tampa Bay Buccaneers heimsækir Green Bay Packers á meðan að meistararnir í Kansas City Chiefs taka á móti Buffalo Bills. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
NFL-deildin gaf út sögulega tilkynningu í gær þegar hún staðfesti hverjir munu dæma Super Bowl leikinn sem fer fram á Flórída 2. febrúar næstkomandi. Einn af þessum dómurum verður Sarah Thomas en hún er um leið fyrsta konan í sögunni til að dæma í Super Bowl. Aðaldómari leiksins verður Carl Cheffers en Sarah er í hópi þeirra sem munu aðstoða hann við dómgæsluna. Sarah Thomas will become the first woman ever to officiate a Super Bowl.Another barrier broken. @brgridiron pic.twitter.com/WVUuv8Qzrq— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 Troy Vincent hjá NFL deildinni talaði um að Sarah Thomas muni enn á ný skrifa sögu NFL-deildarinnar. Sarah Thomas er 47 ára gömul en fyrir fimm árum varð hún fyrsta konan til að dæma leik í NFL-deildinni. Hún hafði áður skrifað söguna í háskólafótboltanum sem og með að dæma enn af úrslitaleikjum hans. Þetta er því hennar sjötta tímabil í NFL-deildinni og hún endar það með að taka þetta stóra og sögulega skref. Áður en Sarah Thomas fékk tækifærið í NFL-deildinni og braut þennan kynjamúr dómara þá hafði hún verið að dæma í æfingabúðum hjá bæði New Orleans Saints og Indianapolis Colts. Hún dæmdi líka leik Saints og Oakland Raiders á undirbúningstímabilinu 2013. Sarah fékk upphaflega áhuga á dómgæslunni þegar hún fór með eldri bróður sínum á dómararáðstefnu árið 1996. Sarah Thomas already made history when she was named the first permanent female NFL official in 2015, and became the first female to officiate an NFL playoff game in 2019. Now, she's been selected to be part of the officiating crew for Super Bowl LV. https://t.co/cxEHhJKEy8— CNN (@CNN) January 19, 2021 Carl Cheffers hefur dæmt í NFL-deildinni í 21 tímabil en þetta verður hans annar Super Bowl leikur sem aðaldómari. Cheffers dæmdi líka leikinn þegar New England Patriots vann 34-28 sigur á Atlanta Falcons árið 2017. Þar fagnaði Tom Brady sigri og hann gæti líka mætt í Super Bowl í ár. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru eitt af fjórum liðum sem eru eftir í keppninni. Um næstu helgi fara fram úrslitin í deildunum þar sem Tampa Bay Buccaneers heimsækir Green Bay Packers á meðan að meistararnir í Kansas City Chiefs taka á móti Buffalo Bills. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira