Jafnaði, fiskaði Messi út af og lék á trompet í fagnaðarlátunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2021 14:01 Asier Villalibre blæs í trompetinn. getty/RFEF - Poo Asier Villalibre kom mikið við sögu þegar Athletic Bilbao sigraði Barcelona, 2-3, eftir framlengingu í spænska ofurbikarnum í gær. Hann jafnaði í 2-2, fiskaði Lionel Messi af velli og lék svo á trompet í fagnaðarlátum Bilbæinga eftir leikinn. Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 40. mínútu í leiknum í gær sem fór fram í Sevilla. Forystan entist ekki lengi því á 42. mínútu jafnaði Óscar de Marcos fyrir Athletic Bilbao og staðan í hálfleik var 1-1. Griezmann kom Börsungum öðru sinni yfir á 77. mínútu og það mark virtist ætla að duga þeim til sigurs. En Bilbæingar áttu ás upp í erminni. Á lokamínútunni jafnaði Villalibre fyrir Athletic Bilbao eftir aukaspyrnu frá Iker Munain og því þurfti að framlengja. Villalibre hafði komið inn á sem varamaður á 83. mínútu. Framlengingin var aðeins þriggja mínútna gömul þegar Inaki Williams kom Athletic Bilbao yfir í fyrsta sinn í leiknum, 2-3. HIGHLIGHTS I Relive all the best moments from Athletic's dramatic victory in the #Supercopa 2021 Final. @FCBarcelona 2 -3 #AthleticClub #DenonAmetsa #BiziAmetsa pic.twitter.com/Nt3vNWyiEX— Athletic Club (@Athletic_en) January 18, 2021 Börsungum tókst ekki að skora jöfnunarmark á þeim 27 mínútum sem eftir voru af framlengingunni og mótlætið virtist fara í taugarnar á Messi. Argentínumaðurinn fékk rautt spjald í uppbótartíma framlengingarinnar fyrir að slá til Villalibre. Þetta er í fyrsta sinn sem Messi er rekinn af velli sem leikmaður Barcelona. Leikmenn Athletic Bilbao fögnuðu sigrinum vel og innilega enda ekki á hverjum degi sem Baskarnir vinna titil. Villalibre spilaði meðal annars á trompet í fagnaðarlátunum eins og sjá má hér fyrir neðan. ! #DenonAmetsa #BiziAmetsa #AthleticClub pic.twitter.com/2F1NmCVmEt— Athletic Club (@Athletic_en) January 17, 2021 Þetta er í þriðja sinn sem Athletic Bilbao fagnar sigri í spænska ofurbikarnum. Liðið vann keppnina einnig 1984 og 2015. Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 40. mínútu í leiknum í gær sem fór fram í Sevilla. Forystan entist ekki lengi því á 42. mínútu jafnaði Óscar de Marcos fyrir Athletic Bilbao og staðan í hálfleik var 1-1. Griezmann kom Börsungum öðru sinni yfir á 77. mínútu og það mark virtist ætla að duga þeim til sigurs. En Bilbæingar áttu ás upp í erminni. Á lokamínútunni jafnaði Villalibre fyrir Athletic Bilbao eftir aukaspyrnu frá Iker Munain og því þurfti að framlengja. Villalibre hafði komið inn á sem varamaður á 83. mínútu. Framlengingin var aðeins þriggja mínútna gömul þegar Inaki Williams kom Athletic Bilbao yfir í fyrsta sinn í leiknum, 2-3. HIGHLIGHTS I Relive all the best moments from Athletic's dramatic victory in the #Supercopa 2021 Final. @FCBarcelona 2 -3 #AthleticClub #DenonAmetsa #BiziAmetsa pic.twitter.com/Nt3vNWyiEX— Athletic Club (@Athletic_en) January 18, 2021 Börsungum tókst ekki að skora jöfnunarmark á þeim 27 mínútum sem eftir voru af framlengingunni og mótlætið virtist fara í taugarnar á Messi. Argentínumaðurinn fékk rautt spjald í uppbótartíma framlengingarinnar fyrir að slá til Villalibre. Þetta er í fyrsta sinn sem Messi er rekinn af velli sem leikmaður Barcelona. Leikmenn Athletic Bilbao fögnuðu sigrinum vel og innilega enda ekki á hverjum degi sem Baskarnir vinna titil. Villalibre spilaði meðal annars á trompet í fagnaðarlátunum eins og sjá má hér fyrir neðan. ! #DenonAmetsa #BiziAmetsa #AthleticClub pic.twitter.com/2F1NmCVmEt— Athletic Club (@Athletic_en) January 17, 2021 Þetta er í þriðja sinn sem Athletic Bilbao fagnar sigri í spænska ofurbikarnum. Liðið vann keppnina einnig 1984 og 2015.
Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira