Mun færri mótmæla en búist var við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 22:25 Fámennur hópur stuðningsmanna Trumps safnaðist saman fyrir utan þinghús Texas í dag. Getty/ Sergio Flores Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. Sérstaklega var búist við að stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem trúa því að víðtækt kosningasvindl hafi farið fram, myndu flykkjast til höfuðborganna til þess að mótmæla. Mikill viðbúnaður hefur verið í höfuðborgum Bandaríkjanna um helgina. Fjöldi ríkja hafði kallað út þjóðvarðlið til þess að tryggja öryggi í þinghúsum sínum en Alríkislögreglan, FBI, hafði varað við mögulega vopnuðum mótmælum. Það var gert sérstaklega í ljósi árásarinnar á Bandaríska þinghúsið, þar sem nokkrir féllu í valinn, þann 6. janúar síðastliðinn. Flestar öryggisstofnanir töldu að dagurinn í dag, sunnudagur, yrði mikill mótmæladagur. Stuðningshópar Trumps og öfgahægrihópar höfðu skipulagt vopnuð mótmæli í höfuðborgum allra fimmtíu ríkjanna. Þá var talið að í höfuðborgum ríkja, sem Trump einblíndi sérstaklega á í ásökunum sínum um kosningasvindl, yrðu mikil mótmæli og höfðu lögregluyfirvöld búið sig sérstaklega undir átök þar. Um miðjan daginn höfðu hins vegar aðeins nokkrar hræður sýnt sig á götum úti og voru mun fleiri löggæsluaðilar og fréttamenn á þeim stöðum sem mótmælendur létu sjá sig. Búa sig undir innsetningardaginn Alríkislögreglan og aðrar alríkisstofnanir hafa varað við ofbeldi og mótmælum næstu daga í ljósi innsetningar Joes Biden verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden sver embættiseiðinn á miðvikudaginn og hafa tugir þúsunda löggæsluaðila verið sendir til Washington DC til þess að annast öryggisgæslu á innsetningardaginn. Vegna mikillar aukningar í löggæslu um landið allt er talið að mögulegir andstæðingar Bidens hafi hætt við að mótmæla. Einhverjir öfgahægrihópar og vígahópar hafa hvatt meðlimi sína til þess að halda sig heima og báðu þá um að mæta ekki á mótmæli um helgina, þrátt fyrir að þau hefðu verið skipulögð í langan tíma. Á fjölda þessara skipulögðu mótmæla var áætlunin að mótmælendur myndu mæta vopnaðir, þar á meðal á mótmælum sem eiga að fara fram í Virginíu á morgun. Meðlimir vígahópa hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að mæta á þau mótmæli og einhverjir hafa sagt þau skipulögð af lögregluyfirvöldum í þeim tilgangi að narra mótmælendur og handtaka. Bandaríkin Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Sérstaklega var búist við að stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem trúa því að víðtækt kosningasvindl hafi farið fram, myndu flykkjast til höfuðborganna til þess að mótmæla. Mikill viðbúnaður hefur verið í höfuðborgum Bandaríkjanna um helgina. Fjöldi ríkja hafði kallað út þjóðvarðlið til þess að tryggja öryggi í þinghúsum sínum en Alríkislögreglan, FBI, hafði varað við mögulega vopnuðum mótmælum. Það var gert sérstaklega í ljósi árásarinnar á Bandaríska þinghúsið, þar sem nokkrir féllu í valinn, þann 6. janúar síðastliðinn. Flestar öryggisstofnanir töldu að dagurinn í dag, sunnudagur, yrði mikill mótmæladagur. Stuðningshópar Trumps og öfgahægrihópar höfðu skipulagt vopnuð mótmæli í höfuðborgum allra fimmtíu ríkjanna. Þá var talið að í höfuðborgum ríkja, sem Trump einblíndi sérstaklega á í ásökunum sínum um kosningasvindl, yrðu mikil mótmæli og höfðu lögregluyfirvöld búið sig sérstaklega undir átök þar. Um miðjan daginn höfðu hins vegar aðeins nokkrar hræður sýnt sig á götum úti og voru mun fleiri löggæsluaðilar og fréttamenn á þeim stöðum sem mótmælendur létu sjá sig. Búa sig undir innsetningardaginn Alríkislögreglan og aðrar alríkisstofnanir hafa varað við ofbeldi og mótmælum næstu daga í ljósi innsetningar Joes Biden verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden sver embættiseiðinn á miðvikudaginn og hafa tugir þúsunda löggæsluaðila verið sendir til Washington DC til þess að annast öryggisgæslu á innsetningardaginn. Vegna mikillar aukningar í löggæslu um landið allt er talið að mögulegir andstæðingar Bidens hafi hætt við að mótmæla. Einhverjir öfgahægrihópar og vígahópar hafa hvatt meðlimi sína til þess að halda sig heima og báðu þá um að mæta ekki á mótmæli um helgina, þrátt fyrir að þau hefðu verið skipulögð í langan tíma. Á fjölda þessara skipulögðu mótmæla var áætlunin að mótmælendur myndu mæta vopnaðir, þar á meðal á mótmælum sem eiga að fara fram í Virginíu á morgun. Meðlimir vígahópa hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að mæta á þau mótmæli og einhverjir hafa sagt þau skipulögð af lögregluyfirvöldum í þeim tilgangi að narra mótmælendur og handtaka.
Bandaríkin Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10
Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30