Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2021 08:17 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna telur að útbreiðsla afbrigðisins muni setja aukið álag á þegar lemstrað heilbrigðiskerfi. Chip Somodevilla/Getty Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. Stofnunin telur það geta sett enn meira álag á heilbrigðiskerfi landsins, sem þegar hefur reynt mikið á. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar til skýrslu frá CDC. Þar segir að 76 einstaklingar, í tíu mismunandi ríkjum Bandaríkjanna, hafi greinst með „breska afbrigðið,“ sem opinberlega hefur fengið heitið B 1.1.7. Reiknilíkan sóttvarnastofnunarinnar er þá sagt benda til þess að útbreiðsla afbrigðisins muni fara í veldisvöxt og það verði orðið ráðandi afbrigðið í Bandaríkjunum í mars, það er að segja, útbreiddara en nokkuð annað afbrigði veirunnar. Bandaríkin eru það ríki heims sem hefur komið verst út úr faraldri Covid-19. Þar hafa yfir 24 milljónir greinst með kórónuveiruna og yfir 400 þúsund látið lífið af völdum hennar. Þann 12. janúar síðastliðinn létust 4.491 manneskja af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Aldrei hafa fleiri látist úr Covid-19 í Bandaríkjunum á einum degi. Tvö önnur afbrigði kórónuveirunnar eru talin meira smitandi en það afbrigði sem fyrst greindist og tók að dreifa sér um heiminn. Þau koma frá Suður-Afríku og Brasilíu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Stofnunin telur það geta sett enn meira álag á heilbrigðiskerfi landsins, sem þegar hefur reynt mikið á. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar til skýrslu frá CDC. Þar segir að 76 einstaklingar, í tíu mismunandi ríkjum Bandaríkjanna, hafi greinst með „breska afbrigðið,“ sem opinberlega hefur fengið heitið B 1.1.7. Reiknilíkan sóttvarnastofnunarinnar er þá sagt benda til þess að útbreiðsla afbrigðisins muni fara í veldisvöxt og það verði orðið ráðandi afbrigðið í Bandaríkjunum í mars, það er að segja, útbreiddara en nokkuð annað afbrigði veirunnar. Bandaríkin eru það ríki heims sem hefur komið verst út úr faraldri Covid-19. Þar hafa yfir 24 milljónir greinst með kórónuveiruna og yfir 400 þúsund látið lífið af völdum hennar. Þann 12. janúar síðastliðinn létust 4.491 manneskja af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Aldrei hafa fleiri látist úr Covid-19 í Bandaríkjunum á einum degi. Tvö önnur afbrigði kórónuveirunnar eru talin meira smitandi en það afbrigði sem fyrst greindist og tók að dreifa sér um heiminn. Þau koma frá Suður-Afríku og Brasilíu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira