Eigum að gera betur varnarlega Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2021 20:45 Dagur Kár var frábær í liði Grindavíkur í kvöld. Vísir/Bára Dominos-deild karla í körfubolta er farin aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Grindavík vann flottan 14 stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld, 119-105. „Sóknarleikurinn var mjög flottur eiginlega allan leikinn en að fá á sig 105 stig er ekkert spes, við eigum að gera miklu betur varnarlega en þetta er kannski skiljanlegt eftir svona langa pásu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir sigur Grindvíkinga á Þórsurum í Domino´s-deidinni í kvöld. Grindvíkingar voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar bitu verulega frá sér og komust meðal annars yfir í þriðja leikhlutanum. Heimamenn sigldu sigrinum hins vegar í höfn í lokin og unnu að lokum 119-105. „Við byrjuðum rosalega vel en slökuðum á og höfum kannski haldið að þetta yrði auðvelt. Það má ekki gerast og þeir komust aftur inn í leikinn. Við náðum að stilla okkur vel af í hálfleik og komum með sömu orku og við vorum með í byrjun.“ Dagur Kár lék lítið með Grindvíkingum á síðustu leiktíð vegna meiðsla en sneri aftur í haust í þeim eina leik sem var spilaður þá. Þar kom hann inn af krafti og það sama var uppi á teningunum í kvöld, hann skoraði 29 stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. „Hún var ömurleg fyrir alla þessi pása en fín fyrir mig. Ég hafði tíma til að styrkja mig aðeins meira í kringum hnéð og líður bara vel núna.“ Ólafur Ólafsson byrjaði leikinn á bekknum en skilaði mjög góðri frammistöðu og endaði á flautukörfu frá eigin þriggja stiga línu. Dagur var ánægður með liðsfélaga sinn. „Hann sagði við mig: „Á ég að skjóta þessu?“ og ég sagði já. „Heldur þú að ég hitti?“ og ég sagði já. Hann smellti þessu og það var vel gert. Það skiptir ekki máli hverjir eru á bekknum og hverjir byrja inná. Það koma allir og leggja sitt af mörkum og það gekk upp í kvöld,“ sagði Dagur Kár að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Grindavík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
„Sóknarleikurinn var mjög flottur eiginlega allan leikinn en að fá á sig 105 stig er ekkert spes, við eigum að gera miklu betur varnarlega en þetta er kannski skiljanlegt eftir svona langa pásu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir sigur Grindvíkinga á Þórsurum í Domino´s-deidinni í kvöld. Grindvíkingar voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar bitu verulega frá sér og komust meðal annars yfir í þriðja leikhlutanum. Heimamenn sigldu sigrinum hins vegar í höfn í lokin og unnu að lokum 119-105. „Við byrjuðum rosalega vel en slökuðum á og höfum kannski haldið að þetta yrði auðvelt. Það má ekki gerast og þeir komust aftur inn í leikinn. Við náðum að stilla okkur vel af í hálfleik og komum með sömu orku og við vorum með í byrjun.“ Dagur Kár lék lítið með Grindvíkingum á síðustu leiktíð vegna meiðsla en sneri aftur í haust í þeim eina leik sem var spilaður þá. Þar kom hann inn af krafti og það sama var uppi á teningunum í kvöld, hann skoraði 29 stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. „Hún var ömurleg fyrir alla þessi pása en fín fyrir mig. Ég hafði tíma til að styrkja mig aðeins meira í kringum hnéð og líður bara vel núna.“ Ólafur Ólafsson byrjaði leikinn á bekknum en skilaði mjög góðri frammistöðu og endaði á flautukörfu frá eigin þriggja stiga línu. Dagur var ánægður með liðsfélaga sinn. „Hann sagði við mig: „Á ég að skjóta þessu?“ og ég sagði já. „Heldur þú að ég hitti?“ og ég sagði já. Hann smellti þessu og það var vel gert. Það skiptir ekki máli hverjir eru á bekknum og hverjir byrja inná. Það koma allir og leggja sitt af mörkum og það gekk upp í kvöld,“ sagði Dagur Kár að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Grindavík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira