Haukur Helgi frá næstu sex vikurnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2021 17:15 Haukur Helgi meiddist illa gegn sínum gömlu félögum. @morabancandorra Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Andorra í spænsku úrvalsdeildinni, verður frá næstu sex vikurnar eða svo. Þetta kom fram á Twitter-síðu félagsins í dag. Meiddist Haukur Helgi í leik gegn UNICS Kazan í Evrópubikarnum en það er liðið sem Haukur lék með á síðustu leiktíð. Haukur Helgi hefur lent í nokkrum óhöppum síðan hann gekk í raðir Andorra. Ásamt því að greinast með Covid-19 þá hefur hann einnig lent á meiðslalistanum og missti úr fimm vikur vegna meiðsla í september. Þess utan hefur hann verið einkar öflugur og staðið sig með prýði. COMUNICAT Haukur Palsson @haukurpalsson té un trencament complet del lligament peroneoastragalí anterior i lesio parcial del fascicle profund del deltoideo del turmell dret. El seu retorn als terrenys de joc anirà en funció de l evolució de la lesió.#ÀnimsHauk pic.twitter.com/bvkToF9fW4— MoraBancAndorra (@morabancandorra) January 15, 2021 Haukur Helgi ræddi við íþróttvef Morgunblaðsins um meiðslin sem munu halda honum frá keppni næstu sex vikurnar eða svo fyrr í dag. „Ég sneri mig illa í leik gegn gömlu liðsfélögunum. Var að fara upp í þrist á annarri mínútu og fóturinn minn leiðist áfram og fótur varnarmannsins sömuleiðis svo ég lendi á honum. Ég sleit eitt liðband og reif tvö í viðbót svo ég verð frá í svona sex vikur samkvæmt læknunum,“ sagði Haukur Helgi í viðtalinu. „Ef ég hefði meiðst í desember hefði ég misst af tuttugu leikjum en nú er að komast meiri regla á þetta svo ég mun líklegast missa af fimmtán leikjum,“ bætti hann við. „Ég byrjaði tímabilið ágætlega en reif síðan í nára. Kem til baka í nokkra leiki en fæ svo Covid-19. Kem til baka og þá eru fjórtán leikir á rúmlega þrjátíu dögum. Maður gerði varla annað en að fljúga og spila án þess að ná sér almennilega á milli.“ „Erum búnir að vera í basli með meiðsli í hópnum. Þetta átti að fyrsti leikurinn síðan á undirbúningstímabilinu sem við erum allir saman. Erum búnir að vera missa menn út hér og þar en höfum ekki náð að klára jafna leiki. Þetta er búið að vera brekka en við erum enn jákvæðir,“ sagði Haukur Helgi að lokum en gengi Andorra hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Liðið hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið er sem stendur í 11. sæti af átján liðum í spænsku úrvalsdeildinni. Þá er það komið í 16-liða úrslit Evrópubikarsins í körfubolta. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Meiddist Haukur Helgi í leik gegn UNICS Kazan í Evrópubikarnum en það er liðið sem Haukur lék með á síðustu leiktíð. Haukur Helgi hefur lent í nokkrum óhöppum síðan hann gekk í raðir Andorra. Ásamt því að greinast með Covid-19 þá hefur hann einnig lent á meiðslalistanum og missti úr fimm vikur vegna meiðsla í september. Þess utan hefur hann verið einkar öflugur og staðið sig með prýði. COMUNICAT Haukur Palsson @haukurpalsson té un trencament complet del lligament peroneoastragalí anterior i lesio parcial del fascicle profund del deltoideo del turmell dret. El seu retorn als terrenys de joc anirà en funció de l evolució de la lesió.#ÀnimsHauk pic.twitter.com/bvkToF9fW4— MoraBancAndorra (@morabancandorra) January 15, 2021 Haukur Helgi ræddi við íþróttvef Morgunblaðsins um meiðslin sem munu halda honum frá keppni næstu sex vikurnar eða svo fyrr í dag. „Ég sneri mig illa í leik gegn gömlu liðsfélögunum. Var að fara upp í þrist á annarri mínútu og fóturinn minn leiðist áfram og fótur varnarmannsins sömuleiðis svo ég lendi á honum. Ég sleit eitt liðband og reif tvö í viðbót svo ég verð frá í svona sex vikur samkvæmt læknunum,“ sagði Haukur Helgi í viðtalinu. „Ef ég hefði meiðst í desember hefði ég misst af tuttugu leikjum en nú er að komast meiri regla á þetta svo ég mun líklegast missa af fimmtán leikjum,“ bætti hann við. „Ég byrjaði tímabilið ágætlega en reif síðan í nára. Kem til baka í nokkra leiki en fæ svo Covid-19. Kem til baka og þá eru fjórtán leikir á rúmlega þrjátíu dögum. Maður gerði varla annað en að fljúga og spila án þess að ná sér almennilega á milli.“ „Erum búnir að vera í basli með meiðsli í hópnum. Þetta átti að fyrsti leikurinn síðan á undirbúningstímabilinu sem við erum allir saman. Erum búnir að vera missa menn út hér og þar en höfum ekki náð að klára jafna leiki. Þetta er búið að vera brekka en við erum enn jákvæðir,“ sagði Haukur Helgi að lokum en gengi Andorra hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Liðið hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Liðið er sem stendur í 11. sæti af átján liðum í spænsku úrvalsdeildinni. Þá er það komið í 16-liða úrslit Evrópubikarsins í körfubolta.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira