„Snjórinn er fallegur. Að renna sér á fjöldagröfum er ekki fallegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2021 13:08 Buchenwald-búðirnar náðu yfir afar stórt og skóglent svæði, sem heimamenn nota nú til íþróttaiðkunar í Covid-19 faraldrinum. epa/Filip Singer Forsvarsmenn Buchenwald-safnsins í Þýskalandi hafa varað heimamenn við því að þeir sem verða uppvísir að því að stunda vetraríþróttir nálægt helgum reitum innan svæðisins verða tilkynntir til lögreglu. Frá þessu greinir meðal annars Der Spigel. Öryggisgæsla hefur verið aukin í kjölfar aukinnar umferðar íþróttaiðkenda um svæðið en þeir hafa meðal annars skilið eftir skíða- og sleðaför á fjöldagröfum. Aðstandendur stofnunarinnar sem heldur utan um rekstur fanga- og þrælkunarbúðanna fyrrverandi segja bílastæði hafa verið full undanfarið og rekja það til þess að nálæg útivistarsvæði hafa verið lokuð vegna Covid-19 faraldursins. Þeir biðla hins vegar til fólks að sýna hinum látnu virðingu og iðka ekki íþróttir á staðnum. Schnee ist schön. Rodeln an Massengräbern in @buchenwald_dora ist nicht schön.https://t.co/cDVlYDWx60— Stift. Gedenkstätten Buchenwald und Mittelbau-Dora (@Buchenwald_Dora) January 14, 2021 Aldrei séð jafn sláandi sýn Buchenwald nær yfir stórt og skóglent svæði en búðunum tilheyrðu meðal annars aðrar minni búðir. Þar er nú að finna safn og minnisvarða, svo eitthvað sé nefnt. Um 280 þúsund menn, konur og börn voru fangelsuð í Buchenwald á árunum 1937 til 1945 og fleiri en 56 þúsund létust í búðunum. Þeir voru annað hvort myrtir eða létust úr næringarskorti og öðrum sjúkdómum. Þeir sem lifðu voru frelsaðir af bandaríska hernum í apríl 1945 en við hermönnunum blöstu hrúgur af líkamsleifum, pyntingaklefar, brennsluofnar og illa leiknir fangar. Dwight D. Eisenhower sagði á sínum tíma að engin sýn hefði haft jafn mikil áhrif á hann. Að sögn sagnfræðingsins Rikola-Gunnar Lüttgenau hefur ávallt verið bannað að stunda íþróttir á svæðinu en það hafi færst í aukanna og fólk fari jafnvel um svæðið á mótorhjólum og hestum án nokkurs tillits til hinna látnu. Steinvölur eru lagðar á minnisvarða og leiði til að minnast látnu og votta þeim virðingu.epa/Martin Schutt Hernaður Skíðaíþróttir Þýskaland Söfn Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Frá þessu greinir meðal annars Der Spigel. Öryggisgæsla hefur verið aukin í kjölfar aukinnar umferðar íþróttaiðkenda um svæðið en þeir hafa meðal annars skilið eftir skíða- og sleðaför á fjöldagröfum. Aðstandendur stofnunarinnar sem heldur utan um rekstur fanga- og þrælkunarbúðanna fyrrverandi segja bílastæði hafa verið full undanfarið og rekja það til þess að nálæg útivistarsvæði hafa verið lokuð vegna Covid-19 faraldursins. Þeir biðla hins vegar til fólks að sýna hinum látnu virðingu og iðka ekki íþróttir á staðnum. Schnee ist schön. Rodeln an Massengräbern in @buchenwald_dora ist nicht schön.https://t.co/cDVlYDWx60— Stift. Gedenkstätten Buchenwald und Mittelbau-Dora (@Buchenwald_Dora) January 14, 2021 Aldrei séð jafn sláandi sýn Buchenwald nær yfir stórt og skóglent svæði en búðunum tilheyrðu meðal annars aðrar minni búðir. Þar er nú að finna safn og minnisvarða, svo eitthvað sé nefnt. Um 280 þúsund menn, konur og börn voru fangelsuð í Buchenwald á árunum 1937 til 1945 og fleiri en 56 þúsund létust í búðunum. Þeir voru annað hvort myrtir eða létust úr næringarskorti og öðrum sjúkdómum. Þeir sem lifðu voru frelsaðir af bandaríska hernum í apríl 1945 en við hermönnunum blöstu hrúgur af líkamsleifum, pyntingaklefar, brennsluofnar og illa leiknir fangar. Dwight D. Eisenhower sagði á sínum tíma að engin sýn hefði haft jafn mikil áhrif á hann. Að sögn sagnfræðingsins Rikola-Gunnar Lüttgenau hefur ávallt verið bannað að stunda íþróttir á svæðinu en það hafi færst í aukanna og fólk fari jafnvel um svæðið á mótorhjólum og hestum án nokkurs tillits til hinna látnu. Steinvölur eru lagðar á minnisvarða og leiði til að minnast látnu og votta þeim virðingu.epa/Martin Schutt
Hernaður Skíðaíþróttir Þýskaland Söfn Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira