Juventus og Barcelona áfram með herkjum, neyðarlegt tap Bayern og fyrsti titill Pochettino Anton Ingi Leifsson skrifar 13. janúar 2021 22:40 Bayern er úr leik í þýska bikarnum þetta árið. Stuart Franklin/Getty Images Mörg af stærstu liðum Evrópuboltans í fótbolta voru í eldlínunni í kvöld er bikarkeppnir víðs vegar um heiminn voru spilaðar. Mörg af stóru liðunum lentu hins vegar í alls konar vandræðum. Á Spáni mættust Real Sociedad og Barcelona í undanúrslitum spænska ofurbikarsins. Frenkie de Jong kom Barcelona yfir á 39. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Antoine Griemann en Mikel Oyarzabal jafnaði metin úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni var ekkert mark skorað og vítaspyrnukeppni þurft til þess að útkljá siguvegara. Í vítaspyrnunni virtist ekkert mark ætla vera skorað ennig því liðin klúðruðu þremur fyrstu spyrnum sínum. Barca höfðu betur að endingu, 3-2, í vítaspyrnukeppninni. Í úrslitaleiknum sem fer fram á sunnudaginn verður mótherjinn annað hvort Real Madrid eða Athletic Bilbao. Riqui Puig wins it for Barça!!!! ❌❌❌🟢🟢 Real Sociedad ❌🟢🟢❌🟢 Barça— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 13, 2021 Dejan Kulusevski kom Juventus yfir á annarri mínútu og tuttugum mínútum síðar tvöfaldaði Alvaro Morata forystuna. Flestir héldu þá að leiknum væri lokið en gestirnir minnkuðu muninn á 28. mínútu. Þannig stóðu leikar þangað til stundarfjórðungi fyrir leikslok er Filippo Melegoni jafnaði metin og lokatölur 2-2. Því þurfti að framlengja. Sigurmarkið skoraði Hamza Rafia á 105. mínútu og lokatölur 3-2. Juventus mætir annað hvort Sassuolo eða SPAL í átta liða úrslitunum. 💭⚽️ 𝓓𝓻𝓮𝓪𝓶 𝓓𝓮𝓫𝓾𝓽 💭⚽️#JuveGenoa #CoppaItalia #ForzaJuve pic.twitter.com/W2ySDphXCT— JuventusFC (@juventusfcen) January 13, 2021 Bayern Munchen lenti í vandræðum með B-deildarliðið Holsten Kiel á útivelli í þýska bikarnum. Serge Gnabry kom Bayern yfir en þrettán mínútum síðar jafnaði Fin Bartels metin. Staðan var 1-1 í leikhléi en Leroy Sane virtist vera skora sigurmarkið á þriðju mínútu síðari hálfleiks. B-deildarliðið var ekki hætt og jafnaði í uppbótartíma og tryggði sér framlengingu. Í framlengingunni var ekkert mark skorað. Því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Darmstadt vann í bráðabana. Þeir eru því komnir í sextán liða úrslitin þar sem þeir mæta Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í Darmstadt. Bayern have been knocked out of the DFB Pokal by lower-league opposition for the first time since 2003-04. An incredible result for second-division Kiel. https://t.co/XCZoro27n4— Squawka Football (@Squawka) January 13, 2021 PSG hafði betur í franska Ofurbikarnum gegn Marseille en þar mætast frönsku meistararnir og frönsku bikarmeistararnir. PSG vann 2-1 sigur með mörkum Mauro Icardi á 39. mínútu og Neymars úr vítaspyrnu á 85. mínútu en Dimitri Payet minnkaði muninn á 89. mínútu. Þetta er þar með fyrsti titill Mauricio Pochettino eftir að hann tók við liðinu í síðasta mánuði. Þetta er einnig hans fyrsti titill sem þjálfari. Þetta er áttunda árið í röð sem PSG vinnur Ofurbikarinn. It's taken just three games at PSG! 🏆— BBC Sport (@BBCSport) January 13, 2021 Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Á Spáni mættust Real Sociedad og Barcelona í undanúrslitum spænska ofurbikarsins. Frenkie de Jong kom Barcelona yfir á 39. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Antoine Griemann en Mikel Oyarzabal jafnaði metin úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Framlengja þurfti leikinn. Í framlengingunni var ekkert mark skorað og vítaspyrnukeppni þurft til þess að útkljá siguvegara. Í vítaspyrnunni virtist ekkert mark ætla vera skorað ennig því liðin klúðruðu þremur fyrstu spyrnum sínum. Barca höfðu betur að endingu, 3-2, í vítaspyrnukeppninni. Í úrslitaleiknum sem fer fram á sunnudaginn verður mótherjinn annað hvort Real Madrid eða Athletic Bilbao. Riqui Puig wins it for Barça!!!! ❌❌❌🟢🟢 Real Sociedad ❌🟢🟢❌🟢 Barça— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 13, 2021 Dejan Kulusevski kom Juventus yfir á annarri mínútu og tuttugum mínútum síðar tvöfaldaði Alvaro Morata forystuna. Flestir héldu þá að leiknum væri lokið en gestirnir minnkuðu muninn á 28. mínútu. Þannig stóðu leikar þangað til stundarfjórðungi fyrir leikslok er Filippo Melegoni jafnaði metin og lokatölur 2-2. Því þurfti að framlengja. Sigurmarkið skoraði Hamza Rafia á 105. mínútu og lokatölur 3-2. Juventus mætir annað hvort Sassuolo eða SPAL í átta liða úrslitunum. 💭⚽️ 𝓓𝓻𝓮𝓪𝓶 𝓓𝓮𝓫𝓾𝓽 💭⚽️#JuveGenoa #CoppaItalia #ForzaJuve pic.twitter.com/W2ySDphXCT— JuventusFC (@juventusfcen) January 13, 2021 Bayern Munchen lenti í vandræðum með B-deildarliðið Holsten Kiel á útivelli í þýska bikarnum. Serge Gnabry kom Bayern yfir en þrettán mínútum síðar jafnaði Fin Bartels metin. Staðan var 1-1 í leikhléi en Leroy Sane virtist vera skora sigurmarkið á þriðju mínútu síðari hálfleiks. B-deildarliðið var ekki hætt og jafnaði í uppbótartíma og tryggði sér framlengingu. Í framlengingunni var ekkert mark skorað. Því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Darmstadt vann í bráðabana. Þeir eru því komnir í sextán liða úrslitin þar sem þeir mæta Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í Darmstadt. Bayern have been knocked out of the DFB Pokal by lower-league opposition for the first time since 2003-04. An incredible result for second-division Kiel. https://t.co/XCZoro27n4— Squawka Football (@Squawka) January 13, 2021 PSG hafði betur í franska Ofurbikarnum gegn Marseille en þar mætast frönsku meistararnir og frönsku bikarmeistararnir. PSG vann 2-1 sigur með mörkum Mauro Icardi á 39. mínútu og Neymars úr vítaspyrnu á 85. mínútu en Dimitri Payet minnkaði muninn á 89. mínútu. Þetta er þar með fyrsti titill Mauricio Pochettino eftir að hann tók við liðinu í síðasta mánuði. Þetta er einnig hans fyrsti titill sem þjálfari. Þetta er áttunda árið í röð sem PSG vinnur Ofurbikarinn. It's taken just three games at PSG! 🏆— BBC Sport (@BBCSport) January 13, 2021
Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira