Meira kemur til með að mæða á Gylfa í bikarslagnum Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2021 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar mæta Rotherham í dag. Getty/Tony McArdle Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton síðustu vikur og útlit er fyrir enn meira mæði á honum í dag þegar liðið freistar þess að komast áfram í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Everton tekur á móti Rotherham kl. 12 í dag í fyrsta leiknum af átta sem sýndir verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og á morgun. Kári Árnason, félagi Gylfa úr landsliðinu, gerði garðinn frægan hjá Rotherham á árunum 2012-2015 og fór með liðinu upp um tvær deildir, í þá næstefstu, þar sem það situr nú í næstneðsta sæti. Franski bakvörðurinn Lucas Digne hefur jafnað sig af ökklameiðslum, fyrr en áætlað var, og gæti spilað í dag eftir að hafa verið úr leik síðan í nóvember. Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ákvað að gefa sóknarmönnunum Dominic Calvert-Lewin og Richarlison kærkomna hvíld í dag. Þess vegna gæti Ítalinn þurft að treysta meira en ella á Gylfa í sóknarleik liðsins. Kólumbíumaðurinn James Rodriguez gæti þó leikið sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu frá því 5. desember, eftir að hafa jafnað sig af kálfameiðslum og komið inn á í síðasta leik, 1-0 tapinu gegn West Ham á nýársdag, og Alex Iwobi er einnig heill heilsu eftir að hafa misst af þeim leik. Jonjoe Kenny og markmaðurinn Jordan Pickford munu ekki spila í dag. „Sumir eru meiddir og sumir fá hvíld,“ sagði Ancelotti um fjarveru leikmanna. Hann staðfesti að Tyrkinn Cenk Tosun myndi leiða framlínu Everton og að Ben Godfrey yrði í miðri vörninni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira
Everton tekur á móti Rotherham kl. 12 í dag í fyrsta leiknum af átta sem sýndir verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og á morgun. Kári Árnason, félagi Gylfa úr landsliðinu, gerði garðinn frægan hjá Rotherham á árunum 2012-2015 og fór með liðinu upp um tvær deildir, í þá næstefstu, þar sem það situr nú í næstneðsta sæti. Franski bakvörðurinn Lucas Digne hefur jafnað sig af ökklameiðslum, fyrr en áætlað var, og gæti spilað í dag eftir að hafa verið úr leik síðan í nóvember. Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ákvað að gefa sóknarmönnunum Dominic Calvert-Lewin og Richarlison kærkomna hvíld í dag. Þess vegna gæti Ítalinn þurft að treysta meira en ella á Gylfa í sóknarleik liðsins. Kólumbíumaðurinn James Rodriguez gæti þó leikið sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu frá því 5. desember, eftir að hafa jafnað sig af kálfameiðslum og komið inn á í síðasta leik, 1-0 tapinu gegn West Ham á nýársdag, og Alex Iwobi er einnig heill heilsu eftir að hafa misst af þeim leik. Jonjoe Kenny og markmaðurinn Jordan Pickford munu ekki spila í dag. „Sumir eru meiddir og sumir fá hvíld,“ sagði Ancelotti um fjarveru leikmanna. Hann staðfesti að Tyrkinn Cenk Tosun myndi leiða framlínu Everton og að Ben Godfrey yrði í miðri vörninni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3)
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Sjá meira