NBA dagsins: Doncic vann júróslaginn gegn Jokic Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 14:32 Nikola Jokic og Luka Doncic skoruðu 38 stig hvor í leik Denver Nuggets og Dallas Mavericks. getty/AAron Ontiveroz Tveir af bestu evrópsku leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta fóru mikinn þegar Dallas Mavericks sigraði Denver Nuggets í nótt, 117-124. Luka Doncic og Nikola Jokic skoruðu báðir 38 stig í leiknum í Denver í nótt. Doncic tók einnig níu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar og Jokic tók ellefu fráköst. Mikil spenna var á lokakafla leiksins. Maxi Kleber kom Dallas yfir, 107-109, með þriggja stiga körfu eftir sendingu frá Doncic þegar 2,4 sekúndur lifðu leiks. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokasókn sinni og það gerði Jokic þegar hann setti niður erfitt skot. Staðan eftir venjulegan leiktíma 109-109 og því þurfti að framlengja. Jokic skoraði alls sautján stig í 4. leikhlutanum. Í framlengingunni reyndist Dallas sterkari aðilinn. Josh Richardson steig þar fram og skoraði fimm stig í röð þegar Dallas náði að slíta sig aðeins frá Denver. Doncic kláraði svo dæmið með því að skora síðustu fjögur stig Dallas. Doncic og félagar hafa unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp í 9. sæti Vesturdeildarinnar. Denver er í 12. sætinu. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Denver og Dallas. Þar má einnig sjá brot úr sigri Brooklyn Nets á Philadelphia 76ers og úr sigri San Antonio Spurs og Los Angeles Lakers sem og tíu flottustu tilþrif leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 8. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Sammála um Lakers: „Kæmi mér rosalega á óvart ef þetta lið myndi ekki vinna í ár“ NBA-deildin er til umræðu í nýjasta þætti Sportsins í dag og eru menn þar á bær sammála um að Los Angeles Lakers séu með besta lið deildarinnar. 8. janúar 2021 13:15 Doncic magnaður í sigri Dallas og San Antonio vann aftur í Los Angeles Luka Doncic átti stórkostlegan leik þegar Dallas Mavericks sigraði Denver Nuggets eftir framlengingu, 117-124, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 8. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
Luka Doncic og Nikola Jokic skoruðu báðir 38 stig í leiknum í Denver í nótt. Doncic tók einnig níu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar og Jokic tók ellefu fráköst. Mikil spenna var á lokakafla leiksins. Maxi Kleber kom Dallas yfir, 107-109, með þriggja stiga körfu eftir sendingu frá Doncic þegar 2,4 sekúndur lifðu leiks. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokasókn sinni og það gerði Jokic þegar hann setti niður erfitt skot. Staðan eftir venjulegan leiktíma 109-109 og því þurfti að framlengja. Jokic skoraði alls sautján stig í 4. leikhlutanum. Í framlengingunni reyndist Dallas sterkari aðilinn. Josh Richardson steig þar fram og skoraði fimm stig í röð þegar Dallas náði að slíta sig aðeins frá Denver. Doncic kláraði svo dæmið með því að skora síðustu fjögur stig Dallas. Doncic og félagar hafa unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp í 9. sæti Vesturdeildarinnar. Denver er í 12. sætinu. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Denver og Dallas. Þar má einnig sjá brot úr sigri Brooklyn Nets á Philadelphia 76ers og úr sigri San Antonio Spurs og Los Angeles Lakers sem og tíu flottustu tilþrif leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 8. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Sammála um Lakers: „Kæmi mér rosalega á óvart ef þetta lið myndi ekki vinna í ár“ NBA-deildin er til umræðu í nýjasta þætti Sportsins í dag og eru menn þar á bær sammála um að Los Angeles Lakers séu með besta lið deildarinnar. 8. janúar 2021 13:15 Doncic magnaður í sigri Dallas og San Antonio vann aftur í Los Angeles Luka Doncic átti stórkostlegan leik þegar Dallas Mavericks sigraði Denver Nuggets eftir framlengingu, 117-124, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 8. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Sjá meira
Sammála um Lakers: „Kæmi mér rosalega á óvart ef þetta lið myndi ekki vinna í ár“ NBA-deildin er til umræðu í nýjasta þætti Sportsins í dag og eru menn þar á bær sammála um að Los Angeles Lakers séu með besta lið deildarinnar. 8. janúar 2021 13:15
Doncic magnaður í sigri Dallas og San Antonio vann aftur í Los Angeles Luka Doncic átti stórkostlegan leik þegar Dallas Mavericks sigraði Denver Nuggets eftir framlengingu, 117-124, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 8. janúar 2021 08:00