Guðni staðfestir að hafa rætt við Håreide og að nafn Solbakken hafi komið til umræðu Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2021 07:01 Guðni átti í viðræðum við Åge og fyrrum FCK-þjálfarinn Ståle Solbakken var einnig á blaði. getty/mike egerton/vísir/vilhelm/getty/lars ronbog Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að hann hafi rætt við Norðmanninn Åge Hareide og að nafn Ståle Solbakken hafi komið upp, í þjálfaraleitinni hjá íslenska karlalandsliðinu. Formaðurinn þurfti að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla er Erik Hamrén hætti með íslenska landsliðið í vetur eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM næsta sumar. Mörg nöfn voru í umræðunni en að endingu var Arnar Þór Viðarsson ráðinn með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Guðni ræddi ráðninguna og ferlið við Hjörvar í gær. „Það er mikilvægt að greina þetta og átta sig hvert þú ert að fara með þetta. Svo kemur listi af kandídötum. Það var rætt við fjóra innlenda og fjóra erlenda þjálfara,“ sagði Guðni. „Þú ert kannski með einhverja hugmynd [af þjálfara] sem gæti passað inn en það er mikilvægt að vera með opin hug til þess að fá hugmyndir og pælingar og annarra manna sýn, sem er mikilvægt í þessu ferli.“ „Það er ýmislegt sem kemur úr svona viðtölunum sem styrkir þig sem formann og leiðandi fyrir sambandið sem þú getur nýtt þér við ráðninguna á endanlegum þjálfara liðsins.“ Hjörvar sagði vita að Ian Burchnall hefði farið í viðræður við KSÍ og Guðni játaði því. Hann sagði Ian ungan, hafi náð eftirtektarverðum árangri en hann sé kannski frekar maður framtíðarinnar. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn.“ „Ég athugaði með Solbakken en þá var hann kominn langt í viðræður við norska sambandið. Maður leitar fangana. Það er líka umboðsskrifstofa sem aðstoðar okkur og þeir sem maður þekkir á erlenda vettvangi,“ en Ståle tók svo við norska landsliðinu. Guðni gat ekki staðfest að hafa rætt við Sven Göran Eriksson er Hjörvar spurði hann út í það. Guðni nefndi einnig nafn Steves McClaren en hann hafi fljótlega ráðið sig í starf hjá Derby sem yfirmaður knattspyrnumála. Umræðan hefst eftir rúmar 56 mínútur. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
Formaðurinn þurfti að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla er Erik Hamrén hætti með íslenska landsliðið í vetur eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM næsta sumar. Mörg nöfn voru í umræðunni en að endingu var Arnar Þór Viðarsson ráðinn með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar. Guðni ræddi ráðninguna og ferlið við Hjörvar í gær. „Það er mikilvægt að greina þetta og átta sig hvert þú ert að fara með þetta. Svo kemur listi af kandídötum. Það var rætt við fjóra innlenda og fjóra erlenda þjálfara,“ sagði Guðni. „Þú ert kannski með einhverja hugmynd [af þjálfara] sem gæti passað inn en það er mikilvægt að vera með opin hug til þess að fá hugmyndir og pælingar og annarra manna sýn, sem er mikilvægt í þessu ferli.“ „Það er ýmislegt sem kemur úr svona viðtölunum sem styrkir þig sem formann og leiðandi fyrir sambandið sem þú getur nýtt þér við ráðninguna á endanlegum þjálfara liðsins.“ Hjörvar sagði vita að Ian Burchnall hefði farið í viðræður við KSÍ og Guðni játaði því. Hann sagði Ian ungan, hafi náð eftirtektarverðum árangri en hann sé kannski frekar maður framtíðarinnar. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn.“ „Ég athugaði með Solbakken en þá var hann kominn langt í viðræður við norska sambandið. Maður leitar fangana. Það er líka umboðsskrifstofa sem aðstoðar okkur og þeir sem maður þekkir á erlenda vettvangi,“ en Ståle tók svo við norska landsliðinu. Guðni gat ekki staðfest að hafa rætt við Sven Göran Eriksson er Hjörvar spurði hann út í það. Guðni nefndi einnig nafn Steves McClaren en hann hafi fljótlega ráðið sig í starf hjá Derby sem yfirmaður knattspyrnumála. Umræðan hefst eftir rúmar 56 mínútur. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira