Var að ljúka við leyniverkefni fyrir Netflix á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 15:30 Það er heldur betur nóg að gera hjá Balta. Vísir/getty Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur var að ljúka við verkefni fyrir Netflix en vegna trúnaðar má hann ekki greina frá því hvaða verkefni um ræðir en þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sem kom út í gær. Þar kemur fram að hægt verði að sjá efnið á Netflix næsta haust eða um næstu jól. Þar segir hann að í kjölfar heimsfaraldursins hafi kvikmyndaver hans Reykjavík Studios verið fullbókað á árinu 2020 þar sem aðstæður hér innanlands fyrir kvikmyndatökur eru prýðilegar vegna þess hversu vel hefur verið haldið á spilunum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. „Við tókum stúdíóið í notkun í apríl 2018. Við byrjuðum á að taka upp Ófærð en húsið var þá hrátt og ekki búið að leggja hita í það. Nú höfum við fullbúið stúdíó og framhúsið [vesturendinn] er komið í fulla notkun. Við skiptum um þak, einangruðum húsið og settum hita í gólfin. Nú er þetta sennilega eitt fullkomnasta stúdíó í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Baltasar í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. Nóg að gera „Stúdíóið hefur verið í fullri notkun síðan við tókum það í notkun. Það er kannski heppni að ákveðnu leyti. Við Íslendingar vorum framarlega í því að halda kórónuveirunni niðri en síðan faraldurinn hófst hefur stúdíóið verið í stöðugri notkun. Meðal annars er ég að klára verkefni fyrir Netflix sem ég er að framleiða en meðal leikara er Nikolaj CosterWaldau. Það hefur ekki verið greint frá verkefninu en við höfum verið í tökum á því í allt haust. Ástæða þess að verkefnið var unnið hér er meðal annars sú að við gátum myndað verkefnið að fullu á Íslandi vegna þess hvað stúdíóið er gott,“ segir Balti í viðtalinu en einnig fóru tökur fram á sjónvarpsþáttunum Kötlu á fyrri hluta ársins og einnig á Ófærð 3 við og við. Í viðtalinu kemur fram að Baltasar mun vinna með breska leikaranum Idris Elba að verkefni sem hefur fengið vinnuheitið Beast. „Idris Elba fer með aðalhlutverkið en hann er eini þeldökki leikarinn sem komið hefur alvarlega til greina sem fyrsti James Bondinn. Þetta er stórt verkefni. Universal Studios er á bak við myndina og er kostnaðurinn áætlaður 50-60 milljónir dala. Við ætlum að taka myndina í Suður-Afríku í maí og vonandi gengur það eftir, þrátt fyrir nýja afbrigðið af kórónuveirunni. Það kemur í ljós hvort breyta þurfi tökustöðum.“ Bíó og sjónvarp Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Þar kemur fram að hægt verði að sjá efnið á Netflix næsta haust eða um næstu jól. Þar segir hann að í kjölfar heimsfaraldursins hafi kvikmyndaver hans Reykjavík Studios verið fullbókað á árinu 2020 þar sem aðstæður hér innanlands fyrir kvikmyndatökur eru prýðilegar vegna þess hversu vel hefur verið haldið á spilunum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. „Við tókum stúdíóið í notkun í apríl 2018. Við byrjuðum á að taka upp Ófærð en húsið var þá hrátt og ekki búið að leggja hita í það. Nú höfum við fullbúið stúdíó og framhúsið [vesturendinn] er komið í fulla notkun. Við skiptum um þak, einangruðum húsið og settum hita í gólfin. Nú er þetta sennilega eitt fullkomnasta stúdíó í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Baltasar í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. Nóg að gera „Stúdíóið hefur verið í fullri notkun síðan við tókum það í notkun. Það er kannski heppni að ákveðnu leyti. Við Íslendingar vorum framarlega í því að halda kórónuveirunni niðri en síðan faraldurinn hófst hefur stúdíóið verið í stöðugri notkun. Meðal annars er ég að klára verkefni fyrir Netflix sem ég er að framleiða en meðal leikara er Nikolaj CosterWaldau. Það hefur ekki verið greint frá verkefninu en við höfum verið í tökum á því í allt haust. Ástæða þess að verkefnið var unnið hér er meðal annars sú að við gátum myndað verkefnið að fullu á Íslandi vegna þess hvað stúdíóið er gott,“ segir Balti í viðtalinu en einnig fóru tökur fram á sjónvarpsþáttunum Kötlu á fyrri hluta ársins og einnig á Ófærð 3 við og við. Í viðtalinu kemur fram að Baltasar mun vinna með breska leikaranum Idris Elba að verkefni sem hefur fengið vinnuheitið Beast. „Idris Elba fer með aðalhlutverkið en hann er eini þeldökki leikarinn sem komið hefur alvarlega til greina sem fyrsti James Bondinn. Þetta er stórt verkefni. Universal Studios er á bak við myndina og er kostnaðurinn áætlaður 50-60 milljónir dala. Við ætlum að taka myndina í Suður-Afríku í maí og vonandi gengur það eftir, þrátt fyrir nýja afbrigðið af kórónuveirunni. Það kemur í ljós hvort breyta þurfi tökustöðum.“
Bíó og sjónvarp Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira