Óvíst hvort keppnisbanni verði aflétt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 12:10 Ekki hefur verið keppt í Olís-deild karla í handbolta síðan í byrjun október. vísir/hulda margrét Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi ekki gefa upp hvort banni á keppnisíþróttir yrði aflétt þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi í næstu viku. Keppnisíþróttir hafa verið óheimilar hér á landi síðan í byrjun október. Ekki náðist að ljúka keppni á Íslandsmótinu í fótbolta og ekki hefur verið leikið á Íslandsmótinu í handbolta og körfubolta í þrjá mánuði. Þórólfur gaf lítið upp er hann var spurður hvenær keppnisíþróttir gætu farið aftur af stað á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Við erum í stöðugu sambandi við nánast alla aðila sem hafa orðið fyrir takmörkunum og erum að reyna gera okkar besta í því að halda þessum faraldri niðri og eins að hafa aðgerðirnar ekki of íþyngjandi. Það er þessi stöðuga áskorun sem við stöndum frammi fyrir og það mun ekkert lagast á næstunni,“ sagði Þórólfur. „Eins og ég gat um áðan vil ég á þessu stigi ekkert fara yfir hvaða tillögur liggja fyrir eða hvaða tillögur verða gerðar sem taka gildi 13. janúar. Ég held að það verði að koma í ljós. Við verðum að fara mjög varlega í öllu því sem við erum að gera. Það gildir um keppnisíþróttir eins og allt annað í þessu samfélagi.“ Æfingabanni, sem hafði verið í gildi frá byrjun október, var aflétt að hluta í desember. Leikmenn í efstu deildum máttu þá byrja aftur að æfa og þá fengu leikmenn í næstefstu deildum undanþágu til æfinga. Nýjar sóttvarnareglur taka gildi miðvikudaginn 13. janúar en þær eru enn í vinnslu eins og fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. 7. janúar 2021 11:46 Platforma przeciw przemocy w języku polskim Najnowsza platforma 112.is przeciw przemocy została wzbogacona o informacje w języku polskim i angielskim. 7. janúar 2021 11:41 Vonandi ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið Sóttvarnalæknir vonar að fjöldi nýsmitaðra í gær sé ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið. Tillögur sóttvarnalæknis um veirutakmarkanir sem taka gildi í næstu viku eru í vinnslu. 7. janúar 2021 11:30 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 7. janúar 2021 10:30 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Keppnisíþróttir hafa verið óheimilar hér á landi síðan í byrjun október. Ekki náðist að ljúka keppni á Íslandsmótinu í fótbolta og ekki hefur verið leikið á Íslandsmótinu í handbolta og körfubolta í þrjá mánuði. Þórólfur gaf lítið upp er hann var spurður hvenær keppnisíþróttir gætu farið aftur af stað á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Við erum í stöðugu sambandi við nánast alla aðila sem hafa orðið fyrir takmörkunum og erum að reyna gera okkar besta í því að halda þessum faraldri niðri og eins að hafa aðgerðirnar ekki of íþyngjandi. Það er þessi stöðuga áskorun sem við stöndum frammi fyrir og það mun ekkert lagast á næstunni,“ sagði Þórólfur. „Eins og ég gat um áðan vil ég á þessu stigi ekkert fara yfir hvaða tillögur liggja fyrir eða hvaða tillögur verða gerðar sem taka gildi 13. janúar. Ég held að það verði að koma í ljós. Við verðum að fara mjög varlega í öllu því sem við erum að gera. Það gildir um keppnisíþróttir eins og allt annað í þessu samfélagi.“ Æfingabanni, sem hafði verið í gildi frá byrjun október, var aflétt að hluta í desember. Leikmenn í efstu deildum máttu þá byrja aftur að æfa og þá fengu leikmenn í næstefstu deildum undanþágu til æfinga. Nýjar sóttvarnareglur taka gildi miðvikudaginn 13. janúar en þær eru enn í vinnslu eins og fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. 7. janúar 2021 11:46 Platforma przeciw przemocy w języku polskim Najnowsza platforma 112.is przeciw przemocy została wzbogacona o informacje w języku polskim i angielskim. 7. janúar 2021 11:41 Vonandi ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið Sóttvarnalæknir vonar að fjöldi nýsmitaðra í gær sé ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið. Tillögur sóttvarnalæknis um veirutakmarkanir sem taka gildi í næstu viku eru í vinnslu. 7. janúar 2021 11:30 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 7. janúar 2021 10:30 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Leggur aftur til að afnema sóttkvíarmöguleikann og skikka alla í tvöfalda skimun Sóttvarnalæknir hefur lagt til við stjórnvöld að allir sem koma til landsins verði skyldaðir í tvöfalda skimun fyrir kórónuveirunni. Þá er einnig til skoðunar að þeir sem greinast með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar fari í farsóttarhús þar sem hægt er að fylgjast vel með þeim. 7. janúar 2021 11:46
Platforma przeciw przemocy w języku polskim Najnowsza platforma 112.is przeciw przemocy została wzbogacona o informacje w języku polskim i angielskim. 7. janúar 2021 11:41
Vonandi ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið Sóttvarnalæknir vonar að fjöldi nýsmitaðra í gær sé ekki vísbending um að faraldurinn sé á uppleið. Tillögur sóttvarnalæknis um veirutakmarkanir sem taka gildi í næstu viku eru í vinnslu. 7. janúar 2021 11:30
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 7. janúar 2021 10:30