Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2021 13:51 Hollenskir heilbrigðisstarfsmenn fengu fyrsta skammtinn í dag. AP/Piroschka van de Wouw Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. Í frétt BBC eru ástæðurnar fyrir töfunum meðal annars raktar til þess að uppfæra hafi þurft tölvukerfi svo fylgjast mætti með tímapöntunum og hvaða bóluefni væri gefið hverjum. Veðjuðu á Oxford-bóluefnið Líkt og önnnur ríki innan ESB fékk Holland sendingu af bóluefni Pfizers og BioNTech þann 27. desember síðastliðinn. Ekki tókst hins vegar að dreifa bóluefninu innanlands fyrr en síðustu daga þar sem heilbrigðisyfirvöld í Hollandi höfðu reiknað með að bóluefni Oxford/AstraZeneca yrði fyrst á markað. Geyma þarf bóluefni Pfizer og BioNTech í -80 gráðu frosti og höfðu yfirvöld í Hollandi ekki gert nægjanlegar ráðstafanir til þess að geta tryggt hitastigið við dreifingu innan Hollands, að því er segir í frétt BBC. Hollenski heilbrigðisráðherrann Hugo de Jonge, klappar hér fyrir Sanna Elkadiri, sem varð sú fyrsta til að fá bólusetningu gegn Covid-19 í Hollandi í dag.(Piroschka van de Wouw/Pool via AP) Hefur ríkisstjórnin verið harðlega gagnrýnd vegna seinagangsins. Stjórnarandstaðan, sem gírar sig upp fyrir þingkosningar í mars, sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, vera bæði kaotískar og undarlegar. Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra Hollands, hefur tekið á sig mestu gagnrýnina vegna málsins. Hann hefur reynt að verja sig með því að benda á að ríki heimsins séu ekki í keppni varðandi bólusetningu. Hann hefur þó viðurkennt að hann hefði getað brugðist hraðar við og að undirbúningurinn hefði mátt vera betri. Bólusetningar hófust sem fyrr segir í dag. Þrjátíu þúsund heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir í fyrstu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Í frétt BBC eru ástæðurnar fyrir töfunum meðal annars raktar til þess að uppfæra hafi þurft tölvukerfi svo fylgjast mætti með tímapöntunum og hvaða bóluefni væri gefið hverjum. Veðjuðu á Oxford-bóluefnið Líkt og önnnur ríki innan ESB fékk Holland sendingu af bóluefni Pfizers og BioNTech þann 27. desember síðastliðinn. Ekki tókst hins vegar að dreifa bóluefninu innanlands fyrr en síðustu daga þar sem heilbrigðisyfirvöld í Hollandi höfðu reiknað með að bóluefni Oxford/AstraZeneca yrði fyrst á markað. Geyma þarf bóluefni Pfizer og BioNTech í -80 gráðu frosti og höfðu yfirvöld í Hollandi ekki gert nægjanlegar ráðstafanir til þess að geta tryggt hitastigið við dreifingu innan Hollands, að því er segir í frétt BBC. Hollenski heilbrigðisráðherrann Hugo de Jonge, klappar hér fyrir Sanna Elkadiri, sem varð sú fyrsta til að fá bólusetningu gegn Covid-19 í Hollandi í dag.(Piroschka van de Wouw/Pool via AP) Hefur ríkisstjórnin verið harðlega gagnrýnd vegna seinagangsins. Stjórnarandstaðan, sem gírar sig upp fyrir þingkosningar í mars, sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, vera bæði kaotískar og undarlegar. Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra Hollands, hefur tekið á sig mestu gagnrýnina vegna málsins. Hann hefur reynt að verja sig með því að benda á að ríki heimsins séu ekki í keppni varðandi bólusetningu. Hann hefur þó viðurkennt að hann hefði getað brugðist hraðar við og að undirbúningurinn hefði mátt vera betri. Bólusetningar hófust sem fyrr segir í dag. Þrjátíu þúsund heilbrigðisstarfsmenn verða bólusettir í fyrstu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27. desember 2020 08:00