Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 06:45 Demókratinn Raphael Warnock hefur lýst yfir sigri en hann hefur 36 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin. Getty/Michael M. Santiago Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. Þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin hefur Demókratinn Raphael Warnock um 40 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler, eða sem nemur tæplega einu prósenti, og hefur AP-fréttastofan staðfest sigur hans. BREAKING: Democrat Raphael Warnock wins election to U.S. Senate from Georgia, beating incumbent Sen. Kelly Loeffler. #APracecall at 2:00 a.m. EST. #GAelection https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) January 6, 2021 Sjálfur lýsti Warnock yfir sigri í nótt en Loeffler neitaði þá að játa sig sigraða og kvaðst þess fullviss að hún gæti unnið. Repúblikaninn David Perdue hefur enn naumara forskot á Demókratann Jon Osoff eða aðeins nokkur hundruð atkvæði, um hálft prósent, samkvæmt samantekt tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight nú í morgun. Vegna þess hversu mjótt er á mununum hefur FiveThirtyEight ekki viljað spá fyrir um úrslitin en bandaríska blaðið New York Times spáir því hins vegar að Demókratar vinni bæði öldungadeildarþingsætin. Fari svo velta þeir Repúblikönum úr sessi og tryggja Demókrötum meirihluta í öldungadeildinni. New York Times byggir spá sína á því að þau atkvæði sem á eftir að telja eru á svæðum sem hingað til hafa verið hliðholl Demókrötum. Til að mynda á eftir að telja þó nokkuð í úthverfum Atlanta. Talið er líklegra að meirihluti atkvæða þar falli Demókrötum í skaut. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru Warnock og Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku Loeffler og Perdue, forskotið. Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þannig sögðust þrír fjórðu kjósenda Repúblikanaflokksins ekki treysta kosningaferlinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump því meðal annars skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna sögðu hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Fréttin var uppfærð klukkan 07:09. Bandaríkin Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin hefur Demókratinn Raphael Warnock um 40 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler, eða sem nemur tæplega einu prósenti, og hefur AP-fréttastofan staðfest sigur hans. BREAKING: Democrat Raphael Warnock wins election to U.S. Senate from Georgia, beating incumbent Sen. Kelly Loeffler. #APracecall at 2:00 a.m. EST. #GAelection https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) January 6, 2021 Sjálfur lýsti Warnock yfir sigri í nótt en Loeffler neitaði þá að játa sig sigraða og kvaðst þess fullviss að hún gæti unnið. Repúblikaninn David Perdue hefur enn naumara forskot á Demókratann Jon Osoff eða aðeins nokkur hundruð atkvæði, um hálft prósent, samkvæmt samantekt tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight nú í morgun. Vegna þess hversu mjótt er á mununum hefur FiveThirtyEight ekki viljað spá fyrir um úrslitin en bandaríska blaðið New York Times spáir því hins vegar að Demókratar vinni bæði öldungadeildarþingsætin. Fari svo velta þeir Repúblikönum úr sessi og tryggja Demókrötum meirihluta í öldungadeildinni. New York Times byggir spá sína á því að þau atkvæði sem á eftir að telja eru á svæðum sem hingað til hafa verið hliðholl Demókrötum. Til að mynda á eftir að telja þó nokkuð í úthverfum Atlanta. Talið er líklegra að meirihluti atkvæða þar falli Demókrötum í skaut. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru Warnock og Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku Loeffler og Perdue, forskotið. Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þannig sögðust þrír fjórðu kjósenda Repúblikanaflokksins ekki treysta kosningaferlinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump því meðal annars skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna sögðu hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Fréttin var uppfærð klukkan 07:09.
Bandaríkin Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira