Stuðningur við Króatíu vegna jarðskjálftanna Heimsljós 5. janúar 2021 15:01 Rauði krossinn Fjárstuðningur utanríkisráðuneytisins nýtist við neyðaraðstoð Rauða krossins í kjölfar jarðskjálfta í Króatíu. Utanríkisráðuneytið hefur styrkt Rauða krossinn um 10 milljónir króna sem veittar verða til stuðnings Rauða krossinum í Króatíu í kjölfar jarðskjálfta þar í landi dagana 28. og 30. desember síðastliðinn. Að minnsta kosti sjö létust í skjálftanum og fjöldi slasaðist, auk þess sem mikil eyðilegging varð. Upptök skjálftans voru við bæinn Petrinja, suðaustur af höfuðborginni Zagreb. Í frétt frá Rauða krossinum segir að fjármagnið nýtist Rauða krossinum í Króatíu í neyðarviðbrögðum sínum en fjöldi sjálfboðaliða veitir neyðaraðstoð og hefur aðstoðað við rýmingar á hjúkrunarheimilum og fleira. Í mars 2020 reið einnig stór skjálfti yfir Zagreb þar sem nokkurt tjón varð. „Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu fyrir þetta góða framlag,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Króatía Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur styrkt Rauða krossinn um 10 milljónir króna sem veittar verða til stuðnings Rauða krossinum í Króatíu í kjölfar jarðskjálfta þar í landi dagana 28. og 30. desember síðastliðinn. Að minnsta kosti sjö létust í skjálftanum og fjöldi slasaðist, auk þess sem mikil eyðilegging varð. Upptök skjálftans voru við bæinn Petrinja, suðaustur af höfuðborginni Zagreb. Í frétt frá Rauða krossinum segir að fjármagnið nýtist Rauða krossinum í Króatíu í neyðarviðbrögðum sínum en fjöldi sjálfboðaliða veitir neyðaraðstoð og hefur aðstoðað við rýmingar á hjúkrunarheimilum og fleira. Í mars 2020 reið einnig stór skjálfti yfir Zagreb þar sem nokkurt tjón varð. „Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu fyrir þetta góða framlag,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Króatía Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent