Einn þekktasti stjórnspekingur Frakka ásakaður um barnaníð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 14:35 Duhamel sagðist ekkert hafa að segja við blaðamenn Le Monde og L'Obs en tísti á mánudag að hann hefði sagt upp störfum vegna „persónulegra árása“. Í kjölfarið eyddi hann Twitter-aðgangi sínum. Wikimedia Commons/Cdeniaud Olivier Duhamel, einn þekktasti stjórnmálafræðingur og -skýrandi Frakklands, hefur látið af störfum og eytt Twitter aðgangi sínum eftir að stjúpdóttir hans steig fram og greindi frá því að hann hefði misnotað tvíburabróður hennar. Camille Kouchner hefur skrifað bók um misnotkunina, sem hún segir hafa átt sér stað þegar systkinin voru 14 ára. Hún segir kynferðisofbeldi Duhamel, sem er sérfræðingur í stjórnskipan, hafa verið opinbert leyndarmál meðal pólitíkusa og fjölmiðlamanna í París. Duhamel, 70 ára, hefur sagt upp störfum hjá Fondation Nationales des Sciences Politiques, sem hefur umsjón með og fjármagnar hinn virta Sciences Po. Hann er enn varaforseti elítuklúbbsins Le Siècle en meðal annarra félaga eru stjórnmálamennirnir Nicolas Sarkozy, François Fillion og Laurent Fabius, ritstjórarnir Jean-Marie Colombani og Laurent Joffrin, Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Louis Schweitzer, fyrrverandi forstjóri Renault og Michel Pébereau, forstjóri BNP Paribas. Fræðamaðurinn, sem eitt sinn sat á Evrópuþinginu, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Móðirin, ættingjar og vinir vissu af ofbeldinu Kouchner og tvíburabróðir hennar eru börn sagnfræðingsins og rithöfundarins Evelyne Pisier og Bernard Kouchner, fyrrum heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, sem var meðal stofnenda Lækna án landamæra. Pisier, sem lést árið 2017, átti þrjú börn með Kouchner en þau skildu árið 1980. Þá átti hún í fjögurra ára ástarsambandi við Fidel Castro áður en hún giftist Duhamel. Í bók sinni segir Camille að misnotkunin hafi staðið yfir í að minnsta kosti tvö ár og að móðir hennar hafi vitað af ofbeldinu en valið að vernda eiginmann sinn. Þá segir hún bróður sinn, sem hún kallar „Victor“ í bókinni hafa grátbeðið sig um að þegja. „Ég var 14 ára og ég leyfði þessu að gerast ... Ég var 14 ára og vissi og sagði ekki neitt,“ segir Kouchner, sem er 45 ára. Hún segist ekki getað þagað lengur. Mamma tvíburana óttaðist hneyksli, segir Kouchner en margir vissu að ofbeldið var að eiga sér stað, meðal annars ættingjar og vinir. Svo virðist sem bókin sé gefin út með samþykki bróðursins sem varð fyrir ofbeldinu en Bernard Kouchner gaf út yfirlýsingu í gegnum lögmann sinn: „Erfitt leyndarmál sem hefur legið þungt á okkur í langan tíma er nú opinbert. Ég dáist að hugrekki dóttur minnar, Camille.“ Guardian greindi frá. Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira
Camille Kouchner hefur skrifað bók um misnotkunina, sem hún segir hafa átt sér stað þegar systkinin voru 14 ára. Hún segir kynferðisofbeldi Duhamel, sem er sérfræðingur í stjórnskipan, hafa verið opinbert leyndarmál meðal pólitíkusa og fjölmiðlamanna í París. Duhamel, 70 ára, hefur sagt upp störfum hjá Fondation Nationales des Sciences Politiques, sem hefur umsjón með og fjármagnar hinn virta Sciences Po. Hann er enn varaforseti elítuklúbbsins Le Siècle en meðal annarra félaga eru stjórnmálamennirnir Nicolas Sarkozy, François Fillion og Laurent Fabius, ritstjórarnir Jean-Marie Colombani og Laurent Joffrin, Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Louis Schweitzer, fyrrverandi forstjóri Renault og Michel Pébereau, forstjóri BNP Paribas. Fræðamaðurinn, sem eitt sinn sat á Evrópuþinginu, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Móðirin, ættingjar og vinir vissu af ofbeldinu Kouchner og tvíburabróðir hennar eru börn sagnfræðingsins og rithöfundarins Evelyne Pisier og Bernard Kouchner, fyrrum heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, sem var meðal stofnenda Lækna án landamæra. Pisier, sem lést árið 2017, átti þrjú börn með Kouchner en þau skildu árið 1980. Þá átti hún í fjögurra ára ástarsambandi við Fidel Castro áður en hún giftist Duhamel. Í bók sinni segir Camille að misnotkunin hafi staðið yfir í að minnsta kosti tvö ár og að móðir hennar hafi vitað af ofbeldinu en valið að vernda eiginmann sinn. Þá segir hún bróður sinn, sem hún kallar „Victor“ í bókinni hafa grátbeðið sig um að þegja. „Ég var 14 ára og ég leyfði þessu að gerast ... Ég var 14 ára og vissi og sagði ekki neitt,“ segir Kouchner, sem er 45 ára. Hún segist ekki getað þagað lengur. Mamma tvíburana óttaðist hneyksli, segir Kouchner en margir vissu að ofbeldið var að eiga sér stað, meðal annars ættingjar og vinir. Svo virðist sem bókin sé gefin út með samþykki bróðursins sem varð fyrir ofbeldinu en Bernard Kouchner gaf út yfirlýsingu í gegnum lögmann sinn: „Erfitt leyndarmál sem hefur legið þungt á okkur í langan tíma er nú opinbert. Ég dáist að hugrekki dóttur minnar, Camille.“ Guardian greindi frá.
Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira